34 minnkað við sig og 60 birtast ekki á hluthafalista Eiður Þór Árnason skrifar 14. apríl 2022 18:13 Framkvæmd útboðsins hefur reynst mjög umdeild. Vísir/Vilhelm Alls hafa 34 fjárfestar sem keyptu í nýlegu útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka minnkað eignarhlut sinn að hluta og selt á hærra verði, samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslu ríkisins sem byggja á samanburði á hluthafalista Íslandsbanka og lista yfir þá sem fengu hlut í útboðinu. Af þeim 207 fjárfestum sem tóku þátt í útboðinu birtast 60 ekki á hluthafalista bankans. Það getur meðal annars skýrst af sölu viðkomandi aðila, því að þeir hafi fjárfest í gegnum fjármálastofnanir eða hluturinn sé í vörslu þeirra. Í slíkum tilvikum eru hlutirnir skráðir á viðkomandi banka eða eignastýringaraðila á hluthafalistanum en ekki nafn fjárfestisins. Í tilkynningu frá Bankasýslunni segir að þar sem nokkrar ástæður geti verið fyrir því að einstaka fjárfestar birtist ekki á hluthafalista sé erfitt að fullyrða um nákvæman fjölda þeirra sem hafi selt eignarhlut sinn að fullu. Bankasýslan bendir þó á að hlutafjáreign fjármálastofnana í Íslandsbanka hafi verið 0,3% fyrir útboð Bankasýslunnar en verið komin í 4,1% af heildar hlutafé bankans þann 11. apríl, um þremur vikum eftir útboðið. Sú aukning samsvarar um 75% af eignarhlut þeirra fjárfesta sem keyptu í útboðinu en birtast ekki á hluthafalistanum. Gefur þetta til kynna að nú sé búið að selja 25% af heildarhlut þessara 60 fjárfesta á hærra verði. Að sögn Bankasýslunnar keyptu þessir 60 aðilar keyptu samtals 22,3% af útboðinu sem samsvarar 5,0% af heildar hlutafé Íslandsbanka. Nýverið var fjallað um það að stór hluti þeirra fjárfesta sem tóku þátt í útboðinu hafi þegar selt hlut sinn í bankanum. Þær upplýsingar byggðu sömuleiðis á samanburði á hluthafalista Íslandsbanka fyrir og eftir útboðið en Innherji greindi síðar frá því að þær tölur hafi verið ofáætlaðar í ljósi þess að eignir margra fjárfesta hafi ekki birst undir nafni þess félags heldur sem hluti af eign fjármálafyrirtækja. 25 aukið við hlut sinn Fram kemur í tilkynningu frá Bankasýslunni að 25 fjárfestar hafi aukið við eignarhlut sinn í Íslandsbanka eftir að útboðinu lauk. Viðkomandi aðilar hafi keypt samtals 29,1% af útboðinu sem samsvari 6,5% af heildarhlutafé bankans. Þann 11. apríl nam eignarhlutur þessara aðila 28,8% af heildar hlutafé bankans, samkvæmt hlutaskrá. Að lokum eru 87 fjárfestar sem tóku þátt í útboðinu enn með óbreyttan eignarhlut. Viðkomandi aðilar keyptu samtals 25,3% af útboðinu sem samsvarar 5,7% af heildar hlutafé bankans. Samtals eignarhlutur þessara aðila samkvæmt hlutaskrá 11. apríl nemur 10,1% af heildar hlutafé bankans. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Af þeim 207 fjárfestum sem tóku þátt í útboðinu birtast 60 ekki á hluthafalista bankans. Það getur meðal annars skýrst af sölu viðkomandi aðila, því að þeir hafi fjárfest í gegnum fjármálastofnanir eða hluturinn sé í vörslu þeirra. Í slíkum tilvikum eru hlutirnir skráðir á viðkomandi banka eða eignastýringaraðila á hluthafalistanum en ekki nafn fjárfestisins. Í tilkynningu frá Bankasýslunni segir að þar sem nokkrar ástæður geti verið fyrir því að einstaka fjárfestar birtist ekki á hluthafalista sé erfitt að fullyrða um nákvæman fjölda þeirra sem hafi selt eignarhlut sinn að fullu. Bankasýslan bendir þó á að hlutafjáreign fjármálastofnana í Íslandsbanka hafi verið 0,3% fyrir útboð Bankasýslunnar en verið komin í 4,1% af heildar hlutafé bankans þann 11. apríl, um þremur vikum eftir útboðið. Sú aukning samsvarar um 75% af eignarhlut þeirra fjárfesta sem keyptu í útboðinu en birtast ekki á hluthafalistanum. Gefur þetta til kynna að nú sé búið að selja 25% af heildarhlut þessara 60 fjárfesta á hærra verði. Að sögn Bankasýslunnar keyptu þessir 60 aðilar keyptu samtals 22,3% af útboðinu sem samsvarar 5,0% af heildar hlutafé Íslandsbanka. Nýverið var fjallað um það að stór hluti þeirra fjárfesta sem tóku þátt í útboðinu hafi þegar selt hlut sinn í bankanum. Þær upplýsingar byggðu sömuleiðis á samanburði á hluthafalista Íslandsbanka fyrir og eftir útboðið en Innherji greindi síðar frá því að þær tölur hafi verið ofáætlaðar í ljósi þess að eignir margra fjárfesta hafi ekki birst undir nafni þess félags heldur sem hluti af eign fjármálafyrirtækja. 25 aukið við hlut sinn Fram kemur í tilkynningu frá Bankasýslunni að 25 fjárfestar hafi aukið við eignarhlut sinn í Íslandsbanka eftir að útboðinu lauk. Viðkomandi aðilar hafi keypt samtals 29,1% af útboðinu sem samsvari 6,5% af heildarhlutafé bankans. Þann 11. apríl nam eignarhlutur þessara aðila 28,8% af heildar hlutafé bankans, samkvæmt hlutaskrá. Að lokum eru 87 fjárfestar sem tóku þátt í útboðinu enn með óbreyttan eignarhlut. Viðkomandi aðilar keyptu samtals 25,3% af útboðinu sem samsvarar 5,7% af heildar hlutafé bankans. Samtals eignarhlutur þessara aðila samkvæmt hlutaskrá 11. apríl nemur 10,1% af heildar hlutafé bankans.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira