Byrjaði sautján ára með eigin rekstur og réð pabba sinn í vinnu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. apríl 2022 23:00 Alexander Dagur á Akranesi, sem er með sína eigin bílaþvottastöð þar sem er meira en nóg að gera alla daga. Vísir/Magnús Hlynur Það er mikið meira en nóg að gera hjá Alexander Degi, 18 ára strák á Akranesi, sem er með sína eigin bílaþvottastöð. Vegna mikilla anna hefur hann ráðið pabba sinn í vinnu til sín. Alexander Dagur er líka kattliðugur. Það var í ágúst í fyrra, sem bílaþvottastöðin var opnuð í fínu iðnaðarhúsnæði á góðum stað á Akranesi. Það hefur verið allt vitlaust að gera síðan, enda er Alexander Dagur í skýjunum með viðtökurnar, sem hann hefur fengið. „Já, það gengur mjög vel. Það er mikið að gera hjá okkur, stíft prógramm alla daga. Við bjóðum upp á alþrif, þvott að utan og innan, einungis að utan eða einungis að innan, við erum með djúphreinsun og við getum massað og og svo fer það bara eftir því sem kúnninn vill hverju sinni,“ segir Alexander. MIkil ánægja er með þjónustuna á stöðinni hjá Alexander Degi á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vegna vinsældar stöðvarinnar þurfti Alexander Dagur fljótlega að ráða sér starfsmann og þá var komið að því að gera ráðningarsamning við pabba sinn. „Hann hefur alltaf verið forsprakki og gert bara það sem honum dettur í hug að gera og bara framkvæmt það. Það er búið að vera vitlaust að gera núna, sérstaklega eftir að sólin hækkaði á lofti. Pabba gamla er þrælað út hérna meira og minna í vaktarfríunum þess á milli, sem ég er ekki á vöktum í álverinu, þá er ég hjá stráknum“, segir Helgi Þór Sveinbjörnsson, stoltur af stráknum sínum. Helgi Þór Sveinbjörnsson er stoltur af stráknum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara fínt þegar ungt fólk lætur drauma sína rætast. Hann er að fá mjög góðar viðtökur enda var þörf á þessari þjónustu á staðnum“, segir Mjallhvít Magnúsdóttir, íbúi á Akranesi og ánægður viðskiptavinur bílaþvottastöðvarinnar. Mjallhvít Magnúsdóttir var ánægð með sinn bíll eftir að hann fór á stöðina til Alexanders Dags.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ekki nóg með það að Alexander Dagur sé góður í að þrífa bíla, því hann er ótrúlega liðugur og getur gert alls konar kúnstir þegar kemur að því, enda kattliðugur. Alexander getur meira að segja gengið á hnjánum á þvottastöðinni sinni sé hann beðin um það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Alexander er kattliðugur og getur gert ótrúlegustu hluti í því sambandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akranes Bílar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Það var í ágúst í fyrra, sem bílaþvottastöðin var opnuð í fínu iðnaðarhúsnæði á góðum stað á Akranesi. Það hefur verið allt vitlaust að gera síðan, enda er Alexander Dagur í skýjunum með viðtökurnar, sem hann hefur fengið. „Já, það gengur mjög vel. Það er mikið að gera hjá okkur, stíft prógramm alla daga. Við bjóðum upp á alþrif, þvott að utan og innan, einungis að utan eða einungis að innan, við erum með djúphreinsun og við getum massað og og svo fer það bara eftir því sem kúnninn vill hverju sinni,“ segir Alexander. MIkil ánægja er með þjónustuna á stöðinni hjá Alexander Degi á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vegna vinsældar stöðvarinnar þurfti Alexander Dagur fljótlega að ráða sér starfsmann og þá var komið að því að gera ráðningarsamning við pabba sinn. „Hann hefur alltaf verið forsprakki og gert bara það sem honum dettur í hug að gera og bara framkvæmt það. Það er búið að vera vitlaust að gera núna, sérstaklega eftir að sólin hækkaði á lofti. Pabba gamla er þrælað út hérna meira og minna í vaktarfríunum þess á milli, sem ég er ekki á vöktum í álverinu, þá er ég hjá stráknum“, segir Helgi Þór Sveinbjörnsson, stoltur af stráknum sínum. Helgi Þór Sveinbjörnsson er stoltur af stráknum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara fínt þegar ungt fólk lætur drauma sína rætast. Hann er að fá mjög góðar viðtökur enda var þörf á þessari þjónustu á staðnum“, segir Mjallhvít Magnúsdóttir, íbúi á Akranesi og ánægður viðskiptavinur bílaþvottastöðvarinnar. Mjallhvít Magnúsdóttir var ánægð með sinn bíll eftir að hann fór á stöðina til Alexanders Dags.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ekki nóg með það að Alexander Dagur sé góður í að þrífa bíla, því hann er ótrúlega liðugur og getur gert alls konar kúnstir þegar kemur að því, enda kattliðugur. Alexander getur meira að segja gengið á hnjánum á þvottastöðinni sinni sé hann beðin um það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Alexander er kattliðugur og getur gert ótrúlegustu hluti í því sambandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akranes Bílar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira