Muni ekki takast að svæfa bankamálið yfir páskana Eiður Þór Árnason skrifar 14. apríl 2022 21:56 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Að minnsta kosti 34 af um 200 fjárfestum í nýafstöðnu útboði Íslandsbanka hafa minnkað eignarhlut sinn að hluta frá því að útboðinu lauk. Þar með hafa þeir leyst út töluverðan söluhagnað en flestir kaupendurnir eru þó enn hluthafar bankans. Enn er bankasalan harðlega gagnrýnd og nú síðast af Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, sem segir spillinguna vart gerast svæsnari. Skúrkar úr bankahruninu hafi komist bakdyramegin inn og fjöldi kaupenda hafi strax selt og grætt milljarða á einni nóttu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hafa ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum fjölmiðla síðustu daga. Athygli vakti þegar Lilja sagðist nýverið hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og að hún hafi komið þeim sjónarmiðum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir erfitt að segja til um hvað sé í gangi á stjórnarheimilinu þessa dagana þar sem ráðherrar hafi ekki sýnt almenningi þá lágmarksvirðingu að mæta í viðtöl fjölmiðla. Geti ekki hummað málið fram af sér „Ég held að það sé ýmsum spurningum í þessu máli ósvarað og núna þurfum við að fá að vita hvers vegna Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson brugðust ekki við þessum viðvörunarorðum Lilju Alfreðsdóttur. Eins þurfum við að vita á hvaða vettvangi, hvenær og hvernig Lilja kom þessum viðvörunum á framfæri,“ sagði Jóhann Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Svo verður maður auðvitað að taka undir það að þessi lagalega og pólitíska ábyrgð liggur hjá Bjarna Benediktssyni. Það er hann sem til dæmis fór með þetta endanlega ákvörðunarvald um það að ganga að tilboðum og samþykkja söluna og virðist hafa gert það án þess að afla upplýsinga um tilboð og tilboðsgjafa. Það er vanræksla, það er bara mjög alvarlegt mál.“ Jóhann Páll telur að ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu að misreikna sig og misskilji stöðuna ef þau haldi að þau geti hummað málið fram af sér yfir páskanna. „Við í stjórnarandstöðunni munum ekki linna látum fyrr en þetta mál er komið í farveg sem er til þess fallinn að endurheimta traust.“ Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Enn er bankasalan harðlega gagnrýnd og nú síðast af Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, sem segir spillinguna vart gerast svæsnari. Skúrkar úr bankahruninu hafi komist bakdyramegin inn og fjöldi kaupenda hafi strax selt og grætt milljarða á einni nóttu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hafa ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum fjölmiðla síðustu daga. Athygli vakti þegar Lilja sagðist nýverið hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og að hún hafi komið þeim sjónarmiðum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir erfitt að segja til um hvað sé í gangi á stjórnarheimilinu þessa dagana þar sem ráðherrar hafi ekki sýnt almenningi þá lágmarksvirðingu að mæta í viðtöl fjölmiðla. Geti ekki hummað málið fram af sér „Ég held að það sé ýmsum spurningum í þessu máli ósvarað og núna þurfum við að fá að vita hvers vegna Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson brugðust ekki við þessum viðvörunarorðum Lilju Alfreðsdóttur. Eins þurfum við að vita á hvaða vettvangi, hvenær og hvernig Lilja kom þessum viðvörunum á framfæri,“ sagði Jóhann Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Svo verður maður auðvitað að taka undir það að þessi lagalega og pólitíska ábyrgð liggur hjá Bjarna Benediktssyni. Það er hann sem til dæmis fór með þetta endanlega ákvörðunarvald um það að ganga að tilboðum og samþykkja söluna og virðist hafa gert það án þess að afla upplýsinga um tilboð og tilboðsgjafa. Það er vanræksla, það er bara mjög alvarlegt mál.“ Jóhann Páll telur að ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu að misreikna sig og misskilji stöðuna ef þau haldi að þau geti hummað málið fram af sér yfir páskanna. „Við í stjórnarandstöðunni munum ekki linna látum fyrr en þetta mál er komið í farveg sem er til þess fallinn að endurheimta traust.“
Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira