Þjálfari Bayern fengið hundruð líflátshótana Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. apríl 2022 10:01 Julian Nagelsmann segist fá líflátshótanir eftir hvern einasta leik, líka þegar liðið vinnur. Roland Krivec/vi/DeFodi Images via Getty Images Julian Nagelsmann, þjálfari þýska stórveldisins Bayern München, segist hafa fengið um það bil 450 líflátshótanir eftir að liðið féll úr Meistaradeild Evrópu gegn Villareal í vikunni. Bayern tapaði fyrri leik liðanna 1-0 og eftir að hafa hálfpartinn látið eins og liðið myndi auðveldlega vinna síðari leikinn þurftu Nagelsmann og hans menn að sætta sig við 1-1 jafntefli. Samanlögð úrslit urðu því 2-1 Villareal í vil og Bayern mistókst að tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að þola gagnrýni úr öllum áttum,“ sagði hinn 34 ára Nagelsmann. „Það er eðlilegt og ég ræð alveg við það. En að fá 450 líflátshótanir á Instagram, það er ekki svo auðvelt.“ Nagelsmann tók við Bayern af Hansi Flick síðasta sumar og er því á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri stórveldisins. Liðið er með níu stiga forskot á toppi þýsku deildarinnar og stefnir hraðbyri í átt að enn einum deildarmeistaratitlinum, en liðið er fallið úr leik í þýska bikarnum, sem og Meistaradeildinni. Julian Nagelsmann responds to the death threats he received following Bayern's elimination in the Champions League. pic.twitter.com/ug6B4ysE1q— B/R Football (@brfootball) April 15, 2022 Þjálfarinn segir að aðrir fjölskyldumeðlimir hafi einnig fengið hótanir og að það sé full langt gengið. „Ef fólk vill drepa mig þá er það eitt, en að ráðast einnig að móður minni sem er alveg sama um fótbolta er annað,“ bætti Nagelsmann við. „Ég bara skil þetta ekki. Um leið og fólk slekkur á sjónvarpinu er eins og þau gleymi allri skynsemi. Og það klikkaða er að þau halda að þau hafi rétt á því að láta svona.“ Þrátt fyrir allar þesser líflátshótanir segist Nagelsmann ekki ætla að blanda lögreglunni í málið - hann hafi einfaldlega ekki tíma til þess. „Það tekur því ekki. Ég myndi aldrei klára það mál. Ég fæ svona eftir hvern einasta leik, sama hvort við vinnum eða töpum. Ég fæ fleiri líflátshótanir þegar við spilum með þriggja manna varnarlínu en fjögurra manna og augljóslega eru þær fleiri þegar við töpum.“ sagði Nagelsmann að lokum. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Sjá meira
Bayern tapaði fyrri leik liðanna 1-0 og eftir að hafa hálfpartinn látið eins og liðið myndi auðveldlega vinna síðari leikinn þurftu Nagelsmann og hans menn að sætta sig við 1-1 jafntefli. Samanlögð úrslit urðu því 2-1 Villareal í vil og Bayern mistókst að tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að þola gagnrýni úr öllum áttum,“ sagði hinn 34 ára Nagelsmann. „Það er eðlilegt og ég ræð alveg við það. En að fá 450 líflátshótanir á Instagram, það er ekki svo auðvelt.“ Nagelsmann tók við Bayern af Hansi Flick síðasta sumar og er því á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri stórveldisins. Liðið er með níu stiga forskot á toppi þýsku deildarinnar og stefnir hraðbyri í átt að enn einum deildarmeistaratitlinum, en liðið er fallið úr leik í þýska bikarnum, sem og Meistaradeildinni. Julian Nagelsmann responds to the death threats he received following Bayern's elimination in the Champions League. pic.twitter.com/ug6B4ysE1q— B/R Football (@brfootball) April 15, 2022 Þjálfarinn segir að aðrir fjölskyldumeðlimir hafi einnig fengið hótanir og að það sé full langt gengið. „Ef fólk vill drepa mig þá er það eitt, en að ráðast einnig að móður minni sem er alveg sama um fótbolta er annað,“ bætti Nagelsmann við. „Ég bara skil þetta ekki. Um leið og fólk slekkur á sjónvarpinu er eins og þau gleymi allri skynsemi. Og það klikkaða er að þau halda að þau hafi rétt á því að láta svona.“ Þrátt fyrir allar þesser líflátshótanir segist Nagelsmann ekki ætla að blanda lögreglunni í málið - hann hafi einfaldlega ekki tíma til þess. „Það tekur því ekki. Ég myndi aldrei klára það mál. Ég fæ svona eftir hvern einasta leik, sama hvort við vinnum eða töpum. Ég fæ fleiri líflátshótanir þegar við spilum með þriggja manna varnarlínu en fjögurra manna og augljóslega eru þær fleiri þegar við töpum.“ sagði Nagelsmann að lokum.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Sjá meira