Innlent

Fjórtán ára meðhjálpari frá Patreksfirði

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, yngsti meðhjálpari landsins stóð sig einstaklega vel í guðþjónustu í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í gær, föstudaginn langa. Prestur þar er Kristján Arason frá Helluvaði við Hellu í Rangárþingi ytra.
Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, yngsti meðhjálpari landsins stóð sig einstaklega vel í guðþjónustu í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í gær, föstudaginn langa. Prestur þar er Kristján Arason frá Helluvaði við Hellu í Rangárþingi ytra. Margrét Brynjólfsdóttir.

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins. Hann býr á Patreksfirði og þjónaði í gær, sem meðhjálpari í fyrsta sinn við guðsþjónustu í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í Patreksfjarðarprestakalli hjá sr. Kristjáni Arasyni, sóknarpresti.

Þetta kemur fram á kirkjan.is Þar segir enn fremur að Tryggvi Sveinn sé 14 ára og að faðir hans og afi voru meðhjálparar á Rauðasandi. Hann er því þriðju ættliðurinn og sá yngsti, sem tekur við keflinu. 

Tryggvi Sveinn, sem er aðeins 14 ára og orðinn meðhjálpari eins og pabbi hans og afi voru líka á Rauðasandi.Margrét Brynjólfsdóttir.

Þá var móðurafi hans prestur í Stafholti í Borgarfirði, sr. Brynjólfur Gíslason.

Tryggvi Sveinn og sr. Kristján eftir guðþjónustu gærdagsins.Margrét Brynjólfsdóttir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×