Eru í samkeppni við afmælisveislur og vinnustaðapartý Elísabet Inga Sigurðardóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 17. apríl 2022 23:31 Margir tengja keilu við afmælisveislur, fyrirtækjaskemmtanir og partý en formaður Keilusambandsins segiir að þeir sem stundi keilu á Íslandi þurfi sína eigin aðstöðu. Vísir/Skjáskot Æfingaaðstaða fyrir þá sem stunda keilu hér á landi er slæm að sögn formanns keilusambandsins. Iðkendur eru í samkeppni við afmælisveislur og vinnustaðapartý. Aðsókn hefur verið í keilu sem íþrótt hér á landi en hún hefur farið minkandi vegna aðstöðuleysis. Hér á landi eru aðeins 22 keilubrautir í Egilshöllinni og þrjár á Akranesi. Margir tengja þetta rými við afmælisveislur, fyrirtækjaskemmtanir og partý. Formaður Keilusambandsins segir að slíkt samkomurými fari illa saman við æfingaaðstöðu íþróttar. „Það er takmarkaður tími sem við höfum hér inni, einfaldlega því við erum í samkeppni við almenning sem leikur sér í keilu eins og við hin. Okkur vantar meiri tíma og við þurfum meira brautarpláss en almenningur,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson formaður Keilusambands Íslands í samtali við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðstaðan er því ekki upp á marga fiska fyrir þá sem stunda keilu sem íþrótt. Jóhann Ágúst er formaður Keilusambands Íslands.Vísir „Okkur vantar okkar eigin aðstöðu þar sem við ráðum tímanum alfarið sjálf og getum þar af leiðandi fjölgað inn í íþróttina því við teljum okkur eiga efni á því að fjölga iðkendum,“ bætir Jóhann við. Íþróttin kalli nefnilega á einbeitingu hjá öllum aldurshópum. „Þetta er svona svipað, þó þetta sé hálf leiðinlegur samanburður, þá má líkja þessu við það að á sama tíma og það er landsleikur í fótbolta í Laugardalnum þá væri einhver bumbubolti fyrir aftan eitt markið og boltinn endalaust að koma inn á og trufla leikinn. Það er eiginlega bara þannig.“ Aðstöðuleysið er það slæmt að okkar efnilegasta fólk í keilu getur ekki iðkað íþróttina hér á landi. „Þar má nefna Arnar Davíð sem vann Evróputúrinn árið 2019. Hann fór beint út eftir að hann kom heim í eitt ár því hann sá að hann hefði ekki tíma til að æfa hérna. Hann bara komst ekki að,“ segir Jóhann Ágúst. Keila Reykjavík Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Aðsókn hefur verið í keilu sem íþrótt hér á landi en hún hefur farið minkandi vegna aðstöðuleysis. Hér á landi eru aðeins 22 keilubrautir í Egilshöllinni og þrjár á Akranesi. Margir tengja þetta rými við afmælisveislur, fyrirtækjaskemmtanir og partý. Formaður Keilusambandsins segir að slíkt samkomurými fari illa saman við æfingaaðstöðu íþróttar. „Það er takmarkaður tími sem við höfum hér inni, einfaldlega því við erum í samkeppni við almenning sem leikur sér í keilu eins og við hin. Okkur vantar meiri tíma og við þurfum meira brautarpláss en almenningur,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson formaður Keilusambands Íslands í samtali við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðstaðan er því ekki upp á marga fiska fyrir þá sem stunda keilu sem íþrótt. Jóhann Ágúst er formaður Keilusambands Íslands.Vísir „Okkur vantar okkar eigin aðstöðu þar sem við ráðum tímanum alfarið sjálf og getum þar af leiðandi fjölgað inn í íþróttina því við teljum okkur eiga efni á því að fjölga iðkendum,“ bætir Jóhann við. Íþróttin kalli nefnilega á einbeitingu hjá öllum aldurshópum. „Þetta er svona svipað, þó þetta sé hálf leiðinlegur samanburður, þá má líkja þessu við það að á sama tíma og það er landsleikur í fótbolta í Laugardalnum þá væri einhver bumbubolti fyrir aftan eitt markið og boltinn endalaust að koma inn á og trufla leikinn. Það er eiginlega bara þannig.“ Aðstöðuleysið er það slæmt að okkar efnilegasta fólk í keilu getur ekki iðkað íþróttina hér á landi. „Þar má nefna Arnar Davíð sem vann Evróputúrinn árið 2019. Hann fór beint út eftir að hann kom heim í eitt ár því hann sá að hann hefði ekki tíma til að æfa hérna. Hann bara komst ekki að,“ segir Jóhann Ágúst.
Keila Reykjavík Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira