Hjalti: Töpuðum allt of mörgum boltum í allan vetur Ísak Óli Traustason skrifar 17. apríl 2022 22:20 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Bára Dröfn Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur var vonsvikinn eftir tap sinna manna gegn Tindastól í 8-liða úrslitum Subway deildarinnar. „Ég hafði virkilega trú á því að við myndum taka þá hérna í kvöld,“ sagði Hjalti og bætti við að orkustig Stólanna hafi verið miklu hærra. Tapaðir boltar reyndust Keflvíkingum dýrkeyptir í leiknum en liðið tapaði 15 boltum í leiknum. „Við erum búnir að tapa fullt af boltum og allt of mörgum boltum, við erum með örugglega reynslumesta liðið hvað varðar bakverði í deildinni en við erum að tapa allt of mörgum boltum og líka óþvinguðum boltum í allan vetur,“ sagði Hjalti. „Ég held við séum að tapa flestum boltum í deildinni sem mér finnst skrítið, við erum að tapa að meðaltali 20 boltum í þessari seríu,“ sagði Hjalti. Tindastóll mættu af krafti í leikinn og gekk erfiðlega hjá Keflavík að svara ákefðinni hjá heimamönnum. „Þeir ýttu okkur út úr öllu og voru aggresívir og voru á línunni hjá dómurnum eða aðeins yfir það, þannig á bara að spila körfubolta. Við lúffuðum bara og bökkuð svolítið frá þeim,“ sagði Hjalti. Aðspurður út í tímabilið sem heild sagði Hjalti að það væri alltaf vonbrigði fyrir Keflavík að tapa í 8-liða úrslitum og bætti því við án þess þó að afsaka neitt að þeir væru búnir að vera óheppnir í vetur. „David (David Okeke), sem að mínu mati var langbesti leikmaðurinn í þessari deild meiðist í deildarleik á móti Tindastól. CJ (CJ Burks) hvarf allt í einu og við tökum Mu (Mustapha Heron) inn, við náum varla tíu leikmönnum á löngu tímabili í vetur þar sem að menn eru bara veikir og vesen.“ Ofan á allt saman voru veikindi í liðinu. „Rétt fyrir playoffs var Hörður fárveikur, Jaka fárveikur, Valur fárveikur. Þegar að við spilum á móti Tindastól í deildinni þá vantar hálft liðið, seasonið er eins og það er en við áttum að gera betur hérna í kvöld,“ sagði Hjalti. Það var búinn að vera góður taktur í Keflavíkurliðinnu í undanförnum leikjum og tók Hjalti undir það. „Stígandinn var góður í liðinu, við vorum að gera betur og betur og betur, svo brotlendum við í þessum leik en spurning hvort að þetta hafi verið orkuleysi almennt. Hvort menn hafi verið búnir með orkuna eða hvað það var.“ „En að öðru leiti vorum við að gera vel í þessari seríu og við áttum að vinna hérna í þriðja leik að mínu mati og þá hefðum við klárað þetta heima en síðan brotlendum við í kvöld,“ sagði Hjalti. Aðspurður út í það hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili svaraði hann því að hann væri til í að vera áfram. „En það er alltaf vonbrigði að Keflavík detti út í átta liða og Keflavík á ekki að detta út í átta liða,“ sagði Hjalti að lokum. Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 99-85 | Keflvíkingar niðurlægðir á Króknum Tindastóll verður með í undanúrslitum Subway deildarinnar í körfubolta en Keflavík er farið í sumarfrí eftir að hafa beðið afhroð á Sauðárkróki í kvöld. 17. apríl 2022 21:10 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
„Ég hafði virkilega trú á því að við myndum taka þá hérna í kvöld,“ sagði Hjalti og bætti við að orkustig Stólanna hafi verið miklu hærra. Tapaðir boltar reyndust Keflvíkingum dýrkeyptir í leiknum en liðið tapaði 15 boltum í leiknum. „Við erum búnir að tapa fullt af boltum og allt of mörgum boltum, við erum með örugglega reynslumesta liðið hvað varðar bakverði í deildinni en við erum að tapa allt of mörgum boltum og líka óþvinguðum boltum í allan vetur,“ sagði Hjalti. „Ég held við séum að tapa flestum boltum í deildinni sem mér finnst skrítið, við erum að tapa að meðaltali 20 boltum í þessari seríu,“ sagði Hjalti. Tindastóll mættu af krafti í leikinn og gekk erfiðlega hjá Keflavík að svara ákefðinni hjá heimamönnum. „Þeir ýttu okkur út úr öllu og voru aggresívir og voru á línunni hjá dómurnum eða aðeins yfir það, þannig á bara að spila körfubolta. Við lúffuðum bara og bökkuð svolítið frá þeim,“ sagði Hjalti. Aðspurður út í tímabilið sem heild sagði Hjalti að það væri alltaf vonbrigði fyrir Keflavík að tapa í 8-liða úrslitum og bætti því við án þess þó að afsaka neitt að þeir væru búnir að vera óheppnir í vetur. „David (David Okeke), sem að mínu mati var langbesti leikmaðurinn í þessari deild meiðist í deildarleik á móti Tindastól. CJ (CJ Burks) hvarf allt í einu og við tökum Mu (Mustapha Heron) inn, við náum varla tíu leikmönnum á löngu tímabili í vetur þar sem að menn eru bara veikir og vesen.“ Ofan á allt saman voru veikindi í liðinu. „Rétt fyrir playoffs var Hörður fárveikur, Jaka fárveikur, Valur fárveikur. Þegar að við spilum á móti Tindastól í deildinni þá vantar hálft liðið, seasonið er eins og það er en við áttum að gera betur hérna í kvöld,“ sagði Hjalti. Það var búinn að vera góður taktur í Keflavíkurliðinnu í undanförnum leikjum og tók Hjalti undir það. „Stígandinn var góður í liðinu, við vorum að gera betur og betur og betur, svo brotlendum við í þessum leik en spurning hvort að þetta hafi verið orkuleysi almennt. Hvort menn hafi verið búnir með orkuna eða hvað það var.“ „En að öðru leiti vorum við að gera vel í þessari seríu og við áttum að vinna hérna í þriðja leik að mínu mati og þá hefðum við klárað þetta heima en síðan brotlendum við í kvöld,“ sagði Hjalti. Aðspurður út í það hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili svaraði hann því að hann væri til í að vera áfram. „En það er alltaf vonbrigði að Keflavík detti út í átta liða og Keflavík á ekki að detta út í átta liða,“ sagði Hjalti að lokum.
Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 99-85 | Keflvíkingar niðurlægðir á Króknum Tindastóll verður með í undanúrslitum Subway deildarinnar í körfubolta en Keflavík er farið í sumarfrí eftir að hafa beðið afhroð á Sauðárkróki í kvöld. 17. apríl 2022 21:10 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 99-85 | Keflvíkingar niðurlægðir á Króknum Tindastóll verður með í undanúrslitum Subway deildarinnar í körfubolta en Keflavík er farið í sumarfrí eftir að hafa beðið afhroð á Sauðárkróki í kvöld. 17. apríl 2022 21:10
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti