Skólauppbygging til framtíðar í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 19. apríl 2022 06:31 Í nýrri skýrslu VSÓ um íbúaþróun og skólasóknarsvæði Garðabæjar til ársins 2040 er dregin fram skýr mynd af verkefninu framundan. Það þarf að taka ákvörðun um skólauppbyggingu til framtíðar til þess að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun íbúa. Það er ekki augljóst hvaða leið í því er best að fara. Því viljum við í Viðreisn staldra við, rýna þær sviðsmyndir sem liggja fyrir og meta þá reynslu sem fengin er með núverandi skipulagi. Við höfum valfrelsi hér í Garðabæ, sem byggir á því að foreldrar geta valið grunnskóla, óháð því hverfi sem búið er í. Valfrelsi sem byggir á umhverfi gamla Garðabæjar þegar aðeins einn unglingaskóli var starfandi og tveir grunnskólar með nemendum frá 1. - 7. bekk. Við í Viðreisn styðjum alvöru valfrelsi sem styður við jafnvægi í samsetningu nemenda í skólunum okkar. Í dag blasir við ójafnvægi, sérstaklega á milli unglingadeilda í bænum, sem eru í dag í þremur skólum. Við höfum einn unglingaskóla, Garðaskóla sem var lengi safnskóli fyrir alla unglinga í Garðabæ þegar einungis þrír grunnskólar voru starfandi í sveitarfélaginu. Nú er öldin önnur og sjö grunnskólar eru starfandi. Þar af eru tveir ætlaðir nemendum frá 1.-10. bekk og einn sjálfstætt starfandi, þar sem nemendur eru frá 5 ára og upp í 7. bekk. Þess utan er hér starfandi alþjóðaskóli fyrir grunnskólanemendur. Einn skóli sprunginn en aðra vantar nemendur Í greiningu um samsetningu nemenda eftir stuðningsþörf kemur fram að samsetning nemenda á milli skóla er ólík. Við sjáum líka að það er bara einn skóli sem býr við það mikla eftirspurn að húsnæðið er fyrir löngu sprungið, á meðan aðrir skólar ná ekki að fylla það rými sem þeir hafa, því aðsóknin er ekki nóg. Þetta er veruleiki sem við verðum að bregðast við. Við í Viðreisn viljum tryggja farsælt skólaumhverfi í öllum skólunum okkar fyrir öll börn og ungmenni og skapa umhverfi sem styður við jafnvægi þegar kemur að samsetningu nemenda í hverjum skóla fyrir sig. Ástæður þessa ójafnvægis sem fyrst og fremst skapast á milli unglingadeilda eru margar. Þær þarf að rýna og finna jákvæðar og uppbyggilegar lausnir á þeim vanda sem ójafnvægið endurspeglar. Til lengri tíma gengur núverandi kerfi einfaldlega ekki upp. Hvorki fyrir skólasamfélagið okkar í heild sinni né rekstrarlega. Garðabær er að stækka hraðar og meira en áður hefur þekkst. Á þessu kjörtímabili hefur Garðbæingum fjölgað um u.þ.b. 4 þúsund íbúa en áætlanir gera ráð fyrir að þeim muni halda áfram að fjölga á næstu árum. Við slíkri þróun þarf að bregðast í tíma en ekki eftir að fólk er flutt í bæinn, eins og við höfum dæmin um. Við í Viðreisn viljum samtal við íbúa um framtíðina og vega og meta sjónarmið íbúa þegar kemur að uppbyggingu skólasamfélagsins til framtíðar. Við viljum alvöru valfrelsi þar sem valið byggir á fjölbreyttum og sterkum skólum fyrir öll börn þar sem nemendasamsetning verður ekki sérkenni einstaka skóla. Til þess að svo megi verða verður að huga að skipulagi félagsstarfs á mið- og unglingastigi, aðgengi að íþrótta- og tómstundastarfi hvort sem starfið er fært nær skólanum sjálfum eða skjótar samgönguleiðir eru tryggðar á milli áfangastaða. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Skóla - og menntamál Grunnskólar Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Í nýrri skýrslu VSÓ um íbúaþróun og skólasóknarsvæði Garðabæjar til ársins 2040 er dregin fram skýr mynd af verkefninu framundan. Það þarf að taka ákvörðun um skólauppbyggingu til framtíðar til þess að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun íbúa. Það er ekki augljóst hvaða leið í því er best að fara. Því viljum við í Viðreisn staldra við, rýna þær sviðsmyndir sem liggja fyrir og meta þá reynslu sem fengin er með núverandi skipulagi. Við höfum valfrelsi hér í Garðabæ, sem byggir á því að foreldrar geta valið grunnskóla, óháð því hverfi sem búið er í. Valfrelsi sem byggir á umhverfi gamla Garðabæjar þegar aðeins einn unglingaskóli var starfandi og tveir grunnskólar með nemendum frá 1. - 7. bekk. Við í Viðreisn styðjum alvöru valfrelsi sem styður við jafnvægi í samsetningu nemenda í skólunum okkar. Í dag blasir við ójafnvægi, sérstaklega á milli unglingadeilda í bænum, sem eru í dag í þremur skólum. Við höfum einn unglingaskóla, Garðaskóla sem var lengi safnskóli fyrir alla unglinga í Garðabæ þegar einungis þrír grunnskólar voru starfandi í sveitarfélaginu. Nú er öldin önnur og sjö grunnskólar eru starfandi. Þar af eru tveir ætlaðir nemendum frá 1.-10. bekk og einn sjálfstætt starfandi, þar sem nemendur eru frá 5 ára og upp í 7. bekk. Þess utan er hér starfandi alþjóðaskóli fyrir grunnskólanemendur. Einn skóli sprunginn en aðra vantar nemendur Í greiningu um samsetningu nemenda eftir stuðningsþörf kemur fram að samsetning nemenda á milli skóla er ólík. Við sjáum líka að það er bara einn skóli sem býr við það mikla eftirspurn að húsnæðið er fyrir löngu sprungið, á meðan aðrir skólar ná ekki að fylla það rými sem þeir hafa, því aðsóknin er ekki nóg. Þetta er veruleiki sem við verðum að bregðast við. Við í Viðreisn viljum tryggja farsælt skólaumhverfi í öllum skólunum okkar fyrir öll börn og ungmenni og skapa umhverfi sem styður við jafnvægi þegar kemur að samsetningu nemenda í hverjum skóla fyrir sig. Ástæður þessa ójafnvægis sem fyrst og fremst skapast á milli unglingadeilda eru margar. Þær þarf að rýna og finna jákvæðar og uppbyggilegar lausnir á þeim vanda sem ójafnvægið endurspeglar. Til lengri tíma gengur núverandi kerfi einfaldlega ekki upp. Hvorki fyrir skólasamfélagið okkar í heild sinni né rekstrarlega. Garðabær er að stækka hraðar og meira en áður hefur þekkst. Á þessu kjörtímabili hefur Garðbæingum fjölgað um u.þ.b. 4 þúsund íbúa en áætlanir gera ráð fyrir að þeim muni halda áfram að fjölga á næstu árum. Við slíkri þróun þarf að bregðast í tíma en ekki eftir að fólk er flutt í bæinn, eins og við höfum dæmin um. Við í Viðreisn viljum samtal við íbúa um framtíðina og vega og meta sjónarmið íbúa þegar kemur að uppbyggingu skólasamfélagsins til framtíðar. Við viljum alvöru valfrelsi þar sem valið byggir á fjölbreyttum og sterkum skólum fyrir öll börn þar sem nemendasamsetning verður ekki sérkenni einstaka skóla. Til þess að svo megi verða verður að huga að skipulagi félagsstarfs á mið- og unglingastigi, aðgengi að íþrótta- og tómstundastarfi hvort sem starfið er fært nær skólanum sjálfum eða skjótar samgönguleiðir eru tryggðar á milli áfangastaða. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Garðabæ
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar