Varamaðurinn Curry magnaður og Dallas jafnaði metin án Luka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2022 08:01 Stephen Curry nýtti mínúturnar vel í nótt. AAron Ontiveroz/Getty Images Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru farnir að munda sópinn eftir öruggan sigur á Denver Nuggets. Sama má segja um Philadelphia 76ers og þá tókst Dallas Mavericks að jafna metin gegn Utah Jazz. Stephen Curry hóf leik Warriors og Nuggets á varamannabekknum en hann hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Það gæti verið að Steve Kerr, þjálfari Stríðsmannanna, haldi Curry á bekknum þegar hann verður heill heilsu ef það lætur hann spila jafn vel og í nótt. Skyttan magnaða fór hreinlega á kostum í 20 stiga sigri Golden State, 126-106. Staðan 2-0 í einvíginu og virðist ljóst að Denver á ekki möguleika gegn léttleikandi liði Golden State. Alls skoraði Curry 34 stig á aðeins 23 mínútum. Einnig tók hann þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Næst stigahæstur í liði Warriors var Jordan Poole með 29 stig – og átta stoðsendingar – en Klay Thompson kom þar á eftir með 21 stig. Nikola Jokić var að venju stigahæstur hjá Nuggets. Hann skoraði 26 stig og tók 11 fráköst. Chef Curry was COOKING in Game 2 to protect homecourt #DubNation@StephenCurry30: 34 PTS (12-17 FGM), 4 AST, 5 3PMWarriors vs. Nuggets Game 3: Thurs. 10pm/et on TNT pic.twitter.com/K4NhUdgbIq— NBA (@NBA) April 19, 2022 Dallas Mavericks eru án hins ótrúlega Luka Dončić en það kom ekki að sök í nótt. Liðið vann sex stiga sigur á Utah, 110-104, og jafnaði metin í einvíginu. Staðan nú 1-1 og íbúar Dallas biðja til æðri máttarvalda um að Luka verði með það sem eftir lifir einvígisins. Dallas var sjóðandi heitt fyrir utan þriggja stiga línuna en alls fóru 22 þriggja stiga skot niður í leiknum. Lagði það grunninn að góðum sigri. Jalen Brunson var svo sá leikmaður liðsins sem steig hvað mest upp í fjarveru Luka í nótt en hann bauð upp á 41 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Brunson hefur aldrei skorað meira í leik í NBA-deildinni og þá tapaði hann boltanum ekki einu sinni í leiknum. Hann er þar með fyrsti leikmaður í sögu Dallas til að skora 40 stig eða meira í leik í úrslitakeppninni án þess að missa boltann einu sinni frá sér. Jalen Brunson ERUPTED for 41 points to even up the series for the @dallasmavs! #MFFL@jalenbrunson1: 41 PTS, 8 REB, 5 AST, 2 STL, 6 3PMJazz vs. Mavs Game 3: Thurs. 9pm/et on NBA TV pic.twitter.com/pN7Rr1QnDf— NBA (@NBA) April 19, 2022 Hjá Jazz skoraði Donovan Mitchell mest allra eða 34 stig. Þar á eftir kom Bojan Bogdanović með 25 stig. Að lokum er Philadelphia 76ers komið 2-0 yfir gegn Toronto Raptors, lokatölur í nótt 112-97. Joel Embiid skoraði 31 stig og tók 11 fráköst fyrir 76ers. Þar á eftir kom Tyrese Maxey með 23 stig, níu fráköst og átta stoðsendingar. James Harden skoraði aðeins 14 stig en gaf sex stoðsendingar og tók sex fráköst. Hjá Raptors skoraði OG Anunoby 26 stig og var stigahæstur. Þar á eftir komu Pascal Siakam og Fred VanVleet báðir með 20 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira
Stephen Curry hóf leik Warriors og Nuggets á varamannabekknum en hann hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Það gæti verið að Steve Kerr, þjálfari Stríðsmannanna, haldi Curry á bekknum þegar hann verður heill heilsu ef það lætur hann spila jafn vel og í nótt. Skyttan magnaða fór hreinlega á kostum í 20 stiga sigri Golden State, 126-106. Staðan 2-0 í einvíginu og virðist ljóst að Denver á ekki möguleika gegn léttleikandi liði Golden State. Alls skoraði Curry 34 stig á aðeins 23 mínútum. Einnig tók hann þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Næst stigahæstur í liði Warriors var Jordan Poole með 29 stig – og átta stoðsendingar – en Klay Thompson kom þar á eftir með 21 stig. Nikola Jokić var að venju stigahæstur hjá Nuggets. Hann skoraði 26 stig og tók 11 fráköst. Chef Curry was COOKING in Game 2 to protect homecourt #DubNation@StephenCurry30: 34 PTS (12-17 FGM), 4 AST, 5 3PMWarriors vs. Nuggets Game 3: Thurs. 10pm/et on TNT pic.twitter.com/K4NhUdgbIq— NBA (@NBA) April 19, 2022 Dallas Mavericks eru án hins ótrúlega Luka Dončić en það kom ekki að sök í nótt. Liðið vann sex stiga sigur á Utah, 110-104, og jafnaði metin í einvíginu. Staðan nú 1-1 og íbúar Dallas biðja til æðri máttarvalda um að Luka verði með það sem eftir lifir einvígisins. Dallas var sjóðandi heitt fyrir utan þriggja stiga línuna en alls fóru 22 þriggja stiga skot niður í leiknum. Lagði það grunninn að góðum sigri. Jalen Brunson var svo sá leikmaður liðsins sem steig hvað mest upp í fjarveru Luka í nótt en hann bauð upp á 41 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Brunson hefur aldrei skorað meira í leik í NBA-deildinni og þá tapaði hann boltanum ekki einu sinni í leiknum. Hann er þar með fyrsti leikmaður í sögu Dallas til að skora 40 stig eða meira í leik í úrslitakeppninni án þess að missa boltann einu sinni frá sér. Jalen Brunson ERUPTED for 41 points to even up the series for the @dallasmavs! #MFFL@jalenbrunson1: 41 PTS, 8 REB, 5 AST, 2 STL, 6 3PMJazz vs. Mavs Game 3: Thurs. 9pm/et on NBA TV pic.twitter.com/pN7Rr1QnDf— NBA (@NBA) April 19, 2022 Hjá Jazz skoraði Donovan Mitchell mest allra eða 34 stig. Þar á eftir kom Bojan Bogdanović með 25 stig. Að lokum er Philadelphia 76ers komið 2-0 yfir gegn Toronto Raptors, lokatölur í nótt 112-97. Joel Embiid skoraði 31 stig og tók 11 fráköst fyrir 76ers. Þar á eftir kom Tyrese Maxey með 23 stig, níu fráköst og átta stoðsendingar. James Harden skoraði aðeins 14 stig en gaf sex stoðsendingar og tók sex fráköst. Hjá Raptors skoraði OG Anunoby 26 stig og var stigahæstur. Þar á eftir komu Pascal Siakam og Fred VanVleet báðir með 20 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira