Julia Roberts er með rómantíska gamanmynd á leiðinni í fyrsta skipti í tuttugu ár Elísabet Hanna skrifar 19. apríl 2022 15:30 Julia Roberts og George Clooney leika foreldra sem hafa skilið og reyna að stoppa brúðkaup dóttur sinnar á Bali. Getty/Mike Marsland Julia Roberts mun snúa aftur í rómantískri gamanmynd í fyrsta skiptið í tuttugu ár og það með engan annan en George Clooney sér við hlið. Julia var á sínum tíma í myndum eins og Pretty Woman, My Best Friend’s Wedding og Notting Hill. Ekki nógu mikil gæði Í viðtali við New York Magazine útskýrir Julia afhverju hún hefur verið fjarri rómantískum gamanmyndum allan þennan tíma. „Fólk misskilurstundum þennan tíma sem hefur liðið og halda að ég hafi ekki verið í slíkri mynd því ég vilji það ekki,“ segir hún um ákvörðunina en bætir við : „Ef ég hefði lesið eitthvað sem mér hefði fundist vera á Notting Hill gæðastigi skrifa eða á My best Friends Wedding gæðastigi þess að vera ógeðslega skemmtilegt hefði ég gert það,“ segir hún. Julia segir myndina Ticket to Paradise sem Ol Parker skrifaði og leikstýrði vera á því gæðastigi og stökk hún því á tækifærið og er myndin væntanleg seinnihluta árs. Hún segir það þó einnig hafa spilað inn í að síðustu átján árin eignaðist hún þrjú börn og hafi viljað vera til staðar. View this post on Instagram A post shared by Julia Roberts (@juliaroberts) „Málið er: Ef mér hefði fundist eitthvað vera nógu gott þá hefði ég gert það,“ segir hún um og talar um að eftir að börnin hafi fæðst hafi kröfurnar hjá henni um gæðaefni aukist til muna og svo hafi púsluspilið með börn og vinnu eiginmannsins Daniel Moder einnig orðið flóknara. Stolt af því að vera húsmóðir Julia segist vera stolt af því að vera húsmóðir og vera til staðar fyrir börnin sín. Hún segir þau hafa séð pabba sinn vinna mikið en hún hafi unnið minna og þau hafi varla fundið fyrir því. „Það er eins og ég hafi bara verið frá þegar þau voru að taka lögnina sína eða eitthvað,“ View this post on Instagram A post shared by modermoder (@modermoder) segir hún um yngri árin hjá börnunum sínum. Hún segir þó að eftir því sem þau eldist vilji hún sýna þeim og þá sérstaklega dóttur sinni að hún sé skapandi og að það skipti hana máli. „Það skiptir mig svo miklu máli að stundum koma tímabil þar sem ég set næstum því meiri athygli á það en á fjölskylduna mína, sem hefur verið erfitt að sætta mig við.“ Roberts og Clooney Julia Roberts og George Clooney eru miklir vinir og hafa meðal annars verið saman í Ocean´s myndunum og hefur eflaust verið gaman að taka nýju myndina upp en tökur fóru fram í Ástralíu. Í Ticket To Paradise leika þau foreldra sem eru skilin og sameina krafta sína til að reyna að stoppa brúðkaup dóttur sinnar á Bali. View this post on Instagram A post shared by Julia Roberts (@juliaroberts) Fleiri leikarar í myndinni eru Kaitlyn Dever, Billie Lourd, Rowan Chapman og Lucas Bravo sem hefur meðal annars slegið í gegn sem Gabriel í Emily in Paris. Julia segir reynsluna hafa verið skemmtilega og að hún njóti þess að hlæja og vera fyndin. „Það er gaman að leika í sandkassanum. Það er langt síðan síðast.“ Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Ellen aðstoðar Julia Roberts með Instagram-reikninginn Leikkonan Julia Roberts er með rúmlega þrjár milljónir fylgjenda á Instagram en spjallþáttadrottningin Ellen DeGeneres er aftur á móti með yfir 60 milljónir fylgjenda. 3. desember 2018 11:30 Julia Roberts er fallegasta kona heims Leikkonan Julia Roberts er fallegasta kona heims að mati tímaritsins People. 19. apríl 2017 17:37 Pretty Woman 25 ára í dag Nokkrar staðreyndir sem fáir vita um myndina 23. mars 2015 13:44 Vildi ekki fara í lýtaaðgerð Julia Roberts segist hafa tekið mikla áhættu á kvikmyndaferli sínum með því að fara ekki í andlitslyftingu þegar hún var á fertugsaldri. 27. október 2014 09:45 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Ekki nógu mikil gæði Í viðtali við New York Magazine útskýrir Julia afhverju hún hefur verið fjarri rómantískum gamanmyndum allan þennan tíma. „Fólk misskilurstundum þennan tíma sem hefur liðið og halda að ég hafi ekki verið í slíkri mynd því ég vilji það ekki,“ segir hún um ákvörðunina en bætir við : „Ef ég hefði lesið eitthvað sem mér hefði fundist vera á Notting Hill gæðastigi skrifa eða á My best Friends Wedding gæðastigi þess að vera ógeðslega skemmtilegt hefði ég gert það,“ segir hún. Julia segir myndina Ticket to Paradise sem Ol Parker skrifaði og leikstýrði vera á því gæðastigi og stökk hún því á tækifærið og er myndin væntanleg seinnihluta árs. Hún segir það þó einnig hafa spilað inn í að síðustu átján árin eignaðist hún þrjú börn og hafi viljað vera til staðar. View this post on Instagram A post shared by Julia Roberts (@juliaroberts) „Málið er: Ef mér hefði fundist eitthvað vera nógu gott þá hefði ég gert það,“ segir hún um og talar um að eftir að börnin hafi fæðst hafi kröfurnar hjá henni um gæðaefni aukist til muna og svo hafi púsluspilið með börn og vinnu eiginmannsins Daniel Moder einnig orðið flóknara. Stolt af því að vera húsmóðir Julia segist vera stolt af því að vera húsmóðir og vera til staðar fyrir börnin sín. Hún segir þau hafa séð pabba sinn vinna mikið en hún hafi unnið minna og þau hafi varla fundið fyrir því. „Það er eins og ég hafi bara verið frá þegar þau voru að taka lögnina sína eða eitthvað,“ View this post on Instagram A post shared by modermoder (@modermoder) segir hún um yngri árin hjá börnunum sínum. Hún segir þó að eftir því sem þau eldist vilji hún sýna þeim og þá sérstaklega dóttur sinni að hún sé skapandi og að það skipti hana máli. „Það skiptir mig svo miklu máli að stundum koma tímabil þar sem ég set næstum því meiri athygli á það en á fjölskylduna mína, sem hefur verið erfitt að sætta mig við.“ Roberts og Clooney Julia Roberts og George Clooney eru miklir vinir og hafa meðal annars verið saman í Ocean´s myndunum og hefur eflaust verið gaman að taka nýju myndina upp en tökur fóru fram í Ástralíu. Í Ticket To Paradise leika þau foreldra sem eru skilin og sameina krafta sína til að reyna að stoppa brúðkaup dóttur sinnar á Bali. View this post on Instagram A post shared by Julia Roberts (@juliaroberts) Fleiri leikarar í myndinni eru Kaitlyn Dever, Billie Lourd, Rowan Chapman og Lucas Bravo sem hefur meðal annars slegið í gegn sem Gabriel í Emily in Paris. Julia segir reynsluna hafa verið skemmtilega og að hún njóti þess að hlæja og vera fyndin. „Það er gaman að leika í sandkassanum. Það er langt síðan síðast.“
Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Ellen aðstoðar Julia Roberts með Instagram-reikninginn Leikkonan Julia Roberts er með rúmlega þrjár milljónir fylgjenda á Instagram en spjallþáttadrottningin Ellen DeGeneres er aftur á móti með yfir 60 milljónir fylgjenda. 3. desember 2018 11:30 Julia Roberts er fallegasta kona heims Leikkonan Julia Roberts er fallegasta kona heims að mati tímaritsins People. 19. apríl 2017 17:37 Pretty Woman 25 ára í dag Nokkrar staðreyndir sem fáir vita um myndina 23. mars 2015 13:44 Vildi ekki fara í lýtaaðgerð Julia Roberts segist hafa tekið mikla áhættu á kvikmyndaferli sínum með því að fara ekki í andlitslyftingu þegar hún var á fertugsaldri. 27. október 2014 09:45 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Ellen aðstoðar Julia Roberts með Instagram-reikninginn Leikkonan Julia Roberts er með rúmlega þrjár milljónir fylgjenda á Instagram en spjallþáttadrottningin Ellen DeGeneres er aftur á móti með yfir 60 milljónir fylgjenda. 3. desember 2018 11:30
Julia Roberts er fallegasta kona heims Leikkonan Julia Roberts er fallegasta kona heims að mati tímaritsins People. 19. apríl 2017 17:37
Vildi ekki fara í lýtaaðgerð Julia Roberts segist hafa tekið mikla áhættu á kvikmyndaferli sínum með því að fara ekki í andlitslyftingu þegar hún var á fertugsaldri. 27. október 2014 09:45