Framtíð Íslands: Loftlagsmál – samgöngur – sjálfbærni Björn Ármann Ólafsson skrifar 19. apríl 2022 11:30 Á hverju byggist framtíð íslands? Augljóslega er það nýting innlendrar orku til samgangna og framleiðslu.Undanfarin ár hefur farið fram hönnun og tilraunir með svo kallað „Hyperloop TT“ lestarkerfi bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta kerfi keyrir á raforku, sem þýðir fyrir Ísland innlend orka og léttir á vegakerfinu sem þýðir að kostnaður við vegakerfið minnkar, gerir flug innanlands óþarft sem þýðir að mengun af flugi innanlands minnkar og styttir siglingu fraktskipa til Íslands þar sem siglt yrði stysta leið til landsins og vörunni sem kemur til landsins dreift með lestarkerfinu og útflutningsvörunni komið til útflutningshafnanna með lestarkerfinu. Hvað er Hyperloop lest? Það er lestarkerfi sem fer gegnum sérhannað rör. Fer með hraða allt upp í 1000 km/klst (í tilraunum hafa þeir komist upp í 1200km/klst á löngum strikbeinum köflum). Fer þar af leiðandi hraðar en flug og nýtist bæði til mannflutninga og frakt flutninga. Ítalir stefna á að taka í notkun svona lest fyrir Vetrar-ólumpíuleikana 2026. Það er þegar búið að gera áætlun um að setja upp Hyperloop leiðakerfi í Bandaríkjunum og Evrópu: Nú er tími til kominn fyrir okkur Íslendinga að við þróum okkur til framtíðar og hönnum Hyperloop lestarkerfi kringum Ísland. Við ferðumst milli staða á stuttum tíma og hættum að menga með rútum, flugvélum og flutningabílum. Við flytjum alla frakt sem kemur stystu leið til íslands. Frá Evrópu til Austfjarða og frá Ameríku til Reykjaness. Dreifum fraktinni um Ísland á fljótan og öruggan hátt. Vöruflutningar á þjóðvegum minnka verulega og við styttum dreifingartíma. Við munum komumst milli staða á Íslandi á styttri tíma, sem gerir heilbrigðisþjónustuna skilvirkari með að komast milli sjúkrahúsa og/eða sérfræðilækna á styttri tíma. Auk þess verður auðveldara að sækja ýmis konar þjónustu hvert sem er á landinu, þar sem við komumst að heiman og heim aftur á sama degi. Þessi uppbygging kallar á að fjárfestar komi að málinu og er því gullið tækifæri lífeyrissjóða til að fjárfesta í uppbyggingu innviða á Íslandi af þessari stærðargráðu. Rekstur þessa kerfis kemur líklega til með að verða mjög arðbær og atvinnuskapandi, ekki síst fyrir menntað fólk þar sem notuð er hátækni við lestun og losun . Kerfi fyrir frakt yrði á hleðslustöðum lestanna, sem byggði á vélmennum sem þurfa þjónustu menntaðs fólks og einstaklinga með margvíslega sérhæfingu. Kerfið verði hannað með sem beinustum línum eða langdregnum bogum. Lestunar og losunarstaðir verða ákveðnir miðað við hagkvæmustu möguleika til dreifingar. Kerfið yrði þannig að veður og vindar kæmu ekki til með að hafa áhrif á tíðni ferða. Þetta kerfi kæmi til með að auka sjálfbærni Íslands um langa framtíð. Höfundur er leiðsögumaður og skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Á hverju byggist framtíð íslands? Augljóslega er það nýting innlendrar orku til samgangna og framleiðslu.Undanfarin ár hefur farið fram hönnun og tilraunir með svo kallað „Hyperloop TT“ lestarkerfi bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta kerfi keyrir á raforku, sem þýðir fyrir Ísland innlend orka og léttir á vegakerfinu sem þýðir að kostnaður við vegakerfið minnkar, gerir flug innanlands óþarft sem þýðir að mengun af flugi innanlands minnkar og styttir siglingu fraktskipa til Íslands þar sem siglt yrði stysta leið til landsins og vörunni sem kemur til landsins dreift með lestarkerfinu og útflutningsvörunni komið til útflutningshafnanna með lestarkerfinu. Hvað er Hyperloop lest? Það er lestarkerfi sem fer gegnum sérhannað rör. Fer með hraða allt upp í 1000 km/klst (í tilraunum hafa þeir komist upp í 1200km/klst á löngum strikbeinum köflum). Fer þar af leiðandi hraðar en flug og nýtist bæði til mannflutninga og frakt flutninga. Ítalir stefna á að taka í notkun svona lest fyrir Vetrar-ólumpíuleikana 2026. Það er þegar búið að gera áætlun um að setja upp Hyperloop leiðakerfi í Bandaríkjunum og Evrópu: Nú er tími til kominn fyrir okkur Íslendinga að við þróum okkur til framtíðar og hönnum Hyperloop lestarkerfi kringum Ísland. Við ferðumst milli staða á stuttum tíma og hættum að menga með rútum, flugvélum og flutningabílum. Við flytjum alla frakt sem kemur stystu leið til íslands. Frá Evrópu til Austfjarða og frá Ameríku til Reykjaness. Dreifum fraktinni um Ísland á fljótan og öruggan hátt. Vöruflutningar á þjóðvegum minnka verulega og við styttum dreifingartíma. Við munum komumst milli staða á Íslandi á styttri tíma, sem gerir heilbrigðisþjónustuna skilvirkari með að komast milli sjúkrahúsa og/eða sérfræðilækna á styttri tíma. Auk þess verður auðveldara að sækja ýmis konar þjónustu hvert sem er á landinu, þar sem við komumst að heiman og heim aftur á sama degi. Þessi uppbygging kallar á að fjárfestar komi að málinu og er því gullið tækifæri lífeyrissjóða til að fjárfesta í uppbyggingu innviða á Íslandi af þessari stærðargráðu. Rekstur þessa kerfis kemur líklega til með að verða mjög arðbær og atvinnuskapandi, ekki síst fyrir menntað fólk þar sem notuð er hátækni við lestun og losun . Kerfi fyrir frakt yrði á hleðslustöðum lestanna, sem byggði á vélmennum sem þurfa þjónustu menntaðs fólks og einstaklinga með margvíslega sérhæfingu. Kerfið verði hannað með sem beinustum línum eða langdregnum bogum. Lestunar og losunarstaðir verða ákveðnir miðað við hagkvæmustu möguleika til dreifingar. Kerfið yrði þannig að veður og vindar kæmu ekki til með að hafa áhrif á tíðni ferða. Þetta kerfi kæmi til með að auka sjálfbærni Íslands um langa framtíð. Höfundur er leiðsögumaður og skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Múlaþingi.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar