Innlent

Rann­sókn lögreglu á máli hjúkrunar­fræðingsins lokið

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu í lok ágúst síðastliðinn þar sem sagði að talið væri að andlát sjúklings á geðdeild Landspítala hafi borið að með saknæmum hætti.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu í lok ágúst síðastliðinn þar sem sagði að talið væri að andlát sjúklings á geðdeild Landspítala hafi borið að með saknæmum hætti. Vísir/Vilhelm

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti sem varð á geðdeild Landspítalans í ágúst síðastliðnum, þar sem hjúkrunarfræðingur er grunaður um að hafa orðið sjúklingi að bana, er lokið.

Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, við fréttastofu. 

Hann segir að málið hafi verið sent ákærusviði lögreglunnar. Starfsmenn ákærusviðs munu nú taka afstöðu til þess hvort að ákæra verði gefin út í málinu.

Lögregla sendi frá sér tilkynningu í lok ágúst 2021 þar sem fram kom að talið væri að andlát sjúklings hafi borið að með saknæmum hætti. Heimildir fréttastofu herma að sjúklingurinn, sem var kona á sextugsaldri, hafi þar kafnað í matmálstíma.

Hjúkrunarfræðingurinn var á sínum tíma látinn laus úr haldi lögreglu eftir að Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.


Tengdar fréttir

Útiloka hvorki ásetning né gáleysi

Lögreglan útilokar ekki að ásetningur hafi legið að baki þegar kona, sem lögð hafði verið inn á geðdeild Landspítalans, lést fyrr í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingur á geðdeildinni er grunuð um að hafa orðið valdur að dauða konunnar.

Hjúkrunar­fræðingurinn laus úr haldi lög­reglu

Hjúkrunarfræðingur sem sakaður er um að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana er laus úr haldi lögreglu. Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×