Boris biðst afsökunar á partýstandi Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2022 16:25 Boris Johnson forsætisráðherra var sektaður í seinustu viku eftir að hafa verið gestur í samkvæmum sem fóru í bága við sóttvarnalög. AP/Jessica Taylor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. Johnson var sektaður ásamt Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, og fjölda annarra þingmanna fyrir að mæta í samkvæmi við Downingstræti þar sem fólksfjöldi fór yfir þær takmarkanir sem þá voru í gildi. Johnson baðst afsökunar samdægurs en stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar þeirra beggja. Fyrr í dag var ákveðið að þingið skildi kjósa um hvort mál forsætisráðherrans yrðu rannsökuð frekar og fer sú kosning fram seinna í vikunni. Þingmenn Verkamannaflokksins segja að þeir þingmenn Íhaldsflokksins, flokks Johnson, sem kjósa gegn rannsókninni séu að kjósa með yfirhylmingu. Mætti seint eftir fund með þjóðarleiðtogum Johnson hafði nýlega lokið fundi með þjóðarleiðtogum á við Joe Biden, Bandaríkjaforseta, Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, og Olaf Scholz, kanslara Þýskalands þegar hann ávarpaði þingið. Johnson endurtók afsökunina sem hann gaf bresku þjóðinni fyrir viku síðan þegar hann var sektaður. „Um leið og mér barst sektin gerði ég mér grein fyrir reiðinni. Ég sagði þá að fólk ætti rétt á því að búast við meiru af forsætisráðherra þeirra,“ sagði Johnson. Gerði sér ekki grein fyrir lögbrotinu Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að fundur í Downingstræti þar sem rætt var um hvernig ætti að tækla faraldurinn, gæti verið brot á lögunum. Hann segir það þó ekki vera afsökun á gjörðum sínum. „Ég mun bera virðingu fyrir ákvörðunum [lögreglunnar] í málinu og ávallt taka viðeigandi skref. Ég hef nú þegar breytt því hvernig hlutirnir virka í Downingstræti 10,“ sagði Johnson áður en hann fór að ræða málin í Úkraínu. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18 Aðstoðarráðherra segir af sér vegna veisluhalda Aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneyti Bretlands hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhalda í Downingstræti. Veisluhöldin voru haldin á meðan Covid faraldrinum stóð. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt veisluhöldin harðlega og krafist afsagnar forsætisráðherra og fjármálaráðherra. 15. apríl 2022 09:50 Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Johnson var sektaður ásamt Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, og fjölda annarra þingmanna fyrir að mæta í samkvæmi við Downingstræti þar sem fólksfjöldi fór yfir þær takmarkanir sem þá voru í gildi. Johnson baðst afsökunar samdægurs en stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar þeirra beggja. Fyrr í dag var ákveðið að þingið skildi kjósa um hvort mál forsætisráðherrans yrðu rannsökuð frekar og fer sú kosning fram seinna í vikunni. Þingmenn Verkamannaflokksins segja að þeir þingmenn Íhaldsflokksins, flokks Johnson, sem kjósa gegn rannsókninni séu að kjósa með yfirhylmingu. Mætti seint eftir fund með þjóðarleiðtogum Johnson hafði nýlega lokið fundi með þjóðarleiðtogum á við Joe Biden, Bandaríkjaforseta, Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, og Olaf Scholz, kanslara Þýskalands þegar hann ávarpaði þingið. Johnson endurtók afsökunina sem hann gaf bresku þjóðinni fyrir viku síðan þegar hann var sektaður. „Um leið og mér barst sektin gerði ég mér grein fyrir reiðinni. Ég sagði þá að fólk ætti rétt á því að búast við meiru af forsætisráðherra þeirra,“ sagði Johnson. Gerði sér ekki grein fyrir lögbrotinu Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að fundur í Downingstræti þar sem rætt var um hvernig ætti að tækla faraldurinn, gæti verið brot á lögunum. Hann segir það þó ekki vera afsökun á gjörðum sínum. „Ég mun bera virðingu fyrir ákvörðunum [lögreglunnar] í málinu og ávallt taka viðeigandi skref. Ég hef nú þegar breytt því hvernig hlutirnir virka í Downingstræti 10,“ sagði Johnson áður en hann fór að ræða málin í Úkraínu.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18 Aðstoðarráðherra segir af sér vegna veisluhalda Aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneyti Bretlands hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhalda í Downingstræti. Veisluhöldin voru haldin á meðan Covid faraldrinum stóð. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt veisluhöldin harðlega og krafist afsagnar forsætisráðherra og fjármálaráðherra. 15. apríl 2022 09:50 Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18
Aðstoðarráðherra segir af sér vegna veisluhalda Aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneyti Bretlands hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhalda í Downingstræti. Veisluhöldin voru haldin á meðan Covid faraldrinum stóð. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt veisluhöldin harðlega og krafist afsagnar forsætisráðherra og fjármálaráðherra. 15. apríl 2022 09:50
Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54