Innlent

Lögreglan lýsir eftir manninum sem strauk úr héraðsdómi

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Gabríel var klæddur í hvíta hettupeysu, gallabuxur og hvíta skó þegar hann strauk. 
Gabríel var klæddur í hvíta hettupeysu, gallabuxur og hvíta skó þegar hann strauk.  Mynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gabríel Douane Boama, tuttugu ára gömlum karlmanni, sem strauk úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Mál hans var til meðferðar þegar hann flúði en hann er hvattur til að gefa sig strax fram. 

Að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni er Gabríel 192 sentímetrar á hæð, með brún augu og um 85 kíló að þyngd. Hann er klæddur í hvíta hettupeysu, gallabuxur og hvíta skó. 

Lögregla biðlar til þeirra sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gabríels eða vita hvar hann er niðurkominn að hafa tafarlaust samband við 112. 

Þá er Gabríel sjálfur hvattur til að gefa sig strax fram. 

Greint var frá því fyrr í kvöld að gæsluvarðhaldsfangi hafði sloppið úr haldi lögreglu við aðalmeðferð í máli hans í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist málið meðal annars árás í Borgarholtsskóla í janúar í fyrra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×