„Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir“ Atli Ísleifsson skrifar 20. apríl 2022 06:55 Úkraínski hershöfðinginn Serhiy Volyna vill að óbreyttum borgurum verði komið örugglega í burtu frá stálverksmiðjunni í Mariupol. EPA „Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir. Hjálpið okkur.“ Þetta sagði úkraínski herforinginn Serhiy Volyna, sem hefst nú við í stálverksmiðju í Mariupol ásamt fjölda úkraínskra hermanna og almennra borgara, í ávarpi í gærkvöldi. Rússneski herinn hefur sett hermönnunum úrslitakosti, að leggja niður vopn fyrir klukkan 11 í dag. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja það ekki standa til. Harðir bardagar hafa staðið í Mariupol allt frá upphafi innrásarinnar í lok febrúar og hafa hundruð þúsunda Úkraínumanna þurft að lifa þar án vatns og rafmagns. Rússar hafa umkringt borgina og eru síðustu úkraínsku hermennirnir nú í stálverksmiðjunni Azovtal. Úkraínska leyniþjónustan kveðst hafa upplýsingar um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi ákveðið að bæla niður síðustu andspyrnuna í Mariupol, sama hvað. Í frétt CNN segir að Volyna hafi biðlað til heimsbyggðarinnar í gærkvöldi þar sem hann bað um aðstoð. „Ég er með skilaboð til heimsins. Þetta kunna að verða mín hinstu skilaboð. Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir. Hjálpið okkur.“ Hann sagðist vilja að óbreyttir borgarar sem hafast við í Azovtal verði fluttir á brott með þyrlum á örugg svæði. Sagðist hann vona að leiðtogar heims sammælist um að ráðist verði í slíka aðgerð. „Við erum fullkomlega umkringd. Það eru líka um fimm hundruð særðir hermenn hérna sem fá enga aðhlynningu. Þeir rotna bókstaflega. Það eru líka almennir borgarar sem þjást eftir sprengingar,“ segir Volyna sem segir Rússa beita loftárásum og stórskotahernaði. Hann segir Rússa á svæðinu nú vera margfalt fleiri en Úkraínumenn og að þeir hafi yfirburði þegar kemur að vopnum. „En við munum berjast til síðasta manns. Tíminn fer hins vegar að verða á þrotum.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Rússar setja hermönnum í Mariupol úrslitakosti Rússneski herinn hefur sett úkraínskum hermönnum í hafnarborginni Mariupol úrslitakosti og fyrirskipað þeim að leggja niður vopn fyrir klukkan 11 í dag. Hermennirnir hafast nú við á iðnaðarsvæði í borginni, auk almennra borgara. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja hins vegar að áfram verði unnið að því að verja borgina frá innrásarhernum. 20. apríl 2022 06:25 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Rússneski herinn hefur sett hermönnunum úrslitakosti, að leggja niður vopn fyrir klukkan 11 í dag. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja það ekki standa til. Harðir bardagar hafa staðið í Mariupol allt frá upphafi innrásarinnar í lok febrúar og hafa hundruð þúsunda Úkraínumanna þurft að lifa þar án vatns og rafmagns. Rússar hafa umkringt borgina og eru síðustu úkraínsku hermennirnir nú í stálverksmiðjunni Azovtal. Úkraínska leyniþjónustan kveðst hafa upplýsingar um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi ákveðið að bæla niður síðustu andspyrnuna í Mariupol, sama hvað. Í frétt CNN segir að Volyna hafi biðlað til heimsbyggðarinnar í gærkvöldi þar sem hann bað um aðstoð. „Ég er með skilaboð til heimsins. Þetta kunna að verða mín hinstu skilaboð. Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir. Hjálpið okkur.“ Hann sagðist vilja að óbreyttir borgarar sem hafast við í Azovtal verði fluttir á brott með þyrlum á örugg svæði. Sagðist hann vona að leiðtogar heims sammælist um að ráðist verði í slíka aðgerð. „Við erum fullkomlega umkringd. Það eru líka um fimm hundruð særðir hermenn hérna sem fá enga aðhlynningu. Þeir rotna bókstaflega. Það eru líka almennir borgarar sem þjást eftir sprengingar,“ segir Volyna sem segir Rússa beita loftárásum og stórskotahernaði. Hann segir Rússa á svæðinu nú vera margfalt fleiri en Úkraínumenn og að þeir hafi yfirburði þegar kemur að vopnum. „En við munum berjast til síðasta manns. Tíminn fer hins vegar að verða á þrotum.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Rússar setja hermönnum í Mariupol úrslitakosti Rússneski herinn hefur sett úkraínskum hermönnum í hafnarborginni Mariupol úrslitakosti og fyrirskipað þeim að leggja niður vopn fyrir klukkan 11 í dag. Hermennirnir hafast nú við á iðnaðarsvæði í borginni, auk almennra borgara. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja hins vegar að áfram verði unnið að því að verja borgina frá innrásarhernum. 20. apríl 2022 06:25 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Vaktin: Rússar setja hermönnum í Mariupol úrslitakosti Rússneski herinn hefur sett úkraínskum hermönnum í hafnarborginni Mariupol úrslitakosti og fyrirskipað þeim að leggja niður vopn fyrir klukkan 11 í dag. Hermennirnir hafast nú við á iðnaðarsvæði í borginni, auk almennra borgara. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja hins vegar að áfram verði unnið að því að verja borgina frá innrásarhernum. 20. apríl 2022 06:25