Miami í toppmálum | Ingram og Morant öflugir er Pelicans og Grizzlies jöfnuðu metin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2022 07:30 Jimmy var magnaður í nótt. Michael Reaves/Getty Images Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Miami Heat er komið 2-0 yfir gegn Atlanta Hawks, New Orleans Pelicans jöfnuðu metin gegn toppliði Phoenix Suns og Memphis Grizzlies jöfnuðu einnig metin gegn Minnesota Timberwolves. Jimmy Butler átti ótrúlegan leik í tíu stiga sigri Heat á Hawks, lokatölur 115-105. Butler virðist vera þannig leikmaður að hann nýtur sín hvað best í úrslitakeppninni og hann sýndi allar sínar bestu hliðar í nótt. Alls skoraði hann 45 stig á þeim 39 mínútum sem hann spilaði. Þá gaf hann fimm stoðsendingar ásamt því að hirða fimm fráköst. Tyler Herro var næststigahæstur í liði Heat með 15 stig. Hjá Hawks skoraði Bogdan Bogdanovic 29 stig og Trae Young skoraði 25 stig. 45 POINTS for Jimmy Buckets A new playoff career-high for @JimmyButler puts the @MiamiHEAT up 2-0!Game 3: Friday, 7 PM ET, ESPN pic.twitter.com/xAjzVassBk— NBA (@NBA) April 20, 2022 Phoenix Suns – óumdeilanlega besta lið deildarkeppninnar – tapaði óvænt gegn Pelicans í nótt en almennt var búist við því að Sólirnar myndu mæta með kúst með sér í einvígið. Gestirnir frá New Orleans voru ekki á því og unnu góðan 11 stiga sigur í nótt, lokatölur 125-114. Brandon Ingram minnti alþjóð á af hverju það var svona mikil spenna í kringum komu hans í deildina. Hann skoraði 37 stig, tók 11 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Þar á eftir kom CJ McCollum með 23 stig, níu stoðsendingar og átta fráköst. 37 points for Brandon Ingram 26 in second half 11 rebounds, 9 assists Pelicans tie the series 1-1What a night for @B_Ingram13 in his second-ever playoff game.#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/Nj6gKx9UM4— NBA (@NBA) April 20, 2022 Hjá Suns skoraði Devin Booker 31 stig á meðan Chris Paul skoraði 17 og gaf 14 stoðsendingar. Grizzlies gjörsamlega pökkuðu Timberwolves saman og jöfnuðu metin í einvíginu, lokatölur 124-96. Ja Morant skoraði 23 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók níu fráköst. Anthony Edwards skoraði 20 stig fyrir Minnesota. Ja helps the @memgrizz knot the series!23 points9 boards10 assistsGame 3: Thursday, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/m0hZdAowuM— NBA (@NBA) April 20, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Jimmy Butler átti ótrúlegan leik í tíu stiga sigri Heat á Hawks, lokatölur 115-105. Butler virðist vera þannig leikmaður að hann nýtur sín hvað best í úrslitakeppninni og hann sýndi allar sínar bestu hliðar í nótt. Alls skoraði hann 45 stig á þeim 39 mínútum sem hann spilaði. Þá gaf hann fimm stoðsendingar ásamt því að hirða fimm fráköst. Tyler Herro var næststigahæstur í liði Heat með 15 stig. Hjá Hawks skoraði Bogdan Bogdanovic 29 stig og Trae Young skoraði 25 stig. 45 POINTS for Jimmy Buckets A new playoff career-high for @JimmyButler puts the @MiamiHEAT up 2-0!Game 3: Friday, 7 PM ET, ESPN pic.twitter.com/xAjzVassBk— NBA (@NBA) April 20, 2022 Phoenix Suns – óumdeilanlega besta lið deildarkeppninnar – tapaði óvænt gegn Pelicans í nótt en almennt var búist við því að Sólirnar myndu mæta með kúst með sér í einvígið. Gestirnir frá New Orleans voru ekki á því og unnu góðan 11 stiga sigur í nótt, lokatölur 125-114. Brandon Ingram minnti alþjóð á af hverju það var svona mikil spenna í kringum komu hans í deildina. Hann skoraði 37 stig, tók 11 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Þar á eftir kom CJ McCollum með 23 stig, níu stoðsendingar og átta fráköst. 37 points for Brandon Ingram 26 in second half 11 rebounds, 9 assists Pelicans tie the series 1-1What a night for @B_Ingram13 in his second-ever playoff game.#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/Nj6gKx9UM4— NBA (@NBA) April 20, 2022 Hjá Suns skoraði Devin Booker 31 stig á meðan Chris Paul skoraði 17 og gaf 14 stoðsendingar. Grizzlies gjörsamlega pökkuðu Timberwolves saman og jöfnuðu metin í einvíginu, lokatölur 124-96. Ja Morant skoraði 23 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók níu fráköst. Anthony Edwards skoraði 20 stig fyrir Minnesota. Ja helps the @memgrizz knot the series!23 points9 boards10 assistsGame 3: Thursday, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/m0hZdAowuM— NBA (@NBA) April 20, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti