Viðskipti innlent

Helen kveður Sýn og verður mann­auðs­stjóri Deloitte

Atli Ísleifsson skrifar
Helen Breiðfjörð.
Helen Breiðfjörð. Deloitte

Helen Breiðfjörð hefur verið ráðin í starf mannauðsstjóra Deloitte.

Hún hefur síðastliðin tíu ár starfað sem starfsmannastjóri Sýnar, áður Vodafone, en alls starfaði hún hjá félaginu og fyrirrennurum þess í hátt í tvo áratugi.

Í tilkynningu frá Deloitte segir að Helen sé með meistarapróf í mannauðsstjórnun frá London South Bank University og BA próf í félagsfræði frá Háskóla Íslands.

Haft er eftir Þorsteini Pétri Guðjónssyni, forstjóra Deloitte, að starfsmenn Deloitte séu afar lánsamir að hafa fengið Helen til liðs við sig enda búi hún yfir viðamikilli reynslu og ástríðu fyrir mannauðsmálum. 

„Við viljum halda áfram að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir fólkið okkar og mun Helen mun leiða það mikilvæga verkefni af miklum krafti. Við bjóðum hana innilega velkomna,“ segir Þorsteinn Pétur.

Vísir er í eigu Sýnar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×