„Það er bara þumalputtaregla að vera skynsamur og fara ekki út seint á kvöldin“ Elísabet Hanna skrifar 21. apríl 2022 07:01 Guðrún og Max elska að ferðast og skoða heiminn saman. Aðsend. Guðrún Lund og unnusti hennar Max Hopkins eru í hálfs árs Suður-Ameríku reisu þar sem þau eru að búa til stórbrotnar minningar saman, labba að Machu Picchu og hitta lamadýr. Þau elska að ferðast og hafa oftast einhver ferðalög bókuð fram í tímann. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Hvaðan kom hugmyndin?Við plönuðum upprunalega að fara í þetta ferðalag árið 2020 en eins og plön flestra á þeim tíma fóru þá þurftum við að hætta við ferðalagið vegna Covid. Ef litið er á björtu hliðarnar þá gátum við safnað enn meiri fjárhæð og framlengt ferðina. Planið er að vera hér í sex mánuði en við sjáum svo til hvort að við getum framlengt ferðina en það mun velta á því hvort við eigum enn fjármagn eftir til þess að geta framlengt. View this post on Instagram A post shared by Max Hopkins (@max__hopkins) Hvar eruð þið búsett vanalega og hvað eruð þið að fást við í lífinu?Ég og unnusti minn Max erum búsett í Manchester á Englandi. Hann vinnur hjá fyrirtæki sem veitir fasteigna og lánaráðgjöf en ég sjálf ákvað að hætta i vinnunni fyrir ferðalagið. Ég vann áður hjá fyrirtæki sem heitir Smoothwall og sérhæfir sig í að varðveita öryggi barna og unglinga á netinu í skólum á Englandi, Ástralíu og Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Þá er sérstakt forrit sem er niðurhalið inn í tölvur og ipada barna á vegum skólans og ég fylgist með hvort að um til dæmis einelti ,vanlíðan eða önnur vandamál er að ræða. Ég sé þá um að hafa samband við velferðaráðneyti skólans sem að tekur við málinu og ákveðir ferli fer í gang. Þetta er frekar nýstárlegt í skólum hérna í Bretlandi en er að skila gríðarlegum árangri til að stuðla að velferð barna og unglinga. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Planið mitt er svo að fá vinnu eftir ferðina sem að tengist meira menntuninni minni en ég er með mastersgráðu í afbrotafræði og væri spennandi að vinna hjá t.d. lögreglunni við að greina gögn og safna sönnunargögnum til að leysa glæpamál. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Hvernig skipulögðuð þið ferðina?Fyrsta skrefið var að ákveða tímann sem átti að fara í ferðina. Við ákváðum að sex mánuðir væri nóg til að heimsækja öll helstu löndin hérna í Suður-Ameríku. Næsta skref var síðan að byrja að safna, en við tókum frá pening í hverjum mánuði og settum inn á sameiginlegan reikning. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Síðan er næst að útbúa ferðaplan fyrir helstu staðina sem við viljum sjá og hvernig við komumst þangað. Við höfum aðallega verið að nýta rútuþjónustu til að komast á milli staða hérna úti. Vandamálið með Covid-19 er að mikið af landamærum hérna úti eru enn lokuð þannig að við höfum þurft að taka fleiri flug sem venjulega væri hægt að sleppa við sem setur strik í reikninginn, við svo sem vissum að því áður en við lögðum af stað. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Ef ég gæti gefið eitt ráð til þeirra sem eru að hugleiða það að fara í svona heimsreisu á Covid tímum er það bara að skella sér. Það reddast allt a endanum. Já það þarf að fara í Covid próf og vera með vottorð um sprautur en þegar öllu er a botninn hvolft þá er það þess virði miðað við það sem maður fær að upplifa á móti. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Tók langan tíma að safna fyrir slíkri ferð?Það tók okkur um það bil eitt og hálft ár að safna fyrir þessari ferð. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Hvaða staði eruð þið að heimsækja?Við ákváðum að heimsækja sjö lönd í þessari ferð. Við erum nú þegar búin að vera hér í þrjá mánuði og erum búin að heimsækja Argentínu, Chile, Bólivíu og erum núna stödd í Perú. Við eigum svo eftir að heimsækja Ecuador, Colombiu og Brasilíu. Okkur langar einnig að heimsækja Uruguay en við sjáum til með það. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Þau lönd sem við erum þegar búin að heimsækja eru öll einstök á sinn hatt. Okkur líður vel hérna og upplifum okkur örugg. Það er bara þumalputtaregla að vera skynsamur og fara ekki út seint á kvöldin eða fara í hverfi sem eru hættuleg. Við höldum okkur við túristastaðina og okkur hefur gengið mjög vel fram að þessu. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Ef einhver er í vafa um að fara til einhverra þessara landa þá getum við sannarlega mælt með þeim. Íbúarnir hérna eru mjög hjálpsamir og þeir eru þakklátir að túrisminn sé byrjaður aftur eftir Covid og vilja stuðla að jákvæðri upplifun túrista. Það er allaveganna okkar upplifun af því að vera hérna. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Hvað hefur staðið upp úr fram að þessu?Það er eiginlega þrennt sem hefur staðið upp úr hjá okkur en við Max eigum það sameiginlegt að finnast útivera skemmtileg. Fyrsta landið sem við fórum til var Argentína og við fórum til Ushuaia sem er þekkt sem syðsta borg í heimi. Þar er líka Patagonia staðsett sem er algjör paradís fyrir útiverufólk. Við fórum í margar fjallgöngur, sáum jökla og einnig mörgæsir sem að setjast þarna að á sumrin til þess að makast. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Ótrúlegast var þó að klifa upp a Fitz Roy Mountain sem er einnig staðsett norðar í Patagoniu (El Chalten). Það var virkilega krefjandi ganga en algjörlega þess virði þegar upp var komið. Þar blasti við okkur þessi gríðarlegi fjallarður og jökuls lón sem heitir Laguna de Los Tres sem var alveg tær blátt og alveg einstök upplifun. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Það sem einnig hefur staðið upp úr hjá okkur er Uyuni salt flotin/eyðimörkin en það er einn af stórbrotnustu stöðum jarðarinnar og er staðsett í suðvestur Bólivíu. Salt eyðimörkin er yfir 10.000 ferkílómetrar að stærð og þann árstíma sem við vorum á svæðinu er regnvatn yfir saltinu. Þá myndast speglun í vatninu sem er alveg ólýsanleg fegurð. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Við fórum í þriggja daga jeppaferð þarna um svæðið en það hefur einnig að bera jarðhita svo við fórum í heita laug undir berum stjörnuhimni sem var önnur ógleymanleg upplifun. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Þessa stundina erum við stödd í Perú þar sem við fórum í fjögurra daga göngu upp að Machu Picchu eða „Týnda borgin“. Við gengum fornleiðina eða „Inca Trail“ sem var alveg einstök upplifun. Við fengum að kynnast því hvernig það var að ganga þessa leið sem er bæði brött og erfið. Þá rigndi allmikið þar sem við gengum i gengum regnskóginn alveg upp að „Dead Woman's Pass“ sem er í 4,215 metra hæð. Við fengum svo tvo daga af sól og gátum notið göngunnar. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Það er einnig skemmtilegt að segja frá því að þegar við komum að tjaldsvæðinu á degi tvö blasti við okkur hjörð af lamadýrum sem að umkringdu tjaldið okkar. „Okkur þótti ekki amalegt að sofa með lamadýrunum sem að kipptu sér ekki upp við túristana.“ Í gegnum gönguna sáum við svo margar Inca fornleifar af þorpum sem þau höfðu byggt og var virkilega áhugavert að læra um lifnaðarhætti þeirra og hvernig í veröldinni þau gátu byggt þessi stórhýsi í þessari fjallahæð á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Það allra besta í göngunni var þó þegar við loksins nálguðumst Machu Picchu eftir fjóra erfiða daga. Þá fagnaði ég einnig þrjátíu ára afmælinu mínu upp á toppnum og ég get eiginlega ekki lýst því hversu góð tilfinning það var. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Þessi ferð var alveg einstök frá byrjun til enda og get ég sannarlega mælt með því að ganga „Inca Trail“ upp að Machu Picchu. Það mun gefa þér miklu betri skilning á sögunni og afhverju Inca samfélagið ákvað að byggja þessa stórfenglegu borg upp í þessari hæð. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Hafið þið gert eitthvað þessu líkt áður? Já við höfum farið í heimsreisu til Suð-Austur-Asíu þar sem við heimsóttum Thailand, Laos, Kambódíu og Víetnam. Við getum sannarlega mælt með þessum áfangastöðum fyrir byrjendur þar sem þessi lönd eru mjög örugg og túristavæn. Þeir staðir eru einnig mjög hentugir fyrir þá sem vilja prófa að ferðast einir eða fara í heimsreisu ein. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Þar er mikið um aðra ferðamenn sem eru að fara svipaðar slóðir og heilmikið að skoða of upplifa. Þar er einnig ódýrara að ferðast og þess vegna ákváðum við að fara í heimsreisu þangað fyrst árið 2017. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) „Við höfum einnig farið til Indlands sem var frábær upplifun, en við mælum með Indlandi ef þú villt upplifa gjörólíkan menningarheim og kúltúr.“ View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Hvað er framundan eftir ferðalagið? Eftir ferðalagið höldum við til Íslands að hitta fjölskyldu og vini áður en við höldum aftur heim til Manchester. Þá mun ég hefja atvinnuleit hjá lögreglunni eða öðrum stofnunum sem koma að fyrirbyggingu glæpa. Þá mun Max byrja aftur í vinnunni og við förum bara aftur í sama gamla farið. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Þá held ég að það verði gott að komast aftur í rútínuna og að lifa ekki upp úr ferðatösku. En það getur verið krefjandi að eiga ekki 'samastað' og þurfa að bóka hótel eða gistihús dag eftir dag. En við getum svo sannarlega ekki kvartað og erum svo full af þakklæti að geta upplifað svona ferðalag. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Ef ég þekki okkur rétt mun ekki líða að löngu þar til við förum að plana næstu reisu en þá langar okkur gríðarlega að heimsækja Kanada eða Ástralíu og Nýja Sjáland. Að lokum vil ég segja fólki frá mottóinu okkar sem við höfum tileinkað okkur: „Fara Bara!“. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Það mun alltaf vera eitthvað sem er „mikilvægara“ en að fara í heimsreisu en málið er að mikla þetta ekki fyrir sér og allar þær minningar og upplifanir sem þú munt eiga eru algjörlega þess virði. Stökkið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stökkið: „Mér leið stundum eins og ég hefði tekið skref aftur á bak við að flytja út“ Sigurlaug Sara tók Stökkið til Stokkhólms í miðjum heimsfaraldri árið 2020 með kærastanum sínum Ásgeiri Pétri þar sem hann stundar sérnám í svæfingalækningum á Karolinska og hún stundar mastersnám í stafrænni stjórnun. 18. apríl 2022 07:01 Stökkið: „Ég hef alltaf verið rosalega mikill Ameríkani og mér datt ekki í hug að prufa að búa á Íslandi“ Tónlistarkonan Ragnhildur Veigarsdóttir tók öfugt stökk og flutti til Íslands átján ára gömul eftir að hafa búið í Los Angeles nánast allt sitt líf. Í dag er hún í hljómsveitinni FLOTT sem vann á dögunum tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. 11. apríl 2022 07:00 Stökkið: „Ég bókstaflega pakkaði í eina ferðatösku og keypti flugmiða aðra leið“ Vigdís Erla býr í Berlín í Þýskalandi þangað sem hún flutti árið 2013 eftir að hafa fundið kvikmynda og ljósmyndaskóla á netinu, sótt um og komist inn. Hún pakkaði í eina tösku, keypti miða og flaug út á vit ævintýranna. 4. apríl 2022 07:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Hvaðan kom hugmyndin?Við plönuðum upprunalega að fara í þetta ferðalag árið 2020 en eins og plön flestra á þeim tíma fóru þá þurftum við að hætta við ferðalagið vegna Covid. Ef litið er á björtu hliðarnar þá gátum við safnað enn meiri fjárhæð og framlengt ferðina. Planið er að vera hér í sex mánuði en við sjáum svo til hvort að við getum framlengt ferðina en það mun velta á því hvort við eigum enn fjármagn eftir til þess að geta framlengt. View this post on Instagram A post shared by Max Hopkins (@max__hopkins) Hvar eruð þið búsett vanalega og hvað eruð þið að fást við í lífinu?Ég og unnusti minn Max erum búsett í Manchester á Englandi. Hann vinnur hjá fyrirtæki sem veitir fasteigna og lánaráðgjöf en ég sjálf ákvað að hætta i vinnunni fyrir ferðalagið. Ég vann áður hjá fyrirtæki sem heitir Smoothwall og sérhæfir sig í að varðveita öryggi barna og unglinga á netinu í skólum á Englandi, Ástralíu og Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Þá er sérstakt forrit sem er niðurhalið inn í tölvur og ipada barna á vegum skólans og ég fylgist með hvort að um til dæmis einelti ,vanlíðan eða önnur vandamál er að ræða. Ég sé þá um að hafa samband við velferðaráðneyti skólans sem að tekur við málinu og ákveðir ferli fer í gang. Þetta er frekar nýstárlegt í skólum hérna í Bretlandi en er að skila gríðarlegum árangri til að stuðla að velferð barna og unglinga. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Planið mitt er svo að fá vinnu eftir ferðina sem að tengist meira menntuninni minni en ég er með mastersgráðu í afbrotafræði og væri spennandi að vinna hjá t.d. lögreglunni við að greina gögn og safna sönnunargögnum til að leysa glæpamál. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Hvernig skipulögðuð þið ferðina?Fyrsta skrefið var að ákveða tímann sem átti að fara í ferðina. Við ákváðum að sex mánuðir væri nóg til að heimsækja öll helstu löndin hérna í Suður-Ameríku. Næsta skref var síðan að byrja að safna, en við tókum frá pening í hverjum mánuði og settum inn á sameiginlegan reikning. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Síðan er næst að útbúa ferðaplan fyrir helstu staðina sem við viljum sjá og hvernig við komumst þangað. Við höfum aðallega verið að nýta rútuþjónustu til að komast á milli staða hérna úti. Vandamálið með Covid-19 er að mikið af landamærum hérna úti eru enn lokuð þannig að við höfum þurft að taka fleiri flug sem venjulega væri hægt að sleppa við sem setur strik í reikninginn, við svo sem vissum að því áður en við lögðum af stað. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Ef ég gæti gefið eitt ráð til þeirra sem eru að hugleiða það að fara í svona heimsreisu á Covid tímum er það bara að skella sér. Það reddast allt a endanum. Já það þarf að fara í Covid próf og vera með vottorð um sprautur en þegar öllu er a botninn hvolft þá er það þess virði miðað við það sem maður fær að upplifa á móti. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Tók langan tíma að safna fyrir slíkri ferð?Það tók okkur um það bil eitt og hálft ár að safna fyrir þessari ferð. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Hvaða staði eruð þið að heimsækja?Við ákváðum að heimsækja sjö lönd í þessari ferð. Við erum nú þegar búin að vera hér í þrjá mánuði og erum búin að heimsækja Argentínu, Chile, Bólivíu og erum núna stödd í Perú. Við eigum svo eftir að heimsækja Ecuador, Colombiu og Brasilíu. Okkur langar einnig að heimsækja Uruguay en við sjáum til með það. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Þau lönd sem við erum þegar búin að heimsækja eru öll einstök á sinn hatt. Okkur líður vel hérna og upplifum okkur örugg. Það er bara þumalputtaregla að vera skynsamur og fara ekki út seint á kvöldin eða fara í hverfi sem eru hættuleg. Við höldum okkur við túristastaðina og okkur hefur gengið mjög vel fram að þessu. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Ef einhver er í vafa um að fara til einhverra þessara landa þá getum við sannarlega mælt með þeim. Íbúarnir hérna eru mjög hjálpsamir og þeir eru þakklátir að túrisminn sé byrjaður aftur eftir Covid og vilja stuðla að jákvæðri upplifun túrista. Það er allaveganna okkar upplifun af því að vera hérna. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Hvað hefur staðið upp úr fram að þessu?Það er eiginlega þrennt sem hefur staðið upp úr hjá okkur en við Max eigum það sameiginlegt að finnast útivera skemmtileg. Fyrsta landið sem við fórum til var Argentína og við fórum til Ushuaia sem er þekkt sem syðsta borg í heimi. Þar er líka Patagonia staðsett sem er algjör paradís fyrir útiverufólk. Við fórum í margar fjallgöngur, sáum jökla og einnig mörgæsir sem að setjast þarna að á sumrin til þess að makast. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Ótrúlegast var þó að klifa upp a Fitz Roy Mountain sem er einnig staðsett norðar í Patagoniu (El Chalten). Það var virkilega krefjandi ganga en algjörlega þess virði þegar upp var komið. Þar blasti við okkur þessi gríðarlegi fjallarður og jökuls lón sem heitir Laguna de Los Tres sem var alveg tær blátt og alveg einstök upplifun. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Það sem einnig hefur staðið upp úr hjá okkur er Uyuni salt flotin/eyðimörkin en það er einn af stórbrotnustu stöðum jarðarinnar og er staðsett í suðvestur Bólivíu. Salt eyðimörkin er yfir 10.000 ferkílómetrar að stærð og þann árstíma sem við vorum á svæðinu er regnvatn yfir saltinu. Þá myndast speglun í vatninu sem er alveg ólýsanleg fegurð. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Við fórum í þriggja daga jeppaferð þarna um svæðið en það hefur einnig að bera jarðhita svo við fórum í heita laug undir berum stjörnuhimni sem var önnur ógleymanleg upplifun. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Þessa stundina erum við stödd í Perú þar sem við fórum í fjögurra daga göngu upp að Machu Picchu eða „Týnda borgin“. Við gengum fornleiðina eða „Inca Trail“ sem var alveg einstök upplifun. Við fengum að kynnast því hvernig það var að ganga þessa leið sem er bæði brött og erfið. Þá rigndi allmikið þar sem við gengum i gengum regnskóginn alveg upp að „Dead Woman's Pass“ sem er í 4,215 metra hæð. Við fengum svo tvo daga af sól og gátum notið göngunnar. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Það er einnig skemmtilegt að segja frá því að þegar við komum að tjaldsvæðinu á degi tvö blasti við okkur hjörð af lamadýrum sem að umkringdu tjaldið okkar. „Okkur þótti ekki amalegt að sofa með lamadýrunum sem að kipptu sér ekki upp við túristana.“ Í gegnum gönguna sáum við svo margar Inca fornleifar af þorpum sem þau höfðu byggt og var virkilega áhugavert að læra um lifnaðarhætti þeirra og hvernig í veröldinni þau gátu byggt þessi stórhýsi í þessari fjallahæð á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Það allra besta í göngunni var þó þegar við loksins nálguðumst Machu Picchu eftir fjóra erfiða daga. Þá fagnaði ég einnig þrjátíu ára afmælinu mínu upp á toppnum og ég get eiginlega ekki lýst því hversu góð tilfinning það var. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Þessi ferð var alveg einstök frá byrjun til enda og get ég sannarlega mælt með því að ganga „Inca Trail“ upp að Machu Picchu. Það mun gefa þér miklu betri skilning á sögunni og afhverju Inca samfélagið ákvað að byggja þessa stórfenglegu borg upp í þessari hæð. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Hafið þið gert eitthvað þessu líkt áður? Já við höfum farið í heimsreisu til Suð-Austur-Asíu þar sem við heimsóttum Thailand, Laos, Kambódíu og Víetnam. Við getum sannarlega mælt með þessum áfangastöðum fyrir byrjendur þar sem þessi lönd eru mjög örugg og túristavæn. Þeir staðir eru einnig mjög hentugir fyrir þá sem vilja prófa að ferðast einir eða fara í heimsreisu ein. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Þar er mikið um aðra ferðamenn sem eru að fara svipaðar slóðir og heilmikið að skoða of upplifa. Þar er einnig ódýrara að ferðast og þess vegna ákváðum við að fara í heimsreisu þangað fyrst árið 2017. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) „Við höfum einnig farið til Indlands sem var frábær upplifun, en við mælum með Indlandi ef þú villt upplifa gjörólíkan menningarheim og kúltúr.“ View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Hvað er framundan eftir ferðalagið? Eftir ferðalagið höldum við til Íslands að hitta fjölskyldu og vini áður en við höldum aftur heim til Manchester. Þá mun ég hefja atvinnuleit hjá lögreglunni eða öðrum stofnunum sem koma að fyrirbyggingu glæpa. Þá mun Max byrja aftur í vinnunni og við förum bara aftur í sama gamla farið. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Þá held ég að það verði gott að komast aftur í rútínuna og að lifa ekki upp úr ferðatösku. En það getur verið krefjandi að eiga ekki 'samastað' og þurfa að bóka hótel eða gistihús dag eftir dag. En við getum svo sannarlega ekki kvartað og erum svo full af þakklæti að geta upplifað svona ferðalag. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Ef ég þekki okkur rétt mun ekki líða að löngu þar til við förum að plana næstu reisu en þá langar okkur gríðarlega að heimsækja Kanada eða Ástralíu og Nýja Sjáland. Að lokum vil ég segja fólki frá mottóinu okkar sem við höfum tileinkað okkur: „Fara Bara!“. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Lund (@gudrunlund) Það mun alltaf vera eitthvað sem er „mikilvægara“ en að fara í heimsreisu en málið er að mikla þetta ekki fyrir sér og allar þær minningar og upplifanir sem þú munt eiga eru algjörlega þess virði.
Stökkið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stökkið: „Mér leið stundum eins og ég hefði tekið skref aftur á bak við að flytja út“ Sigurlaug Sara tók Stökkið til Stokkhólms í miðjum heimsfaraldri árið 2020 með kærastanum sínum Ásgeiri Pétri þar sem hann stundar sérnám í svæfingalækningum á Karolinska og hún stundar mastersnám í stafrænni stjórnun. 18. apríl 2022 07:01 Stökkið: „Ég hef alltaf verið rosalega mikill Ameríkani og mér datt ekki í hug að prufa að búa á Íslandi“ Tónlistarkonan Ragnhildur Veigarsdóttir tók öfugt stökk og flutti til Íslands átján ára gömul eftir að hafa búið í Los Angeles nánast allt sitt líf. Í dag er hún í hljómsveitinni FLOTT sem vann á dögunum tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. 11. apríl 2022 07:00 Stökkið: „Ég bókstaflega pakkaði í eina ferðatösku og keypti flugmiða aðra leið“ Vigdís Erla býr í Berlín í Þýskalandi þangað sem hún flutti árið 2013 eftir að hafa fundið kvikmynda og ljósmyndaskóla á netinu, sótt um og komist inn. Hún pakkaði í eina tösku, keypti miða og flaug út á vit ævintýranna. 4. apríl 2022 07:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Stökkið: „Mér leið stundum eins og ég hefði tekið skref aftur á bak við að flytja út“ Sigurlaug Sara tók Stökkið til Stokkhólms í miðjum heimsfaraldri árið 2020 með kærastanum sínum Ásgeiri Pétri þar sem hann stundar sérnám í svæfingalækningum á Karolinska og hún stundar mastersnám í stafrænni stjórnun. 18. apríl 2022 07:01
Stökkið: „Ég hef alltaf verið rosalega mikill Ameríkani og mér datt ekki í hug að prufa að búa á Íslandi“ Tónlistarkonan Ragnhildur Veigarsdóttir tók öfugt stökk og flutti til Íslands átján ára gömul eftir að hafa búið í Los Angeles nánast allt sitt líf. Í dag er hún í hljómsveitinni FLOTT sem vann á dögunum tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. 11. apríl 2022 07:00
Stökkið: „Ég bókstaflega pakkaði í eina ferðatösku og keypti flugmiða aðra leið“ Vigdís Erla býr í Berlín í Þýskalandi þangað sem hún flutti árið 2013 eftir að hafa fundið kvikmynda og ljósmyndaskóla á netinu, sótt um og komist inn. Hún pakkaði í eina tösku, keypti miða og flaug út á vit ævintýranna. 4. apríl 2022 07:00