Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka, ólgan innan Eflingar, nýtt bólusetningarátak og möguleg aðild Finna að Atlantshafsbandalaginu eru meðal umfjöllunarefna hádegisfrétta Bylgjunnar í dag.

Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, segir núverandi fjármálaráðherra, Bjarna Bendediktsson, hafa brotið lög þegar hlutur ríksins í Íslandsbanka var boðinn út á dögunum.

Stjórn Eflingar mun koma saman á næstunni til að ræða kröfu nærri 500 félagsmanna um félagsfund en tölvupóstur frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni félagsins, hefur vakið miklar reiði. Varaformaðurinn sakar formanninn um að eyðileggja starf verkalýðshreyfingarinnar.

Finnska þingið hefur í dag umræður um mögulega aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu en stuðningur við umsókn hefur aukist úr 20 til 30 prósentum í yfir 60 prósent í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðild Finna að Nató geta haft veruleg áhrif á stöðu öryggismála í Evrópu.

Og sóttvarnalæknir hefur nú mælt fyrir um bólusetningu einstaklinga 80 ára og eldri. Öllum sem þegið hafa þrjár bólusetningar stendur sú fjórða til boða, þótt ekki sé hvatt til þess almennt séð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×