Fólk hvatt til að vera skemmtilegra í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. apríl 2022 07:01 Hvernig húmoristi ert þú og hver er fyndnasti vinnufélaginn? Við eigum reyndar öll til okkar skemmtilegu hliðar og nú er fólk hvatt til að efla þær og draga þær sem oftast fram í vinnunni. Því rannsóknir sýna að hlátur eykur árangur og frammistöðu vinnustaða og teyma. Vísir/Getty Rannsóknir sýna að hlátur á vinnustöðum er mjög mikilvægur til þess að hópar nái sem bestum árangri. Sem er frábært. Því auðvitað er ekkert nema jákvætt við það að hvetja starfsfólk og hópa til að hlæja og hafa gaman í vinnunni. Á þeim forsendum að það sé gott fyrir árangurinn! Á flestum vinnustöðum, vonandi öllum, er það þó partur af vinnudeginum að hlæja svolítið með vinnufélögunum og hafa gaman. En hvernig getum við hvatt fólk til þess að nýta hláturinn meira og markvisst í vinnunni? Í grein Harvard Business Review eru vinnustaðir og þá ekki síst stjórnendur hvattir til að stuðla að meiri hlátri í vinnunni því það skili sér í betri frammistöðu og meiri árangri. Já, vinnustöðum er beinlínis ráðlagt að taka hláturinn „alvarlega.“ Við skulum rýna í málin. Stjórnendur með húmor Það fyrsta sem við þurfum að horfa á eru stjórnendurnir sjálfir. Því eftir höfðinu dansa limirnir. Þannig hafa rannsóknir sýnt að stjórnendur sem teljast skemmtilegir eru 27% áhrifameiri þegar kemur að því að efla fólk til dáða og njóta virðingar starfsfólks. Þá sýna rannsóknir að starfsfólk sem telur yfirmann sinn skemmtilegan mælist 15% tryggari vinnustaðnum í samanburði við starfsfólk sem upplifir yfirmann sinn ekki skemmtilegan. Rannsóknir sýna líka að teymi sem eru með skemmtilegan stjórnanda eru tvöfalt líklegri en önnur teymi til að ná árangri og leysa úr erfiðum málum eða áskorunum. Hvers vegna virkar hlátur? Það má samt velta því fyrir sér hvers vegna og hvernig nákvæmlega hláturinn er að ná þessum aukna árangri. Er það bara vegna þess að okkur finnst þá svo gaman í vinnunni eða? Nei, fleira telst reyndar til. Því í umræddri grein Harvard Business Review segir líka að hláturinn skili sér í svo mörgum jákvæðum afleiðum í vinnunni. Hann getur til dæmis verið ísbrjótur ef það er kynning, erfitt samtal eða fundur. Ef fólk hlær í upphafi verða allir afslappaðri og samskipti, hlustun eða þátttaka verður betri í kjölfarið. Þá hafa rannsóknir sýnt að þegar að fólk er að kynnast, getur það skipt sköpum að byrja á léttu nótunum með hlátri því það tryggi að öll samskipti og tengsl verða meiri og betri fyrir vikið. Hlátur er líka smitandi fyrirbæri. Sem hefur þau líkamlegu áhrif á okkur að við losum okkur við streitu og spennu. Hlátur framleiðir endorfín sem mynda sælutilfinningu svipað og eftir hugleiðslu, æfingu eða kynlíf svo eitthvað sé nefnt. Hvernig húmoristi ert þú? En hvernig getum við hvatt fólk til að vera skemmtilegra í vinnunni og hlæja meira? Fólki er jú mis eðlislægt að vera á léttu nótunum. Eða hvað? Hið rétta er þó að við eigum öll til okkar skemmtilegu eða fyndnu hliðar. Birtingarmynd þeirra er hins vegar mismunandi og ef ætlunin er að vinna markvisst af því að draga fram léttleikann á vinnustað er gott ef allir byrja á því að meta hvar þeirra eigin styrkleikar liggja í þessu. Hér getum við því metið okkur sem húmorista miðað við eftirfarandi lýsingar á vinnufélögum: Frakki húmoristinn – oftast sá fyndnasti Þetta er fyndni starfsmaðurinn sem er frakkur, hnyttinn í tilsvörum og snöggur að svara, óhræddur við að fleygja fram einhverjum setningum sem eru líklegar til að kalla fram hlátur. Mjúki húmoristinn – oft mjög brosmildur Þetta er starfsmaðurinn sem er ekkert endilega að fleygja fram einhverjum bröndurum en er með jákvæða og góða nærveru, brosir mikið og er mjög einlægur karakter. Oft fer lítið fyrir þessum húmorista sem þó á sér mjög fyndnar hliðar þótt hann/hún fari sparlega með. Leyniskyttan – svarti húmorinn Þetta er starfsmaðurinn sem er með svartan húmor. Sem ekki allir skilja á meðan aðrir fíla húmorinn í botn. Oft er húmor þessa aðila svolítið kaldhæðinn en birtingarmyndin er oftar en ekki setningar sem viðkomandi fleygir fram á óvæntum stundum. Sjarmerandi húmoristinn - sá/sú sem geislar af gleði Þetta er starfsmaðurinn sem er með svo jákvæða og mikla útgeislun að fólk eins og laðast að viðkomandi ósjálfrátt. Sjarmerandi húmoristinn er ekkert endilega að reyna að vera fyndinn og skemmtilegur en útgeislunin er bara svo mikil að fólk upplifir viðkomandi þannig að hann/hún hreinlega geisli alla daga af gleði. Mögulega er auðveldara að fá vinnufélaga til að renna yfir þennan lista og meta með okkur í hvaða flokki maður er. Að minnsta kosti gæti sú leið virkað fyrir marga sem eru ekki viss hvaða lýsing á best við mann sjálfan. Í umræddri grein er fólk líka hvatt til að setja sér markmið um að vera skemmtilegasta útgáfan sem því langar til að vera. Til dæmis gæti einhver sem telur sig vera í Mjúka húmorista flokknum, sett sér markmið um að verða að Sjarmerandi húmoristanum ef það er sú lýsing sem viðkomandi langar meira að vera í. Því öll stjórnum við okkur sjálf og hverjum langar ekki að vera svolítið skemmtilegur? Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Starfsframi Stjórnun Góðu ráðin Heilsa Tengdar fréttir Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Svona gengur okkur best í vinnunni Við viljum öll standa okkur vel en það er óþarfi að bíða eftir árlegu frammistöðumati í vinnunni til að setja okkur markmið eða átta okkur betur á því hvernig við stöndum okkur. 1. apríl 2022 07:01 Hvort kemur á undan: Hamingja eða velgengni? Já það er alltaf þessi blessaða spurning um hvort það er hænan eða eggið sem kemur á undan? Og í þessu tilfelli: Hvort er það hamingjan eða velgengnin? 31. mars 2022 07:00 „Gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk“ Þau er vægast sagt frábær ráðin sem tveir forkólfar í atvinnulífinu gefa sér yngri stjórnendum í Atvinnulífinu í dag. En það eru þau Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. 17. mars 2022 07:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Sem er frábært. Því auðvitað er ekkert nema jákvætt við það að hvetja starfsfólk og hópa til að hlæja og hafa gaman í vinnunni. Á þeim forsendum að það sé gott fyrir árangurinn! Á flestum vinnustöðum, vonandi öllum, er það þó partur af vinnudeginum að hlæja svolítið með vinnufélögunum og hafa gaman. En hvernig getum við hvatt fólk til þess að nýta hláturinn meira og markvisst í vinnunni? Í grein Harvard Business Review eru vinnustaðir og þá ekki síst stjórnendur hvattir til að stuðla að meiri hlátri í vinnunni því það skili sér í betri frammistöðu og meiri árangri. Já, vinnustöðum er beinlínis ráðlagt að taka hláturinn „alvarlega.“ Við skulum rýna í málin. Stjórnendur með húmor Það fyrsta sem við þurfum að horfa á eru stjórnendurnir sjálfir. Því eftir höfðinu dansa limirnir. Þannig hafa rannsóknir sýnt að stjórnendur sem teljast skemmtilegir eru 27% áhrifameiri þegar kemur að því að efla fólk til dáða og njóta virðingar starfsfólks. Þá sýna rannsóknir að starfsfólk sem telur yfirmann sinn skemmtilegan mælist 15% tryggari vinnustaðnum í samanburði við starfsfólk sem upplifir yfirmann sinn ekki skemmtilegan. Rannsóknir sýna líka að teymi sem eru með skemmtilegan stjórnanda eru tvöfalt líklegri en önnur teymi til að ná árangri og leysa úr erfiðum málum eða áskorunum. Hvers vegna virkar hlátur? Það má samt velta því fyrir sér hvers vegna og hvernig nákvæmlega hláturinn er að ná þessum aukna árangri. Er það bara vegna þess að okkur finnst þá svo gaman í vinnunni eða? Nei, fleira telst reyndar til. Því í umræddri grein Harvard Business Review segir líka að hláturinn skili sér í svo mörgum jákvæðum afleiðum í vinnunni. Hann getur til dæmis verið ísbrjótur ef það er kynning, erfitt samtal eða fundur. Ef fólk hlær í upphafi verða allir afslappaðri og samskipti, hlustun eða þátttaka verður betri í kjölfarið. Þá hafa rannsóknir sýnt að þegar að fólk er að kynnast, getur það skipt sköpum að byrja á léttu nótunum með hlátri því það tryggi að öll samskipti og tengsl verða meiri og betri fyrir vikið. Hlátur er líka smitandi fyrirbæri. Sem hefur þau líkamlegu áhrif á okkur að við losum okkur við streitu og spennu. Hlátur framleiðir endorfín sem mynda sælutilfinningu svipað og eftir hugleiðslu, æfingu eða kynlíf svo eitthvað sé nefnt. Hvernig húmoristi ert þú? En hvernig getum við hvatt fólk til að vera skemmtilegra í vinnunni og hlæja meira? Fólki er jú mis eðlislægt að vera á léttu nótunum. Eða hvað? Hið rétta er þó að við eigum öll til okkar skemmtilegu eða fyndnu hliðar. Birtingarmynd þeirra er hins vegar mismunandi og ef ætlunin er að vinna markvisst af því að draga fram léttleikann á vinnustað er gott ef allir byrja á því að meta hvar þeirra eigin styrkleikar liggja í þessu. Hér getum við því metið okkur sem húmorista miðað við eftirfarandi lýsingar á vinnufélögum: Frakki húmoristinn – oftast sá fyndnasti Þetta er fyndni starfsmaðurinn sem er frakkur, hnyttinn í tilsvörum og snöggur að svara, óhræddur við að fleygja fram einhverjum setningum sem eru líklegar til að kalla fram hlátur. Mjúki húmoristinn – oft mjög brosmildur Þetta er starfsmaðurinn sem er ekkert endilega að fleygja fram einhverjum bröndurum en er með jákvæða og góða nærveru, brosir mikið og er mjög einlægur karakter. Oft fer lítið fyrir þessum húmorista sem þó á sér mjög fyndnar hliðar þótt hann/hún fari sparlega með. Leyniskyttan – svarti húmorinn Þetta er starfsmaðurinn sem er með svartan húmor. Sem ekki allir skilja á meðan aðrir fíla húmorinn í botn. Oft er húmor þessa aðila svolítið kaldhæðinn en birtingarmyndin er oftar en ekki setningar sem viðkomandi fleygir fram á óvæntum stundum. Sjarmerandi húmoristinn - sá/sú sem geislar af gleði Þetta er starfsmaðurinn sem er með svo jákvæða og mikla útgeislun að fólk eins og laðast að viðkomandi ósjálfrátt. Sjarmerandi húmoristinn er ekkert endilega að reyna að vera fyndinn og skemmtilegur en útgeislunin er bara svo mikil að fólk upplifir viðkomandi þannig að hann/hún hreinlega geisli alla daga af gleði. Mögulega er auðveldara að fá vinnufélaga til að renna yfir þennan lista og meta með okkur í hvaða flokki maður er. Að minnsta kosti gæti sú leið virkað fyrir marga sem eru ekki viss hvaða lýsing á best við mann sjálfan. Í umræddri grein er fólk líka hvatt til að setja sér markmið um að vera skemmtilegasta útgáfan sem því langar til að vera. Til dæmis gæti einhver sem telur sig vera í Mjúka húmorista flokknum, sett sér markmið um að verða að Sjarmerandi húmoristanum ef það er sú lýsing sem viðkomandi langar meira að vera í. Því öll stjórnum við okkur sjálf og hverjum langar ekki að vera svolítið skemmtilegur?
Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Starfsframi Stjórnun Góðu ráðin Heilsa Tengdar fréttir Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Svona gengur okkur best í vinnunni Við viljum öll standa okkur vel en það er óþarfi að bíða eftir árlegu frammistöðumati í vinnunni til að setja okkur markmið eða átta okkur betur á því hvernig við stöndum okkur. 1. apríl 2022 07:01 Hvort kemur á undan: Hamingja eða velgengni? Já það er alltaf þessi blessaða spurning um hvort það er hænan eða eggið sem kemur á undan? Og í þessu tilfelli: Hvort er það hamingjan eða velgengnin? 31. mars 2022 07:00 „Gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk“ Þau er vægast sagt frábær ráðin sem tveir forkólfar í atvinnulífinu gefa sér yngri stjórnendum í Atvinnulífinu í dag. En það eru þau Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. 17. mars 2022 07:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32
Svona gengur okkur best í vinnunni Við viljum öll standa okkur vel en það er óþarfi að bíða eftir árlegu frammistöðumati í vinnunni til að setja okkur markmið eða átta okkur betur á því hvernig við stöndum okkur. 1. apríl 2022 07:01
Hvort kemur á undan: Hamingja eða velgengni? Já það er alltaf þessi blessaða spurning um hvort það er hænan eða eggið sem kemur á undan? Og í þessu tilfelli: Hvort er það hamingjan eða velgengnin? 31. mars 2022 07:00
„Gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk“ Þau er vægast sagt frábær ráðin sem tveir forkólfar í atvinnulífinu gefa sér yngri stjórnendum í Atvinnulífinu í dag. En það eru þau Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. 17. mars 2022 07:00