Sjálfstæðisflokkurinn vill hjólreiðaáætlun og áherslu á barnvæna borg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2022 14:26 Hildur Björnsdóttir leiðir lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík leggur mikla áherslu á að borgin verði barnvæn og fjölskyldur verði settar í forgang. Þá ætlar flokkurinn að ráðast í kröftuga húsnæðisuppbyggingu með skipulagi nýrra hverfa samhliða þéttingu byggðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum, sem kynnir sín helstu stefnumál fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í dag. Þar segir að lögð verði sérstök áhersla á jöfn tækifæri fyrir öll börn til að stunda íþróttir og tómstundir. „Við ætlum að tryggja öllum börnum leikskólapláss frá 12 mánaða aldri. Þá leggur flokkurinn áherslu á svokallaðan foreldrastyrk fyrir foreldra sem kjósa að dvelja heima með börnin sín eftir fæðingarorlof, til tveggja ára aldurs,“ er haft eftir Hildi Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðismanna í Reykjavík í tilkynningunni. „Við ætlum að hækka frístundakortið í 70 þúsund krónur árlega og tryggja aðgang að kortinu fyrir börn frá 5 ára aldri. Þá viljum við að uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni sé forgangsraðað í þágu barna og ungmenna.“ Vill húsnæðisuppbyggingu og lausn á samgönguvandanum Þá segist flokkurinn vilja að borgin verði eftirsóknarverður fyrir fólk á öllum aldri, meðal annars með því að setja á fót nýsköpunarþorp í Örfirisey með áherslu á hugvitsdrifna starfsemi. Þá vilji flokkurinn búa betur að eldri Reykvíkingum með uppbyggingu lífsgæðakjarna og auknum afsláttum af fasteignagjöldum. Þá eigi að ráðast í kröftuga húsnæðisuppbyggingu með skipulagi nýrra hverfa samhliða þéttingu byggðar innan hverfa sem hafi til þess svigrúm. „Samhliða ætlar flokkurinn að fjölga 15 mínútna hverfum og efla nærþjónustu hverfanna. Við leggjum áherslu á öflugri verslunarkjarna innan borgarhverfa og hyggjumst setja á laggirnar stofnstyrki til þeirra sem vilja hefja starfsemi í auðum rýmum.“ Hildur segir þá í tilkynningunni að lögð verði áhersla á lausn samgönguvandans með fjölþættum lausnum. Byrja eigi að byggja upp Sundabraut á kjörtímabilinu, innleiða hjólreiðaáætlun af krafti, fjölga heitum stígum í borginni og byggja upp öflugar almenningssamgöngur. Eftirfarandi eru lykiláherslur flokksins í komandi kosningum: Barnvæn borg: Sjálfstæðisflokkurinn vill að Reykjavíkurborg verði eftirsóknarverður búsetukostur fyrir fjölskyldufólk. Við ætlum að tryggja. Leikskólapláss fyrir öll börn frá 12 mánaða aldri. Foreldrastyrk fyrir foreldra sem vilja dvelja heima með börnin sín eftir fæðingarorlof, til tveggja ára aldurs. 200 þúsund krónur á mánuði. Frístundakort sem gildir frá 5 ára og verði hækkað í 70 þúsund krónur. Uppbygging íþróttamannvirkja verði í þágu barna og ungmenna. Aukið valfrelsi í skólamálum með auknum stuðningi við sjálfstætt starfandi skóla, þannig að ekki þurfi að innheimta skólagjöld. Kröftug húsnæðisuppbygging í lifandi hverfum: Sjálfstæðisflokkurinn vill hefja kröftuga húsnæðisuppbyggingu um alla borg í lifandi borgarhverfum. Við ætlum að tryggja: Skipulag nýrra hverfa að Keldum og í Örfirisey. Þéttingu byggðar innan hverfa sem hafa til þess svigrúm, svo Úlfarsárdal, Staðarhverfi og Kjalarnesi. Fleiri 15 mínútna hverfi, þar sem verslun og þjónusta finnast í korters göngufæri. Öflugri verslunarkjarna innan borgarhverfa með stofnstyrkjum til þeirra sem vilja hefja starfsemi í auðum rýmum. Einfaldara kerfi, rafræna stjórnsýslu og 30 daga afgreiðslufresti. Frjálsir valkostir í samgöngum: Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja frelsi og val um fjölbreyttar samgöngur. Einn fararmáti á ekki að útiloka annan - framtíðin á að fela í sér valfrelsi og sveigjanleika. Við ætlum að tryggja að: Uppbygging Sundabrautar verði hafin á kjörtímabilinu. Öflugar og nútímalegar almenningssamgöngur. Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar verði framfylgt af metnaði. Upphituðum stígum verði fjölgað í borginni. Snjallar ljósastýringar um alla borg. Orkuskiptum verði hraðað með bættum aðgangi að hleðslustöðvum í borgarlandinu, í samstarfi við aðila á markaði. Umhverfis- og loftslagsmál: Sjálfstæðisflokkurinn leggur ríka áherslu á grænt og heilnæmt borgarumhverfi. Við ætlum að tryggja að: Kolefnisbindingu með lausnum á borð við Carbfix, skógrækt og endurheimt votlendis. Staðið verði vörð um græn svæði og þau byggð upp til útivistar. Sorphirða verði öflugriog endurvinnsla samræmd. Betur verði staðið að snjóruðningi að vetri og götusópun að vori. Atvinnulíf, menning og nýsköpun: Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja jákvæða hvata fyrir framfarir, lifandi menningarlíf og verðmætasköpun í Reykjavík. Við ætlum að tryggja: Aukið framboð atvinnulóða í Reykjavík. Lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Nýsköpunarþorp í Örfirisey fyrir hugvitsdrifna starfsemi. Aukinn stuðning við menningarlíf í borginni. Eldri Reykvíkingar: Sjálfstæðisflokkurinn vill byggja upp aldursvæna höfuðborg. Við ætlum að tryggja: Uppbyggingu lífsgæðakjarna fyrir eldri Reykvíkinga. Lækkun fasteignaskatta af íbúðarhúsnæði þeirra sem eru 67 ára eða eldri. Tekjumörk vegna afslátta verði hækkuð sem nemur 1.800.000 kr. af árstekjum. Heilbrigður fjárhagur: Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að rekstur borgarkerfisins verði endurskipulagður. Stjórnkerfi borgarinnar hefur orðið að bákni - minnka þarf yfirbyggingu, stöðva skuldasöfnun og sýna ráðdeild þegar sýslað er með fjármuni borgarbúa. Við ætlum að tryggja: Hagræðingu í opinberum rekstri. Minni umsvif í samkeppnisrekstri. Þrýsting hvað varðar fækkun borgarfulltrúa úr 23 í 15. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum, sem kynnir sín helstu stefnumál fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í dag. Þar segir að lögð verði sérstök áhersla á jöfn tækifæri fyrir öll börn til að stunda íþróttir og tómstundir. „Við ætlum að tryggja öllum börnum leikskólapláss frá 12 mánaða aldri. Þá leggur flokkurinn áherslu á svokallaðan foreldrastyrk fyrir foreldra sem kjósa að dvelja heima með börnin sín eftir fæðingarorlof, til tveggja ára aldurs,“ er haft eftir Hildi Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðismanna í Reykjavík í tilkynningunni. „Við ætlum að hækka frístundakortið í 70 þúsund krónur árlega og tryggja aðgang að kortinu fyrir börn frá 5 ára aldri. Þá viljum við að uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni sé forgangsraðað í þágu barna og ungmenna.“ Vill húsnæðisuppbyggingu og lausn á samgönguvandanum Þá segist flokkurinn vilja að borgin verði eftirsóknarverður fyrir fólk á öllum aldri, meðal annars með því að setja á fót nýsköpunarþorp í Örfirisey með áherslu á hugvitsdrifna starfsemi. Þá vilji flokkurinn búa betur að eldri Reykvíkingum með uppbyggingu lífsgæðakjarna og auknum afsláttum af fasteignagjöldum. Þá eigi að ráðast í kröftuga húsnæðisuppbyggingu með skipulagi nýrra hverfa samhliða þéttingu byggðar innan hverfa sem hafi til þess svigrúm. „Samhliða ætlar flokkurinn að fjölga 15 mínútna hverfum og efla nærþjónustu hverfanna. Við leggjum áherslu á öflugri verslunarkjarna innan borgarhverfa og hyggjumst setja á laggirnar stofnstyrki til þeirra sem vilja hefja starfsemi í auðum rýmum.“ Hildur segir þá í tilkynningunni að lögð verði áhersla á lausn samgönguvandans með fjölþættum lausnum. Byrja eigi að byggja upp Sundabraut á kjörtímabilinu, innleiða hjólreiðaáætlun af krafti, fjölga heitum stígum í borginni og byggja upp öflugar almenningssamgöngur. Eftirfarandi eru lykiláherslur flokksins í komandi kosningum: Barnvæn borg: Sjálfstæðisflokkurinn vill að Reykjavíkurborg verði eftirsóknarverður búsetukostur fyrir fjölskyldufólk. Við ætlum að tryggja. Leikskólapláss fyrir öll börn frá 12 mánaða aldri. Foreldrastyrk fyrir foreldra sem vilja dvelja heima með börnin sín eftir fæðingarorlof, til tveggja ára aldurs. 200 þúsund krónur á mánuði. Frístundakort sem gildir frá 5 ára og verði hækkað í 70 þúsund krónur. Uppbygging íþróttamannvirkja verði í þágu barna og ungmenna. Aukið valfrelsi í skólamálum með auknum stuðningi við sjálfstætt starfandi skóla, þannig að ekki þurfi að innheimta skólagjöld. Kröftug húsnæðisuppbygging í lifandi hverfum: Sjálfstæðisflokkurinn vill hefja kröftuga húsnæðisuppbyggingu um alla borg í lifandi borgarhverfum. Við ætlum að tryggja: Skipulag nýrra hverfa að Keldum og í Örfirisey. Þéttingu byggðar innan hverfa sem hafa til þess svigrúm, svo Úlfarsárdal, Staðarhverfi og Kjalarnesi. Fleiri 15 mínútna hverfi, þar sem verslun og þjónusta finnast í korters göngufæri. Öflugri verslunarkjarna innan borgarhverfa með stofnstyrkjum til þeirra sem vilja hefja starfsemi í auðum rýmum. Einfaldara kerfi, rafræna stjórnsýslu og 30 daga afgreiðslufresti. Frjálsir valkostir í samgöngum: Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja frelsi og val um fjölbreyttar samgöngur. Einn fararmáti á ekki að útiloka annan - framtíðin á að fela í sér valfrelsi og sveigjanleika. Við ætlum að tryggja að: Uppbygging Sundabrautar verði hafin á kjörtímabilinu. Öflugar og nútímalegar almenningssamgöngur. Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar verði framfylgt af metnaði. Upphituðum stígum verði fjölgað í borginni. Snjallar ljósastýringar um alla borg. Orkuskiptum verði hraðað með bættum aðgangi að hleðslustöðvum í borgarlandinu, í samstarfi við aðila á markaði. Umhverfis- og loftslagsmál: Sjálfstæðisflokkurinn leggur ríka áherslu á grænt og heilnæmt borgarumhverfi. Við ætlum að tryggja að: Kolefnisbindingu með lausnum á borð við Carbfix, skógrækt og endurheimt votlendis. Staðið verði vörð um græn svæði og þau byggð upp til útivistar. Sorphirða verði öflugriog endurvinnsla samræmd. Betur verði staðið að snjóruðningi að vetri og götusópun að vori. Atvinnulíf, menning og nýsköpun: Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja jákvæða hvata fyrir framfarir, lifandi menningarlíf og verðmætasköpun í Reykjavík. Við ætlum að tryggja: Aukið framboð atvinnulóða í Reykjavík. Lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Nýsköpunarþorp í Örfirisey fyrir hugvitsdrifna starfsemi. Aukinn stuðning við menningarlíf í borginni. Eldri Reykvíkingar: Sjálfstæðisflokkurinn vill byggja upp aldursvæna höfuðborg. Við ætlum að tryggja: Uppbyggingu lífsgæðakjarna fyrir eldri Reykvíkinga. Lækkun fasteignaskatta af íbúðarhúsnæði þeirra sem eru 67 ára eða eldri. Tekjumörk vegna afslátta verði hækkuð sem nemur 1.800.000 kr. af árstekjum. Heilbrigður fjárhagur: Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að rekstur borgarkerfisins verði endurskipulagður. Stjórnkerfi borgarinnar hefur orðið að bákni - minnka þarf yfirbyggingu, stöðva skuldasöfnun og sýna ráðdeild þegar sýslað er með fjármuni borgarbúa. Við ætlum að tryggja: Hagræðingu í opinberum rekstri. Minni umsvif í samkeppnisrekstri. Þrýsting hvað varðar fækkun borgarfulltrúa úr 23 í 15.
Barnvæn borg: Sjálfstæðisflokkurinn vill að Reykjavíkurborg verði eftirsóknarverður búsetukostur fyrir fjölskyldufólk. Við ætlum að tryggja. Leikskólapláss fyrir öll börn frá 12 mánaða aldri. Foreldrastyrk fyrir foreldra sem vilja dvelja heima með börnin sín eftir fæðingarorlof, til tveggja ára aldurs. 200 þúsund krónur á mánuði. Frístundakort sem gildir frá 5 ára og verði hækkað í 70 þúsund krónur. Uppbygging íþróttamannvirkja verði í þágu barna og ungmenna. Aukið valfrelsi í skólamálum með auknum stuðningi við sjálfstætt starfandi skóla, þannig að ekki þurfi að innheimta skólagjöld. Kröftug húsnæðisuppbygging í lifandi hverfum: Sjálfstæðisflokkurinn vill hefja kröftuga húsnæðisuppbyggingu um alla borg í lifandi borgarhverfum. Við ætlum að tryggja: Skipulag nýrra hverfa að Keldum og í Örfirisey. Þéttingu byggðar innan hverfa sem hafa til þess svigrúm, svo Úlfarsárdal, Staðarhverfi og Kjalarnesi. Fleiri 15 mínútna hverfi, þar sem verslun og þjónusta finnast í korters göngufæri. Öflugri verslunarkjarna innan borgarhverfa með stofnstyrkjum til þeirra sem vilja hefja starfsemi í auðum rýmum. Einfaldara kerfi, rafræna stjórnsýslu og 30 daga afgreiðslufresti. Frjálsir valkostir í samgöngum: Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja frelsi og val um fjölbreyttar samgöngur. Einn fararmáti á ekki að útiloka annan - framtíðin á að fela í sér valfrelsi og sveigjanleika. Við ætlum að tryggja að: Uppbygging Sundabrautar verði hafin á kjörtímabilinu. Öflugar og nútímalegar almenningssamgöngur. Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar verði framfylgt af metnaði. Upphituðum stígum verði fjölgað í borginni. Snjallar ljósastýringar um alla borg. Orkuskiptum verði hraðað með bættum aðgangi að hleðslustöðvum í borgarlandinu, í samstarfi við aðila á markaði. Umhverfis- og loftslagsmál: Sjálfstæðisflokkurinn leggur ríka áherslu á grænt og heilnæmt borgarumhverfi. Við ætlum að tryggja að: Kolefnisbindingu með lausnum á borð við Carbfix, skógrækt og endurheimt votlendis. Staðið verði vörð um græn svæði og þau byggð upp til útivistar. Sorphirða verði öflugriog endurvinnsla samræmd. Betur verði staðið að snjóruðningi að vetri og götusópun að vori. Atvinnulíf, menning og nýsköpun: Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja jákvæða hvata fyrir framfarir, lifandi menningarlíf og verðmætasköpun í Reykjavík. Við ætlum að tryggja: Aukið framboð atvinnulóða í Reykjavík. Lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Nýsköpunarþorp í Örfirisey fyrir hugvitsdrifna starfsemi. Aukinn stuðning við menningarlíf í borginni. Eldri Reykvíkingar: Sjálfstæðisflokkurinn vill byggja upp aldursvæna höfuðborg. Við ætlum að tryggja: Uppbyggingu lífsgæðakjarna fyrir eldri Reykvíkinga. Lækkun fasteignaskatta af íbúðarhúsnæði þeirra sem eru 67 ára eða eldri. Tekjumörk vegna afslátta verði hækkuð sem nemur 1.800.000 kr. af árstekjum. Heilbrigður fjárhagur: Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að rekstur borgarkerfisins verði endurskipulagður. Stjórnkerfi borgarinnar hefur orðið að bákni - minnka þarf yfirbyggingu, stöðva skuldasöfnun og sýna ráðdeild þegar sýslað er með fjármuni borgarbúa. Við ætlum að tryggja: Hagræðingu í opinberum rekstri. Minni umsvif í samkeppnisrekstri. Þrýsting hvað varðar fækkun borgarfulltrúa úr 23 í 15.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira