Áhyggjufullur yfir slasaðri súlu á Vatnsleysuströnd Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. apríl 2022 00:09 Fuglinn hefur haldið til við bæi í kring undanfarinn sólarhring. Mynd/Aðsend Staðarhaldari á Vatnsleysuströnd segist ítrekað hafa reynt að ná í yfirvöld án árangurs vegna vængbrotinnar súlu sem hefur verið á svæðinu undanfarið. Lögregla hefur ekki viljað koma nálægt henni af ótta við fuglaflensu. Virgill Scheving Einarsson, staðarhaldari á Vatnsleysuströnd, segir súluna hafa haldið mest til við bæinn Skjaldarkot en hún virðist að hans sögn vængbrotin. Hann greinir frá því í samtali við fréttastofu að það hafi fyrst verið hringt í yfirvöld vegna súlunnar í gær en nú síðast í morgun, en það er einmitt það sem Matvælastofnun hefur mælt með að fólk geri verði það vart við veika fugla. „Þeir bera það fyrir sig í Keflavík að þeir séu hræddir að snerta hann, að hann sé með fuglaflensuna,“ segir Virgill um svör lögreglunnar í tengslum við málið. „Svo er búið að vera lokað í dag, engan hægt að ná, og fuglinn er bara hérna.“ Fuglaflensa hefur komið upp í nokkrum viltum fuglum, þar á meðal súlu á Reykjanesi, en Matvælastofnun hefur biðlað til fólks að láta veika fugla vera. Virgill segir að fuglinn virðist hraustur, fyrir utan vængbrotið, og því ætti að vera hægt að bjarga honum. „Ég hef ekki snert hann en hann er að koma hérna heim að bæjunum en hann er að reyna að komast út á sjó,“ segir hann. Hann bindur vonir við að einhver bjargi fuglinum, mögulega Húsdýragarðurinn. Fuglar Vogar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir „Þetta er inflúensuveira sem getur stökkbreyst mjög auðveldlega” Yfirdýralæknir segir alvarlegt ef smit af skæðu fuglaflensuafbrigði berst inn á alifuglabú. Veiran getur drepið fugla á tveimur dögum. Heimilishænsn eru fyrstu heimilisdýrin á Íslandi sem hafa greinst með veiruna. MAST hefur útbúið kort sem sýnir útbreiðslu smita og sýna sem hafa verið tekin. 20. apríl 2022 22:31 Fuglaflensa staðfest í hænunum á Skeiðum Fuglaflensan hefur nú greinst í heimilishænum en sýni voru tekin úr hænum á bænum Reykjum á Skeiðum í síðustu viku. Tilkynnt var um það síðastliðinn föstudag að fuglaflensa hefði greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í hrafni sem fannst dauður á Skeiðum. Þá var sterkur grunur um að hænurnar á Skeiðum væru smitaðar sem hefur nú verið staðfest. 19. apríl 2022 18:27 Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. 16. apríl 2022 21:36 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Virgill Scheving Einarsson, staðarhaldari á Vatnsleysuströnd, segir súluna hafa haldið mest til við bæinn Skjaldarkot en hún virðist að hans sögn vængbrotin. Hann greinir frá því í samtali við fréttastofu að það hafi fyrst verið hringt í yfirvöld vegna súlunnar í gær en nú síðast í morgun, en það er einmitt það sem Matvælastofnun hefur mælt með að fólk geri verði það vart við veika fugla. „Þeir bera það fyrir sig í Keflavík að þeir séu hræddir að snerta hann, að hann sé með fuglaflensuna,“ segir Virgill um svör lögreglunnar í tengslum við málið. „Svo er búið að vera lokað í dag, engan hægt að ná, og fuglinn er bara hérna.“ Fuglaflensa hefur komið upp í nokkrum viltum fuglum, þar á meðal súlu á Reykjanesi, en Matvælastofnun hefur biðlað til fólks að láta veika fugla vera. Virgill segir að fuglinn virðist hraustur, fyrir utan vængbrotið, og því ætti að vera hægt að bjarga honum. „Ég hef ekki snert hann en hann er að koma hérna heim að bæjunum en hann er að reyna að komast út á sjó,“ segir hann. Hann bindur vonir við að einhver bjargi fuglinum, mögulega Húsdýragarðurinn.
Fuglar Vogar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir „Þetta er inflúensuveira sem getur stökkbreyst mjög auðveldlega” Yfirdýralæknir segir alvarlegt ef smit af skæðu fuglaflensuafbrigði berst inn á alifuglabú. Veiran getur drepið fugla á tveimur dögum. Heimilishænsn eru fyrstu heimilisdýrin á Íslandi sem hafa greinst með veiruna. MAST hefur útbúið kort sem sýnir útbreiðslu smita og sýna sem hafa verið tekin. 20. apríl 2022 22:31 Fuglaflensa staðfest í hænunum á Skeiðum Fuglaflensan hefur nú greinst í heimilishænum en sýni voru tekin úr hænum á bænum Reykjum á Skeiðum í síðustu viku. Tilkynnt var um það síðastliðinn föstudag að fuglaflensa hefði greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í hrafni sem fannst dauður á Skeiðum. Þá var sterkur grunur um að hænurnar á Skeiðum væru smitaðar sem hefur nú verið staðfest. 19. apríl 2022 18:27 Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. 16. apríl 2022 21:36 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
„Þetta er inflúensuveira sem getur stökkbreyst mjög auðveldlega” Yfirdýralæknir segir alvarlegt ef smit af skæðu fuglaflensuafbrigði berst inn á alifuglabú. Veiran getur drepið fugla á tveimur dögum. Heimilishænsn eru fyrstu heimilisdýrin á Íslandi sem hafa greinst með veiruna. MAST hefur útbúið kort sem sýnir útbreiðslu smita og sýna sem hafa verið tekin. 20. apríl 2022 22:31
Fuglaflensa staðfest í hænunum á Skeiðum Fuglaflensan hefur nú greinst í heimilishænum en sýni voru tekin úr hænum á bænum Reykjum á Skeiðum í síðustu viku. Tilkynnt var um það síðastliðinn föstudag að fuglaflensa hefði greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í hrafni sem fannst dauður á Skeiðum. Þá var sterkur grunur um að hænurnar á Skeiðum væru smitaðar sem hefur nú verið staðfest. 19. apríl 2022 18:27
Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. 16. apríl 2022 21:36