Fljótandi vindorkuver á hafi úti nýr kostur í hreinni orku Heimsljós 22. apríl 2022 11:09 Alþjóðlegur dagur móður jarðar í dag. Alþjóðlegur dagur móður jarðar er í dag, 22. apríl. „Á degi móður jarðar er viðeigandi að fagna náttúrunni og fjölskrúðugu dýralífi, en ekki síður að leita lausna á þeim vanda sem notkun „svartra” orkugjafa á borð við olíu og kol hefur valdið,“ segir í frétt frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, UNRIC. Alþjóðlegur dagur móður jarðar er í dag, 22. apríl. UNRIC segir að dagur jarðar sé kjörið tækifæri til þess að gefa sér tíma til að hugsa um nýja kosti í orkumálum og hreinni orku. Dæmi um slíkt séu fljótandi vatnsmyllur. „Einn af þeim endurnýjanlegu orkugjöfum sem sækja má til náttúrunnar er vindorka, en hana má ekki síður beisla á hafi úti en á landi. Auðvitað eru það fyrst og fremst ríki með langa strandlengju sem geta nýtt sér slíkt. Nú er kominn fram á sjónarsviðið nýr kostur sem auðveldar nýtingu vindsins: fljótandi vindmyllur. Fram kemur í fréttinni að margar ástæður séu fyrir því að beisla vind á hafi úti. Vindmyllugarðar geti beislað meiri orku einfaldlega af því að vindhraði sé meiri á hafinu. Önnur ástæða sé andstaða gegn vindmyllum á landi. Þær þyki valda sjónmengun og margir vilji vindmyllur alls staðar annars staðar en í sínum eigin garði. Þá segir að þeirri tækni sem búi að baki vindmyllum á sjó hafi fleygt fram undanfarið. Vindorkugarður á hafi úti.UNSplash „Hingað til hafa vindmyllur þurft á stoðum á sjávarbotni að halda og því hefur einungis verið hægt að staðsetja þær á grunnsævi, oftast nærri landi. Þetta hefur ekki valdið löndum á borð við Danmörku og Holland vandræðum af landfræðilegum ástæðum. Fyrsta vindorkubú Dana á hafi er nú orðið meir en þrjátíu ára. Fjótandi vindmyllur þurfa hins vegar ekki að vera festar niður og því opnast miklir möguleikar. Hægt verður að koma þeim fyrir óháð dýpi.“ Að mati Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna er orkunotkun helsti orsakavaldur loftslagsbreytinga. Sextíu prósent losunar allra gróðurhúsalofttegunda má rekja til orkunotkunar. Þrír milljarðar manna treysta á eldivið, kol, viðarkol eða úrgang dýra til eldamennsku og hita. Af þeim sökum er sjöunda heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun helgað því að „tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði.” Þar er gert ráð fyrir því að auka hlut endurnýjanlegrar orku í heiminum. Alþjóðlegur dagur móður jarðar er helgaður fræðslu um umhverfismál og hét áður Dagur jarðar. Sameinuðu þjóðirnar breyttu heiti hans árið 2009 í alþjóðlegan dag móður jarðar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Vindorka Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent
„Á degi móður jarðar er viðeigandi að fagna náttúrunni og fjölskrúðugu dýralífi, en ekki síður að leita lausna á þeim vanda sem notkun „svartra” orkugjafa á borð við olíu og kol hefur valdið,“ segir í frétt frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, UNRIC. Alþjóðlegur dagur móður jarðar er í dag, 22. apríl. UNRIC segir að dagur jarðar sé kjörið tækifæri til þess að gefa sér tíma til að hugsa um nýja kosti í orkumálum og hreinni orku. Dæmi um slíkt séu fljótandi vatnsmyllur. „Einn af þeim endurnýjanlegu orkugjöfum sem sækja má til náttúrunnar er vindorka, en hana má ekki síður beisla á hafi úti en á landi. Auðvitað eru það fyrst og fremst ríki með langa strandlengju sem geta nýtt sér slíkt. Nú er kominn fram á sjónarsviðið nýr kostur sem auðveldar nýtingu vindsins: fljótandi vindmyllur. Fram kemur í fréttinni að margar ástæður séu fyrir því að beisla vind á hafi úti. Vindmyllugarðar geti beislað meiri orku einfaldlega af því að vindhraði sé meiri á hafinu. Önnur ástæða sé andstaða gegn vindmyllum á landi. Þær þyki valda sjónmengun og margir vilji vindmyllur alls staðar annars staðar en í sínum eigin garði. Þá segir að þeirri tækni sem búi að baki vindmyllum á sjó hafi fleygt fram undanfarið. Vindorkugarður á hafi úti.UNSplash „Hingað til hafa vindmyllur þurft á stoðum á sjávarbotni að halda og því hefur einungis verið hægt að staðsetja þær á grunnsævi, oftast nærri landi. Þetta hefur ekki valdið löndum á borð við Danmörku og Holland vandræðum af landfræðilegum ástæðum. Fyrsta vindorkubú Dana á hafi er nú orðið meir en þrjátíu ára. Fjótandi vindmyllur þurfa hins vegar ekki að vera festar niður og því opnast miklir möguleikar. Hægt verður að koma þeim fyrir óháð dýpi.“ Að mati Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna er orkunotkun helsti orsakavaldur loftslagsbreytinga. Sextíu prósent losunar allra gróðurhúsalofttegunda má rekja til orkunotkunar. Þrír milljarðar manna treysta á eldivið, kol, viðarkol eða úrgang dýra til eldamennsku og hita. Af þeim sökum er sjöunda heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun helgað því að „tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði.” Þar er gert ráð fyrir því að auka hlut endurnýjanlegrar orku í heiminum. Alþjóðlegur dagur móður jarðar er helgaður fræðslu um umhverfismál og hét áður Dagur jarðar. Sameinuðu þjóðirnar breyttu heiti hans árið 2009 í alþjóðlegan dag móður jarðar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Vindorka Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent