Röng yfirlýsing ríkisstjórnar Sigmar Guðmundsson skrifar 23. apríl 2022 11:31 Yfirlýsingin sem birtist á stjórnarráðsvefnum fyrir hádegi þriðjudaginn 19. apríl er merkilegt plagg. Sérstaklega er þar ein setning sem kallar á athygli og skýringar. Hún hljóðar svo: „Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.“ Gallinn við þessa setningu er sá að hún er röng. Að morgni 19. apríl hafði ríkisstjórnin ekki ákveðið nokkurn skapaðan hlut um bankasýslu ríkisins. Ríkisstjórnin þarf að funda til að geta ákveðið eitthvað. Þegar yfirlýsingin birtist voru liðnir ellefu dagar frá síðasta fundi og þar voru málefni Bankasýslunnar ekki á dagskrá. Ríkisstjórnin hefði getað ákveðið þetta á reglulegum fundi sínum sama dag og yfirlýsingin var sett á stjórnarráðsvefinn en sá fundur féll niður án skýringa. Við hljótum að geta verið sammála um að yfirlýsingar frá ráðherrum og ríkisstjórn þurfi að vera réttar. Að almenningur sé ekki plataður eða afvegaleiddur. Við hljótum líka að vera sammála um að það er talsvert mikill þungi í því að segja að ríkisstjórnin hafi ákveðið eitthvað. Það er meira vægi og formfesta í því en að segja að þrír einstaklingar hafi tiltekna skoðun, jafnvel þótt þeir séu ráðherrar. Það gilda skýrar reglur um ríkisstjórnarfundi og þær má lesa á vef stjórnarráðsins. Þar er skýrt tekið fram að „mikilvæg stjórnarmálefni“ skuli taka fyrir á fundum. Þar segir að til mikilvægra stjórnarmálefna teljist til dæmis „reglugerðir og yfirlýsingar sem taldar eru fela í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar eða ef sýnt þykir að reglugerð eða yfirlýsing geti haft áhrif á útgjöld ríkissjóðs umfram fjárheimildir eða á efnahagsmál almennt.“ Nú hefur það sýnt sig að það getur verið talsvert flókið að lesa eitthvað rökrænt samhengi úr yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar vegna alvarlegra innanmeina og ósættis. En ég hefði þó haldið að það ætti að geta náðst samstaða um að sala á 50 milljarða eign þjóðarinnar sem endaði með þeim ósköpum að leggja þarf niður heila ríkisstofnun, gæti talist mikilvægt stjórnarmálefni. Jafnvel mikilvæg stefnumörkun eða áherslubreyting. Eða bara allt þetta. Svona ákvarðanataka er ekki boðleg hjá æðstu stjórn ríkisins. Bæði vegna þess að um mikilvægt stjórnarmálefni er að ræða og ekki síður í ljósi forsögu þessa einstaka máls. Einstaka ráðherrar hefðu þá getað viðrað sína skoðun og afstöðu – jafnvel andstöðu – í stað þess að gera það í fjölmiðlum þegar allt er um garð gengið. Þriggja manna óformlegur fundur kemur ekki í stað formlegs ríkisstjórnarfundar. Þessi vinnubrögð ríma illa við orðið „gagnsæi“ sem kemur átta sinnum fyrir í stjórnarsáttmálunum og fjórum sinnum í sjálfri yfirlýsingunni sem birtist á stjórnarráðsvefnum þann 19 apríl. Þetta er svo sannarlega engin tittlingaskítur eða óþarfa formalismi. Formfesta í ákvörðunum ríkisstjórnar skiptir öllu máli. Spyrjið bara Geir H Haarde. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Salan á Íslandsbanka Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Yfirlýsingin sem birtist á stjórnarráðsvefnum fyrir hádegi þriðjudaginn 19. apríl er merkilegt plagg. Sérstaklega er þar ein setning sem kallar á athygli og skýringar. Hún hljóðar svo: „Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.“ Gallinn við þessa setningu er sá að hún er röng. Að morgni 19. apríl hafði ríkisstjórnin ekki ákveðið nokkurn skapaðan hlut um bankasýslu ríkisins. Ríkisstjórnin þarf að funda til að geta ákveðið eitthvað. Þegar yfirlýsingin birtist voru liðnir ellefu dagar frá síðasta fundi og þar voru málefni Bankasýslunnar ekki á dagskrá. Ríkisstjórnin hefði getað ákveðið þetta á reglulegum fundi sínum sama dag og yfirlýsingin var sett á stjórnarráðsvefinn en sá fundur féll niður án skýringa. Við hljótum að geta verið sammála um að yfirlýsingar frá ráðherrum og ríkisstjórn þurfi að vera réttar. Að almenningur sé ekki plataður eða afvegaleiddur. Við hljótum líka að vera sammála um að það er talsvert mikill þungi í því að segja að ríkisstjórnin hafi ákveðið eitthvað. Það er meira vægi og formfesta í því en að segja að þrír einstaklingar hafi tiltekna skoðun, jafnvel þótt þeir séu ráðherrar. Það gilda skýrar reglur um ríkisstjórnarfundi og þær má lesa á vef stjórnarráðsins. Þar er skýrt tekið fram að „mikilvæg stjórnarmálefni“ skuli taka fyrir á fundum. Þar segir að til mikilvægra stjórnarmálefna teljist til dæmis „reglugerðir og yfirlýsingar sem taldar eru fela í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar eða ef sýnt þykir að reglugerð eða yfirlýsing geti haft áhrif á útgjöld ríkissjóðs umfram fjárheimildir eða á efnahagsmál almennt.“ Nú hefur það sýnt sig að það getur verið talsvert flókið að lesa eitthvað rökrænt samhengi úr yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar vegna alvarlegra innanmeina og ósættis. En ég hefði þó haldið að það ætti að geta náðst samstaða um að sala á 50 milljarða eign þjóðarinnar sem endaði með þeim ósköpum að leggja þarf niður heila ríkisstofnun, gæti talist mikilvægt stjórnarmálefni. Jafnvel mikilvæg stefnumörkun eða áherslubreyting. Eða bara allt þetta. Svona ákvarðanataka er ekki boðleg hjá æðstu stjórn ríkisins. Bæði vegna þess að um mikilvægt stjórnarmálefni er að ræða og ekki síður í ljósi forsögu þessa einstaka máls. Einstaka ráðherrar hefðu þá getað viðrað sína skoðun og afstöðu – jafnvel andstöðu – í stað þess að gera það í fjölmiðlum þegar allt er um garð gengið. Þriggja manna óformlegur fundur kemur ekki í stað formlegs ríkisstjórnarfundar. Þessi vinnubrögð ríma illa við orðið „gagnsæi“ sem kemur átta sinnum fyrir í stjórnarsáttmálunum og fjórum sinnum í sjálfri yfirlýsingunni sem birtist á stjórnarráðsvefnum þann 19 apríl. Þetta er svo sannarlega engin tittlingaskítur eða óþarfa formalismi. Formfesta í ákvörðunum ríkisstjórnar skiptir öllu máli. Spyrjið bara Geir H Haarde. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun