Segir Rússa geta ráðist inn í fleiri Evrópulönd Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. apríl 2022 12:08 Zelensky við daglegt ávarp sitt til úkraínsku þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar í gær. ap Bretar ætla að opna aftur sendiráð sitt í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og munu aðstoða Pólverja við að gefa Úkraínumönnum skriðdreka. Forseti Úkraínu varar Vesturlönd við því að Rússar ætli sér að ráðast inn í fleiri lönd í álfunni. Rússum hefur orðið lítið ágengt í hernaði sínum á Donbas-svæðinu í austurhluta Úkraínu síðasta sólarhringinn. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, sagði í daglegu ávarpi sínu í gær að Rússar hygðust ná undir sig öllum suðurhluta landsins. Innrás Rússa í Úkraínu væri aðeins byrjunin og sagði Zelensky þá ætla sér að ráðast inn í önnur Evrópulönd í framhaldinu. Fréttastofa fylgist með nýjustu vendingum í Úkraínu í beinni í vaktinni hér að neðan: Zelensky hefur ítrekað beðið vestrænar þjóðir um beina aðstoð með liðstyrk í stríðinu gegn Rússum. Þetta hafa NATO-ríkin ekki viljað gera af ótta við að út brjótist allsherjarstyrjöld í Evrópu en Bretar tilkynntu það í gær að þeir ætluðu sér að stíga skrefinu lengra en þeir hafa gert hingað til og senda skriðdreka til Póllands. Pólverjar geta þannig gefið nágrönnum sínum í austri sína skriðdreka án þess að veikja sínar hersveitir. „Við erum þakklát öllum samherjum okkar sem viðrast loks hafa heyrt í okkur og veita okkur þá aðstoð sem við þurfum. Við vitum fyrir víst að þessi vopn verða notuð til að bjarga þúsundum mannslífa,“ sagði Zelensky meðal annars í gær. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, fór yfir stöðuna á átökunum í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Einblína á viðkvæma hópa Meira en fimm milljónir eru nú á flótta um Evrópu vegna stríðsins. Aldrei hafa fleiri flóttamenn komið hingað til lands í einu og síðustu vikurnar en þeir sem koma frá Úkraínu eru orðnir rúmlega 830 talsins. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að einblína sérstaklega á viðkvæma hópa á næstunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Þar er verið að horfa til þess að taka á móti allt að 100 manns frá Moldóvu. Moldóva er auðvitað búin að taka á móti mjög mörgu fólki frá Úkraínu núna og hefur sent heimsbyggðinni ákall um að styðja við þau í því,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Einnig var samþykkt að taka á móti fimm til tíu fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra sem hafa flúið Úkraínu og eru nú í stödd í Póllandi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Evrópusambandið NATO Hernaður Mest lesið Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Sjá meira
Rússum hefur orðið lítið ágengt í hernaði sínum á Donbas-svæðinu í austurhluta Úkraínu síðasta sólarhringinn. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, sagði í daglegu ávarpi sínu í gær að Rússar hygðust ná undir sig öllum suðurhluta landsins. Innrás Rússa í Úkraínu væri aðeins byrjunin og sagði Zelensky þá ætla sér að ráðast inn í önnur Evrópulönd í framhaldinu. Fréttastofa fylgist með nýjustu vendingum í Úkraínu í beinni í vaktinni hér að neðan: Zelensky hefur ítrekað beðið vestrænar þjóðir um beina aðstoð með liðstyrk í stríðinu gegn Rússum. Þetta hafa NATO-ríkin ekki viljað gera af ótta við að út brjótist allsherjarstyrjöld í Evrópu en Bretar tilkynntu það í gær að þeir ætluðu sér að stíga skrefinu lengra en þeir hafa gert hingað til og senda skriðdreka til Póllands. Pólverjar geta þannig gefið nágrönnum sínum í austri sína skriðdreka án þess að veikja sínar hersveitir. „Við erum þakklát öllum samherjum okkar sem viðrast loks hafa heyrt í okkur og veita okkur þá aðstoð sem við þurfum. Við vitum fyrir víst að þessi vopn verða notuð til að bjarga þúsundum mannslífa,“ sagði Zelensky meðal annars í gær. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, fór yfir stöðuna á átökunum í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Einblína á viðkvæma hópa Meira en fimm milljónir eru nú á flótta um Evrópu vegna stríðsins. Aldrei hafa fleiri flóttamenn komið hingað til lands í einu og síðustu vikurnar en þeir sem koma frá Úkraínu eru orðnir rúmlega 830 talsins. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að einblína sérstaklega á viðkvæma hópa á næstunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Þar er verið að horfa til þess að taka á móti allt að 100 manns frá Moldóvu. Moldóva er auðvitað búin að taka á móti mjög mörgu fólki frá Úkraínu núna og hefur sent heimsbyggðinni ákall um að styðja við þau í því,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Einnig var samþykkt að taka á móti fimm til tíu fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra sem hafa flúið Úkraínu og eru nú í stödd í Póllandi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Evrópusambandið NATO Hernaður Mest lesið Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Sjá meira