Tískuglæpur: Fangaverðir óhressir með saumaskap fanganna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. apríl 2022 07:00 Valdemoro-fangelsið í Madrid. RICARDO RUBIO/GETTY IMAGES Spænskir fangaverðir eru afar ósáttir við nýja endurhæfingaráætlun sem ætlað er að veita föngum atvinnureynslu áður en þeir halda út í samfélagið. Áætlunin felur í sér að fangarnir sauma einkennisbúninga fangavarðanna og útkoman þykir ekki auka á glæsileika fangavarðanna. Stundum er haft á orði að misheppnuð klæði þyki vera „tískuslys“. En þegar talað er um nýja einkennisbúninga spænskra fangavarða er frekar um að ræða nokkurs konar „tískuglæp“. Föngum í átta fangelsum á Spáni hefur verið falið að sauma nýju einkennisbúningana og stéttarfélag fangelsisstarfsmanna á Spáni hefur nú kvartað formlega yfir því að nýju þeir séu hreint ekki nógu góðir. Gallarnir eiga til að rakna í sundur, þeir þykja almennt passa vörðunum illa og eru óþægilegir, oft eru stórir blettir á glænýjum búningunum og síðast en ekki síst þá eru vasarnir á búningunum hér og þar og buxnaskálmarnar mislangar. Segir einbeittan brotavilja að baki saumaskapnum Joaquín Leyva, talsmaður fangavarðafélagsins er ómyrkur í máli. Gallarnir standist einfaldlega ekki lágmarkskröfur, hvorki efnin sem notuð eru né afurðin þegar hún kemur út úr saumavélum fanganna. Þótt fáum kunni að koma á óvart að föngunum sé ekkert sérstaklega umhugað um þægindi varðanna, þá segir Leyva að vandamálið sé gallað kerfi miklu fremur en illgirni fanganna. Enginn vafi leiki á því að fangarnir geri sér það að leik að skila af sér illa saumuðum búningum, með mislöngum ermum og skálmum. Stóra vandamálið sé hins vegar að ekkert gæðaeftirlit sé með búningunum. Fangarnir fái litla sem enga þjálfun, þeir fái borgað eftir afköstum og því hugsi þeir, eðlilega, meira um magn en gæði. Þeir sjái sjálfir um gæðaeftirlitið, auk þess sem engin pressa sé á þeim, þeir geti hvort sem er ekki misst vinnuna. Lögreglan vel til fara en verðirnir rytjulegir Það er ríkisrekið fyrirtæki sem sér um saumaskapinn á búningum fangavarðanna, og búið er að fjárfesta í dýrum saumavélum og saumastofum í átta fangelsum víða um landið. Markmiðið er að veita föngum starfsreynslu sem auki líkurnar á að þeir geti orðið virkir samfélagsþegnar þegar refsivistinni lýkur. Samningurinn nær til saumaskapar á búningum 25.000 fangavarða um allan Spán, sem þessa dagana spyrja þessarar einföldu spurningar: Af hverju þurfum við að ganga í illa saumuðum búningum sem fangarnir hafa rimpað saman, á sama tíma og lögreglumenn landsins ganga í fallegum vel saumuðum búningum, sem framleiddir eru af fagfólki? Spánn Fangelsismál Tíska og hönnun Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Stundum er haft á orði að misheppnuð klæði þyki vera „tískuslys“. En þegar talað er um nýja einkennisbúninga spænskra fangavarða er frekar um að ræða nokkurs konar „tískuglæp“. Föngum í átta fangelsum á Spáni hefur verið falið að sauma nýju einkennisbúningana og stéttarfélag fangelsisstarfsmanna á Spáni hefur nú kvartað formlega yfir því að nýju þeir séu hreint ekki nógu góðir. Gallarnir eiga til að rakna í sundur, þeir þykja almennt passa vörðunum illa og eru óþægilegir, oft eru stórir blettir á glænýjum búningunum og síðast en ekki síst þá eru vasarnir á búningunum hér og þar og buxnaskálmarnar mislangar. Segir einbeittan brotavilja að baki saumaskapnum Joaquín Leyva, talsmaður fangavarðafélagsins er ómyrkur í máli. Gallarnir standist einfaldlega ekki lágmarkskröfur, hvorki efnin sem notuð eru né afurðin þegar hún kemur út úr saumavélum fanganna. Þótt fáum kunni að koma á óvart að föngunum sé ekkert sérstaklega umhugað um þægindi varðanna, þá segir Leyva að vandamálið sé gallað kerfi miklu fremur en illgirni fanganna. Enginn vafi leiki á því að fangarnir geri sér það að leik að skila af sér illa saumuðum búningum, með mislöngum ermum og skálmum. Stóra vandamálið sé hins vegar að ekkert gæðaeftirlit sé með búningunum. Fangarnir fái litla sem enga þjálfun, þeir fái borgað eftir afköstum og því hugsi þeir, eðlilega, meira um magn en gæði. Þeir sjái sjálfir um gæðaeftirlitið, auk þess sem engin pressa sé á þeim, þeir geti hvort sem er ekki misst vinnuna. Lögreglan vel til fara en verðirnir rytjulegir Það er ríkisrekið fyrirtæki sem sér um saumaskapinn á búningum fangavarðanna, og búið er að fjárfesta í dýrum saumavélum og saumastofum í átta fangelsum víða um landið. Markmiðið er að veita föngum starfsreynslu sem auki líkurnar á að þeir geti orðið virkir samfélagsþegnar þegar refsivistinni lýkur. Samningurinn nær til saumaskapar á búningum 25.000 fangavarða um allan Spán, sem þessa dagana spyrja þessarar einföldu spurningar: Af hverju þurfum við að ganga í illa saumuðum búningum sem fangarnir hafa rimpað saman, á sama tíma og lögreglumenn landsins ganga í fallegum vel saumuðum búningum, sem framleiddir eru af fagfólki?
Spánn Fangelsismál Tíska og hönnun Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira