Afsakaðu Gísli Marteinn! Jósteinn Þorgrímsson skrifar 23. apríl 2022 16:37 Í sjónvarpsþætti sínum Vikan með Gísla Marteini nú á föstudagskvöldið fór þáttastjórnandi að venju yfir fréttir vikunnar á sinn hátt. Sagði hann meðal annars frá bílslysi sem Ómar oddviti okkar Miðflokksmanna í Reykjavík lenti í. Var áreksturinn harkalegur og Ómar meiddist lítillega og hefur þurft á sjúkraþjálfun að halda eftir það. Gísli kaus að segja þannig frá atvikinu að Ómar hafi valdið árekstrinum og síðan hafi Ómar átt að hafa sagt að áreksturinn væri Degi borgarstjóra að kenna því það vantaði mislæg gatnamót. Atvikalýsing er einföld og auðskilin en einhvern veginn tókst Gísla að afbaka málið. Hugsanlega haft í huga hið fornkveðna að frásögnin eigi ekki að gjalda sannleikans. Staðreyndin er sú að keyrt var aftan á bíl Ómars og fjölskyldu hans af töluverðu afli. Bíll Ómars lenti svo á bílnum fyrir framan og úr varð þriggja bíla árekstur. Meiddist Ómar á baki og háls en ætlar ekki að láta það trufla sig í kosningabaráttunni. Vinur minn Ómar var sjálfum sér líkur og fór að hlúa að fólki í hinum bílum og aðstoðaði eins vel og hann gat. Hefði Gísli Marteinn lesið textann sem fylgdi myndinni sem hann birti í þættinum þá hefði „brandarinn” ekki verið að þjóna markmiðinu. En þessi hliðrun sannleikans hjá Gísla er hluti af stærra vandamáli. Það verður að viðurkennast að það verður erfiðara að fá jákvæða umfjöllun um stefnumál Miðflokksins þegar áhrifavaldar eins og Gísli Marteinn ráða umfjöllun hjá RÚV. En þegar Gísli er farinn að segja ósatt um umferðaróhapp sem Ómar oddviti okkar verður fyrir og kenna honum um hann er mér öllum lokið. Það veit alþjóð að Gísli Marteinn hefur litlar mætur á Miðflokknum og óvild hans í garð formannsins er öllum kunn. Þetta ágerist nú þar sem Miðflokkurinn einn flokka er á móti Borgarlínu og vill verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Gísli stýrir þrýstihóp sem hann kallar „samtök um bíllausan lífsstíl”, jafnframt hefur hann lýst yfir stuðningi við Borgarlínu og vill að flugvöllurinn í Vatnsmýri fari. Þetta fer ekki framhjá þeim sem horfa á RÚV. Fjölmiðlamaður eins og Gísli Marteinn sem berst fyrir því að borgin sjái honum fyrir fari um borgina hefur sinn vettvang með sínum samtökum. Skoðanir sínar má hann eiga og halda sína fundi, en ég frábið mér það að hann noti ríkisfjölmiðilinn til að sjónvarpa andúð sínni á andstæðingum sínum á kaupi frá mér. Er til of mikils mælst að hann fari rétt með? Við í Miðflokknum viljum að fjölskyldufólk geti sinnt skyldum sínum og komist um borgina hratt og örugglega. Við viljum ekki vera þvinguð til að bíða eftir að áhrifavaldar búi til einhvern óraunhæfan veruleika um samgöngukerfi sem einhverjir fáir ætla að nýta sér eða nýti sér starf í skemmtiþætti til að úthúða þeim sem ekki eru á skoðun sem honum er þóknanleg. En auðvitað eru það ekki bara samgöngumálin sem okkur eru hugleikin þó svo að þau skipi stóran sess í málefnaskrá flokksins í Reykjavík, stóraukið lóðaframboð er forsenda framfara í borginni fyrir komandi kynslóðir, og einnig ætlum við að búa foreldrum okkar áhyggjulaust ævikvöld, málefni sem snerta okkur öll. Við þurfum að hafa skólana ómyglaða og o.s.frv. En fyrst og fremst að borgin verði ekki gjaldþrota vegna draumkenndra áætlana sem borgin hefur ekki bolmagn til þess að ráðast í. Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 2. sæti Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsþætti sínum Vikan með Gísla Marteini nú á föstudagskvöldið fór þáttastjórnandi að venju yfir fréttir vikunnar á sinn hátt. Sagði hann meðal annars frá bílslysi sem Ómar oddviti okkar Miðflokksmanna í Reykjavík lenti í. Var áreksturinn harkalegur og Ómar meiddist lítillega og hefur þurft á sjúkraþjálfun að halda eftir það. Gísli kaus að segja þannig frá atvikinu að Ómar hafi valdið árekstrinum og síðan hafi Ómar átt að hafa sagt að áreksturinn væri Degi borgarstjóra að kenna því það vantaði mislæg gatnamót. Atvikalýsing er einföld og auðskilin en einhvern veginn tókst Gísla að afbaka málið. Hugsanlega haft í huga hið fornkveðna að frásögnin eigi ekki að gjalda sannleikans. Staðreyndin er sú að keyrt var aftan á bíl Ómars og fjölskyldu hans af töluverðu afli. Bíll Ómars lenti svo á bílnum fyrir framan og úr varð þriggja bíla árekstur. Meiddist Ómar á baki og háls en ætlar ekki að láta það trufla sig í kosningabaráttunni. Vinur minn Ómar var sjálfum sér líkur og fór að hlúa að fólki í hinum bílum og aðstoðaði eins vel og hann gat. Hefði Gísli Marteinn lesið textann sem fylgdi myndinni sem hann birti í þættinum þá hefði „brandarinn” ekki verið að þjóna markmiðinu. En þessi hliðrun sannleikans hjá Gísla er hluti af stærra vandamáli. Það verður að viðurkennast að það verður erfiðara að fá jákvæða umfjöllun um stefnumál Miðflokksins þegar áhrifavaldar eins og Gísli Marteinn ráða umfjöllun hjá RÚV. En þegar Gísli er farinn að segja ósatt um umferðaróhapp sem Ómar oddviti okkar verður fyrir og kenna honum um hann er mér öllum lokið. Það veit alþjóð að Gísli Marteinn hefur litlar mætur á Miðflokknum og óvild hans í garð formannsins er öllum kunn. Þetta ágerist nú þar sem Miðflokkurinn einn flokka er á móti Borgarlínu og vill verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Gísli stýrir þrýstihóp sem hann kallar „samtök um bíllausan lífsstíl”, jafnframt hefur hann lýst yfir stuðningi við Borgarlínu og vill að flugvöllurinn í Vatnsmýri fari. Þetta fer ekki framhjá þeim sem horfa á RÚV. Fjölmiðlamaður eins og Gísli Marteinn sem berst fyrir því að borgin sjái honum fyrir fari um borgina hefur sinn vettvang með sínum samtökum. Skoðanir sínar má hann eiga og halda sína fundi, en ég frábið mér það að hann noti ríkisfjölmiðilinn til að sjónvarpa andúð sínni á andstæðingum sínum á kaupi frá mér. Er til of mikils mælst að hann fari rétt með? Við í Miðflokknum viljum að fjölskyldufólk geti sinnt skyldum sínum og komist um borgina hratt og örugglega. Við viljum ekki vera þvinguð til að bíða eftir að áhrifavaldar búi til einhvern óraunhæfan veruleika um samgöngukerfi sem einhverjir fáir ætla að nýta sér eða nýti sér starf í skemmtiþætti til að úthúða þeim sem ekki eru á skoðun sem honum er þóknanleg. En auðvitað eru það ekki bara samgöngumálin sem okkur eru hugleikin þó svo að þau skipi stóran sess í málefnaskrá flokksins í Reykjavík, stóraukið lóðaframboð er forsenda framfara í borginni fyrir komandi kynslóðir, og einnig ætlum við að búa foreldrum okkar áhyggjulaust ævikvöld, málefni sem snerta okkur öll. Við þurfum að hafa skólana ómyglaða og o.s.frv. En fyrst og fremst að borgin verði ekki gjaldþrota vegna draumkenndra áætlana sem borgin hefur ekki bolmagn til þess að ráðast í. Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 2. sæti Miðflokksins í Reykjavík.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar