„Vonandi förum við á EM eftir tvö ár“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 23. apríl 2022 18:09 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðins í handbolta Vísir: Hulda Margrét Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennaliðsins í handbolta, var svekktur eftir sex marka tap á móti Serbíu, 28-22, í lokaumferð undankeppni EM. Með sigri hefði Ísland tryggt sér sæti en Serbía var of stór biti að þessu sinni. „Þetta þróaðist ekki ósvipað eins og við áttum von á, að þetta væri erfitt en mér fannst við fá tækifæri til að gera eitthvað alvöru úr þessu undir lokin. Mögulega smá stress hjá þeim, það gerðu allir ráð fyrir við værum að fara vinna og ég var að vona að við værum að fá upp þann kafla. Því miður gekk það ekki alveg upp seinustu tíu mínúturnar,“ sagði Arnar við Rúv eftir leikinn. Leikurinn var kaflaskiptur fyrir Ísland. Í fyrri hálfleik var sóknarleikurinn góður og skoruðu stelpurnar 15 mörk en að sama skapi náði varnarleikurinn og markvarslan sér ekki á strik. Í seinni hálfleiknum datt sóknarleikurinn niður en þá hrökk markvarslan í gang. „Leikurinn var þannig að hann var ofboðslega opin í fyrri hálfleik en svo lokaðist þetta í seinni. Mér fannst við ofboðslega tæpar í að skapa okkur færi. Ég á eftir að skoða þetta og átta mig betur á þessu. Ég er auðvitað svekktur en ég er ofboðslega stoltur af þessum stelpum, að spila á mjög erfiðum útivelli gegn mjög sterku liði. Við vorum nálægt því að gera alvöru úr þessu.“ Stelpurnar ætla að halda áfram að bæta sig og vonar Arnar að komast á EM eftir tvö ár. „Við ætlum að halda áfram að bæta okkur. Þessar stelpur eru ótrúlega flottar og það er ótrúlega gaman að vinna með þeim. Vonandi förum við á EM eftir tvö ár.“ Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Serbía - Ísland 28-22| Draumurinn um EM úti Ísland mætti Serbíu í Zrenjanin í lokaumferð undankeppni EM 2022 í handbolta kvenna. Með sigri hefðu Íslendingar komist á sitt fyrsta stórmót í tíu ár. Það gekk hinsvegar ekki eftir, Serbía náði strax forystu og var með yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur 28-22. 23. apríl 2022 15:01 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast Sjá meira
„Þetta þróaðist ekki ósvipað eins og við áttum von á, að þetta væri erfitt en mér fannst við fá tækifæri til að gera eitthvað alvöru úr þessu undir lokin. Mögulega smá stress hjá þeim, það gerðu allir ráð fyrir við værum að fara vinna og ég var að vona að við værum að fá upp þann kafla. Því miður gekk það ekki alveg upp seinustu tíu mínúturnar,“ sagði Arnar við Rúv eftir leikinn. Leikurinn var kaflaskiptur fyrir Ísland. Í fyrri hálfleik var sóknarleikurinn góður og skoruðu stelpurnar 15 mörk en að sama skapi náði varnarleikurinn og markvarslan sér ekki á strik. Í seinni hálfleiknum datt sóknarleikurinn niður en þá hrökk markvarslan í gang. „Leikurinn var þannig að hann var ofboðslega opin í fyrri hálfleik en svo lokaðist þetta í seinni. Mér fannst við ofboðslega tæpar í að skapa okkur færi. Ég á eftir að skoða þetta og átta mig betur á þessu. Ég er auðvitað svekktur en ég er ofboðslega stoltur af þessum stelpum, að spila á mjög erfiðum útivelli gegn mjög sterku liði. Við vorum nálægt því að gera alvöru úr þessu.“ Stelpurnar ætla að halda áfram að bæta sig og vonar Arnar að komast á EM eftir tvö ár. „Við ætlum að halda áfram að bæta okkur. Þessar stelpur eru ótrúlega flottar og það er ótrúlega gaman að vinna með þeim. Vonandi förum við á EM eftir tvö ár.“
Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Serbía - Ísland 28-22| Draumurinn um EM úti Ísland mætti Serbíu í Zrenjanin í lokaumferð undankeppni EM 2022 í handbolta kvenna. Með sigri hefðu Íslendingar komist á sitt fyrsta stórmót í tíu ár. Það gekk hinsvegar ekki eftir, Serbía náði strax forystu og var með yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur 28-22. 23. apríl 2022 15:01 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast Sjá meira
Leik lokið: Serbía - Ísland 28-22| Draumurinn um EM úti Ísland mætti Serbíu í Zrenjanin í lokaumferð undankeppni EM 2022 í handbolta kvenna. Með sigri hefðu Íslendingar komist á sitt fyrsta stórmót í tíu ár. Það gekk hinsvegar ekki eftir, Serbía náði strax forystu og var með yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur 28-22. 23. apríl 2022 15:01