Stígur fram vegna máls sonar síns Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2022 15:38 Claudia Ashanie Wilson, lögmaður og móðir. Vísir/Stína Claudia Ashanie Wilson lögmaður telur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa gert alvarleg mistök við afskipti af sextán ára syni hennar í vikunni. Lögregla vitjaði piltsins í tvígang í tengslum við leit að ungum strokufanga en þeir eru báðir dökkir á hörund. Rætt verður við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún hefur ekki tjáð sig um það við fjölmiðla fyrr en nú. Claudia var í bakaríi í Mjóddinni með syni sínum að morgni sumardagsins fyrsta þegar lögregluþjónar, ásamt sérsveitarmönnum að hennar sögn, mættu til að fylgja eftir ábendingu í tengslum við leitina að Gabríel Douane Boama, strokufanga. Lögregla hafði þá fengið ábendingu um að Gabríel væri mögulega í bakaríinu en þar reyndist vera sonur Claudiu. Þetta var í annað sinn sem lögregla og sérsveit höfðu afskipti af syni hennar vegna leitarinnar, í fyrra skiptið í strætó daginn áður. „Það skiptir engu máli að við erum á Íslandi en ekki í Bandaríkjunum. Það er sami ótti og hræðsla sem vaknar hjá manni,“ segir Claudia þegar hún er beðin um að lýsa því hvað fór í gegnum huga hennar þegar hringt var í hana og hún látin vita að sérsveitin hefði vitjað sonar hennar í fyrsta skiptið. Alvarleg mistök hafi orðið Claudia kveðst skilja að lögregla þurfi að sinna vinnu sinni. En margt hefði mátt gera til þess að koma í veg fyrir að sérsveitin væri send á saklausan son hennar og það sé eðlilegt að gera ríkari kröfur til lögreglu en almennra borgara sem tilkynntu piltinn. „Í mínum huga áttu alvarleg mistök sér stað. Sem stöfuðu að mínu mati á vanþekkingu hennar [lögreglu] á hættunni sem fylgir kynþáttamiðaðri löggæslu, á ensku racial profiling.“ Hún finni fyrir miklu vantrausti í garð lögreglu af hálfu fólks af erlendum uppruna, einkum ungmenna. Þetta verði að fyrirbyggja. „Til dæmis að umboðsmaður barna fari í frumkvæðisathugun á verkferlum lögreglu þegar kemur að samskiptum og afskiptum af einstaklingum af erlendum uppruna, sérstaklega ungmennum og börnum. Og athuga hvort það sé í samræmi við barnasáttmálann.“ Ítarlega verður rætt við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Lögreglumál Mannréttindi Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Reykjavík Tengdar fréttir Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22. apríl 2022 18:13 Hafnar því að rasismi grasseri innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra er sannfærður um að lögregla dragi lærdóm af máli strokufanga í kjölfar samfélagsumræðu sem spannst um viðbrögð hennar við leitina. Hann hafnar því að viðbrögðin hafi grundvallast á rasisma. 22. apríl 2022 13:33 Handtóku Gabríel og félaga hans í sumarbústað Strokufanginn sem leitað var að í vikunni var handtekinn í sumarbústað rétt utan við borgina ásamt fimm öðrum eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir. 22. apríl 2022 11:58 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira
Claudia var í bakaríi í Mjóddinni með syni sínum að morgni sumardagsins fyrsta þegar lögregluþjónar, ásamt sérsveitarmönnum að hennar sögn, mættu til að fylgja eftir ábendingu í tengslum við leitina að Gabríel Douane Boama, strokufanga. Lögregla hafði þá fengið ábendingu um að Gabríel væri mögulega í bakaríinu en þar reyndist vera sonur Claudiu. Þetta var í annað sinn sem lögregla og sérsveit höfðu afskipti af syni hennar vegna leitarinnar, í fyrra skiptið í strætó daginn áður. „Það skiptir engu máli að við erum á Íslandi en ekki í Bandaríkjunum. Það er sami ótti og hræðsla sem vaknar hjá manni,“ segir Claudia þegar hún er beðin um að lýsa því hvað fór í gegnum huga hennar þegar hringt var í hana og hún látin vita að sérsveitin hefði vitjað sonar hennar í fyrsta skiptið. Alvarleg mistök hafi orðið Claudia kveðst skilja að lögregla þurfi að sinna vinnu sinni. En margt hefði mátt gera til þess að koma í veg fyrir að sérsveitin væri send á saklausan son hennar og það sé eðlilegt að gera ríkari kröfur til lögreglu en almennra borgara sem tilkynntu piltinn. „Í mínum huga áttu alvarleg mistök sér stað. Sem stöfuðu að mínu mati á vanþekkingu hennar [lögreglu] á hættunni sem fylgir kynþáttamiðaðri löggæslu, á ensku racial profiling.“ Hún finni fyrir miklu vantrausti í garð lögreglu af hálfu fólks af erlendum uppruna, einkum ungmenna. Þetta verði að fyrirbyggja. „Til dæmis að umboðsmaður barna fari í frumkvæðisathugun á verkferlum lögreglu þegar kemur að samskiptum og afskiptum af einstaklingum af erlendum uppruna, sérstaklega ungmennum og börnum. Og athuga hvort það sé í samræmi við barnasáttmálann.“ Ítarlega verður rætt við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Lögreglumál Mannréttindi Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Reykjavík Tengdar fréttir Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22. apríl 2022 18:13 Hafnar því að rasismi grasseri innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra er sannfærður um að lögregla dragi lærdóm af máli strokufanga í kjölfar samfélagsumræðu sem spannst um viðbrögð hennar við leitina. Hann hafnar því að viðbrögðin hafi grundvallast á rasisma. 22. apríl 2022 13:33 Handtóku Gabríel og félaga hans í sumarbústað Strokufanginn sem leitað var að í vikunni var handtekinn í sumarbústað rétt utan við borgina ásamt fimm öðrum eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir. 22. apríl 2022 11:58 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira
Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22. apríl 2022 18:13
Hafnar því að rasismi grasseri innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra er sannfærður um að lögregla dragi lærdóm af máli strokufanga í kjölfar samfélagsumræðu sem spannst um viðbrögð hennar við leitina. Hann hafnar því að viðbrögðin hafi grundvallast á rasisma. 22. apríl 2022 13:33
Handtóku Gabríel og félaga hans í sumarbústað Strokufanginn sem leitað var að í vikunni var handtekinn í sumarbústað rétt utan við borgina ásamt fimm öðrum eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir. 22. apríl 2022 11:58