„Veit hvað við höfum inni í klefa“ Einar Kárason skrifar 24. apríl 2022 18:28 Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, alltaf líflegur. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar ÍBV fara rólega af stað í Bestu deildinni í fótbolta og fengu skell í fyrsta heimaleik sínum í deildinni í dag. ÍBV tapaði 0-3 fyrir KA en það er þó engan bilbug á þeim að finna. ,,Ég er hundfúll með þetta,” sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, að leik loknum. ,,Við byrjum ágætlega en svo klikkar pressan hjá okkur og við erum á eftir næsta hálftímann í fyrri hálfleik. Við sleppum í stöðunni eitt núll. Þetta var verulega slappt hjá okkur.” ,,Við vorum betri en þeir í seinni hálfleik, eins asnalegt og það er að segja það. Það má litlu muna. Við skorum mark en við getum sleppt því að tala um það. Hann dæmir aukaspyrnu. Svo hefði hann getað dæmt aukaspyrnu þegar þeir skora annað markið. Ég var ánægður með frammistöðuna. Þrjú núll er grimmt, ef við jöfnum leikinn úr þessu horni, sem mér fannst fullkomlega löglegt mark. Við erum með leikinn og erum betri í seinni hálfleik. Ég er svekktur hversu dasað þetta var í fyrri hálfleik.” ,,Þeir skora með síðasta sparkinu í fyrri hálfleik. Við vorum alveg að fara að komast upp með að vera svona slappir en við komum frískir inn í seinni hálfleik og vorum að koma okkur í stöður. Við skoruðum og hefðum átt að skora fleiri en svo koma þessi seinni rothögg. Við teljum okkur eiga að fá aukaspyrnu en það er ekkert dæmt og þeir skora. Svo tökum við áhættur í restina og fáum á okkur mark úr okkar eigin fasta leikatriði.” Vildu fá vítaspyrnu ,,Hann skallar boltann til baka og boltinn er á leiðinni til okkar leikmanns. Höndin er úti og stoppar boltann. Það er hægt að dæma víti. Mér fannst öll atriði sem hefði getað farið í báðar áttir fara öðru megin. Það er svekkjandi og það hafði áhrif. Þetta var ekki þrjú núll leikur.” ,,Við spiluðum vel á móti Val í sextíu mínútur og seinni fjörtíu og fimm í dag. Ég veit alveg hvað við höfum hér inni í klefa og við höfum fulla trú. Það er metnaður og samstaða í klefanum og við komum til baka. Það er öruggt.” Besta deild karla ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 0–3 KA | Akureyringar sóttu stigin þrjú í Vestmannaeyjum Sólin skein og lognið var á smá hreyfingu þegar Eyjamenn tóku á móti gulklæddum KA mönnum á Hásteinsvelli í dag, í leik sem gestirnir unnu 0-3. 24. apríl 2022 16:00 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
ÍBV tapaði 0-3 fyrir KA en það er þó engan bilbug á þeim að finna. ,,Ég er hundfúll með þetta,” sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, að leik loknum. ,,Við byrjum ágætlega en svo klikkar pressan hjá okkur og við erum á eftir næsta hálftímann í fyrri hálfleik. Við sleppum í stöðunni eitt núll. Þetta var verulega slappt hjá okkur.” ,,Við vorum betri en þeir í seinni hálfleik, eins asnalegt og það er að segja það. Það má litlu muna. Við skorum mark en við getum sleppt því að tala um það. Hann dæmir aukaspyrnu. Svo hefði hann getað dæmt aukaspyrnu þegar þeir skora annað markið. Ég var ánægður með frammistöðuna. Þrjú núll er grimmt, ef við jöfnum leikinn úr þessu horni, sem mér fannst fullkomlega löglegt mark. Við erum með leikinn og erum betri í seinni hálfleik. Ég er svekktur hversu dasað þetta var í fyrri hálfleik.” ,,Þeir skora með síðasta sparkinu í fyrri hálfleik. Við vorum alveg að fara að komast upp með að vera svona slappir en við komum frískir inn í seinni hálfleik og vorum að koma okkur í stöður. Við skoruðum og hefðum átt að skora fleiri en svo koma þessi seinni rothögg. Við teljum okkur eiga að fá aukaspyrnu en það er ekkert dæmt og þeir skora. Svo tökum við áhættur í restina og fáum á okkur mark úr okkar eigin fasta leikatriði.” Vildu fá vítaspyrnu ,,Hann skallar boltann til baka og boltinn er á leiðinni til okkar leikmanns. Höndin er úti og stoppar boltann. Það er hægt að dæma víti. Mér fannst öll atriði sem hefði getað farið í báðar áttir fara öðru megin. Það er svekkjandi og það hafði áhrif. Þetta var ekki þrjú núll leikur.” ,,Við spiluðum vel á móti Val í sextíu mínútur og seinni fjörtíu og fimm í dag. Ég veit alveg hvað við höfum hér inni í klefa og við höfum fulla trú. Það er metnaður og samstaða í klefanum og við komum til baka. Það er öruggt.”
Besta deild karla ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 0–3 KA | Akureyringar sóttu stigin þrjú í Vestmannaeyjum Sólin skein og lognið var á smá hreyfingu þegar Eyjamenn tóku á móti gulklæddum KA mönnum á Hásteinsvelli í dag, í leik sem gestirnir unnu 0-3. 24. apríl 2022 16:00 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 0–3 KA | Akureyringar sóttu stigin þrjú í Vestmannaeyjum Sólin skein og lognið var á smá hreyfingu þegar Eyjamenn tóku á móti gulklæddum KA mönnum á Hásteinsvelli í dag, í leik sem gestirnir unnu 0-3. 24. apríl 2022 16:00