Gerir athugasemdir við málflutning Bjarna Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2022 20:59 Kristrún segir Bjarna taka heiður fyrir sjálfsagða hluti. Vísir Bjarni Benediktsson var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddi þar sölu ríkisins á Íslandsbanka. Bjarni gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að öllum markmiðum sölunnar hafi verið náð. Hann sagðist vera stoltur af því hvernig hann hafi „tekið til“ í ríkisfjármálum og losað þjóðina undan höftum. Þá sé hann stoltur að hafa skráð bankann á markað í miðjum heimsfaraldri og að virði bankans hafi hækkað um hundrað milljarða í kjölfarið. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir málflutning Bjarna í grein sem birtist á Vísi í kvöld. Hún gerði tíu athugasemdir við málflutning fjármálaráðherra. Bjarni sagði í viðtalinu að það væri dapurlegt að hlusta á margt sem sagt er um söluna, til dæmis þegar rætt er um hersu margir hafi selt hlut sinn beint eftir útboðið. Hann vill meina að það sé alrangt og hafi nú þegar verið leiðrétt. „Nei, það hefur ekki verið leiðrétt og alls ekki staðfest að sé alrangt. Það sem hefur gerst er að Bankasýslan ákvað að gefa út takmarkaðar upplýsingar um kaupendur eins og staðan var nokkrum vikum eftir útboð – nota bene, hér er ríkisstofnun að sjálfvelja ákveðnar upplýsingar eftir hentisemi,“ segir Kristrún. Heiðurinn sé ekki hans „Það er ekki hægt að klappa sér á bakið fyrir það eitt að ná að selja 50 milljarða króna eign. Það er hægt að selja svona eign fyrir gott verð án þess að skandalar fylgi. Það var augljóst í útboðinu að það var næg eftirspurn, meðal annars hjá risastórum stofnanafjárfestum sem hafa mikið traust hér á landi og erlendis. Athugasemdirnar snúa að því hvernig salan fór fram,“ segir Kristrún. „Fjármálaráðherra getur ekki varið sig með því að segja að verðið hafi verið fínt og þá skipti engu máli þó möguleg spilling sé til staðar,“ segir Kristrún og heldur því fram að Bjarni sé að færa línuna sem segir hvað má og hvað má ekki. „Það að ráðherra í ríkisstjórn Íslands orði hlutina með þessum hætti er mjög alvarlegt.“ Bankinn var ekki frír Hún segir að Bjarni tali um að ríkissjóður hafi fengið Íslandsbanka frítt. „[Bjarni] virðist hafa gleymt því að hér borgaði ríkið t.d. um 15% af vergri landsframleiðslu beint til Seðlabankans vegna falls bankanna á sínum tíma. Og þetta er bara hluti af kostnaðinum.“ Segir framsetninguna dæma sig sjálfa Kristrún segir að traust á fjármálakerfinu hafi dvínað eftir söluna, þvert á móti því sem Bjarni heldur fram. „Fjármálaráðherra segir að traust á fjármálakerfinu hafi ekki beðið hnekki. Vill að fólk skoði bara 50 milljarða króna tölu og sjái skóginn fyrir trjánum. Það að fjármálaráðherra hafi ekki áhyggjur af því að í útboði á ríkiseign hafi söluaðilar mögulega „tippað“ einhverja fjárfesta fyrir fram um söluna, innherjar hafi keypt og þeir sem sjálfir séu nálægt sölunni, og skammtímafjárfestar, er mjög alvarlegt. Þessi framsetning hjá nánasta samstarfsmanni forsætisráðherra, sem hún hefur ítrekað varið, dæmir sig sjálf.“ „Þá talar fjármálaráðherra um að hann sé svo ánægður með að Fjármálaeftirlitið hafi sýnt frumkvæði í þessu máli að rannsaka það. Það sé traustvekjandi. Aftur. Áttar fjármálaráðherra sig ekki á því að þegar farið er í svona stóra sölu, 50 milljarða króna, þá er í raun sjálfgefið að FME skoði söluna?“ Ekki nauðsynleg hliðarspilling Bjarni sagði í viðtalinu að salan muni gera ríkissjóði kleift að ráðast í innviðafjárfestingar og hjálpa ríkinu að vera aflögufært. „Að senda þau skilaboð að svona hliðarspilling eða vandamál sé hálfpartinn nauðsynleg til að fá pening inn í kassann er ekki í lagi. Í öðru lagi er hvergi hægt að finna þessi vilyrði hans í nýútkominni fjármálaáætlun,“ segir Kristrún. Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Sprengisandur: Innrás Rússa, fjármálaráðherra um Íslandsbanka, orkuskipti og menntamál Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn verður á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi mun ræða við Rósu Magnúsdóttur, prófessor í sagnfræði og sérfræðing í málefnum Rússlands, um innrásina í Úkraínu. 24. apríl 2022 09:30 „Það er verið að ræna þjóðareign“ Í dag fóru fram fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna sölu ríkisins á Íslandsbanka. Mun fleiri mættu á þessi mótmæli en hin tvö sem hafa farið fram síðustu laugardaga. Veðurblíðan á landinu gæti hafa spilað inn í fjölgunina. 23. apríl 2022 20:28 Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Hann sagðist vera stoltur af því hvernig hann hafi „tekið til“ í ríkisfjármálum og losað þjóðina undan höftum. Þá sé hann stoltur að hafa skráð bankann á markað í miðjum heimsfaraldri og að virði bankans hafi hækkað um hundrað milljarða í kjölfarið. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir málflutning Bjarna í grein sem birtist á Vísi í kvöld. Hún gerði tíu athugasemdir við málflutning fjármálaráðherra. Bjarni sagði í viðtalinu að það væri dapurlegt að hlusta á margt sem sagt er um söluna, til dæmis þegar rætt er um hersu margir hafi selt hlut sinn beint eftir útboðið. Hann vill meina að það sé alrangt og hafi nú þegar verið leiðrétt. „Nei, það hefur ekki verið leiðrétt og alls ekki staðfest að sé alrangt. Það sem hefur gerst er að Bankasýslan ákvað að gefa út takmarkaðar upplýsingar um kaupendur eins og staðan var nokkrum vikum eftir útboð – nota bene, hér er ríkisstofnun að sjálfvelja ákveðnar upplýsingar eftir hentisemi,“ segir Kristrún. Heiðurinn sé ekki hans „Það er ekki hægt að klappa sér á bakið fyrir það eitt að ná að selja 50 milljarða króna eign. Það er hægt að selja svona eign fyrir gott verð án þess að skandalar fylgi. Það var augljóst í útboðinu að það var næg eftirspurn, meðal annars hjá risastórum stofnanafjárfestum sem hafa mikið traust hér á landi og erlendis. Athugasemdirnar snúa að því hvernig salan fór fram,“ segir Kristrún. „Fjármálaráðherra getur ekki varið sig með því að segja að verðið hafi verið fínt og þá skipti engu máli þó möguleg spilling sé til staðar,“ segir Kristrún og heldur því fram að Bjarni sé að færa línuna sem segir hvað má og hvað má ekki. „Það að ráðherra í ríkisstjórn Íslands orði hlutina með þessum hætti er mjög alvarlegt.“ Bankinn var ekki frír Hún segir að Bjarni tali um að ríkissjóður hafi fengið Íslandsbanka frítt. „[Bjarni] virðist hafa gleymt því að hér borgaði ríkið t.d. um 15% af vergri landsframleiðslu beint til Seðlabankans vegna falls bankanna á sínum tíma. Og þetta er bara hluti af kostnaðinum.“ Segir framsetninguna dæma sig sjálfa Kristrún segir að traust á fjármálakerfinu hafi dvínað eftir söluna, þvert á móti því sem Bjarni heldur fram. „Fjármálaráðherra segir að traust á fjármálakerfinu hafi ekki beðið hnekki. Vill að fólk skoði bara 50 milljarða króna tölu og sjái skóginn fyrir trjánum. Það að fjármálaráðherra hafi ekki áhyggjur af því að í útboði á ríkiseign hafi söluaðilar mögulega „tippað“ einhverja fjárfesta fyrir fram um söluna, innherjar hafi keypt og þeir sem sjálfir séu nálægt sölunni, og skammtímafjárfestar, er mjög alvarlegt. Þessi framsetning hjá nánasta samstarfsmanni forsætisráðherra, sem hún hefur ítrekað varið, dæmir sig sjálf.“ „Þá talar fjármálaráðherra um að hann sé svo ánægður með að Fjármálaeftirlitið hafi sýnt frumkvæði í þessu máli að rannsaka það. Það sé traustvekjandi. Aftur. Áttar fjármálaráðherra sig ekki á því að þegar farið er í svona stóra sölu, 50 milljarða króna, þá er í raun sjálfgefið að FME skoði söluna?“ Ekki nauðsynleg hliðarspilling Bjarni sagði í viðtalinu að salan muni gera ríkissjóði kleift að ráðast í innviðafjárfestingar og hjálpa ríkinu að vera aflögufært. „Að senda þau skilaboð að svona hliðarspilling eða vandamál sé hálfpartinn nauðsynleg til að fá pening inn í kassann er ekki í lagi. Í öðru lagi er hvergi hægt að finna þessi vilyrði hans í nýútkominni fjármálaáætlun,“ segir Kristrún.
Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Sprengisandur: Innrás Rússa, fjármálaráðherra um Íslandsbanka, orkuskipti og menntamál Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn verður á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi mun ræða við Rósu Magnúsdóttur, prófessor í sagnfræði og sérfræðing í málefnum Rússlands, um innrásina í Úkraínu. 24. apríl 2022 09:30 „Það er verið að ræna þjóðareign“ Í dag fóru fram fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna sölu ríkisins á Íslandsbanka. Mun fleiri mættu á þessi mótmæli en hin tvö sem hafa farið fram síðustu laugardaga. Veðurblíðan á landinu gæti hafa spilað inn í fjölgunina. 23. apríl 2022 20:28 Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Sprengisandur: Innrás Rússa, fjármálaráðherra um Íslandsbanka, orkuskipti og menntamál Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn verður á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi mun ræða við Rósu Magnúsdóttur, prófessor í sagnfræði og sérfræðing í málefnum Rússlands, um innrásina í Úkraínu. 24. apríl 2022 09:30
„Það er verið að ræna þjóðareign“ Í dag fóru fram fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna sölu ríkisins á Íslandsbanka. Mun fleiri mættu á þessi mótmæli en hin tvö sem hafa farið fram síðustu laugardaga. Veðurblíðan á landinu gæti hafa spilað inn í fjölgunina. 23. apríl 2022 20:28
Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30