Innlent

Efling boðar til félagsfundar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur boðað til félagsfundar með meðlimum stéttarfélagsins. 
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur boðað til félagsfundar með meðlimum stéttarfélagsins.  Vísir/Vilhelm

Stjórn stéttarfélagsins Eflingar fundaði í kvöld og ákvað tímasetningu fyrir félagsfund. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til félagsmanna Eflingar í kvöld.

Um 500 félagsmenn undirrituðu nýlega skjal þar sem óskað var eftir félagsfundi og sagði Vísir frá því í vikunni að samkvæmt heimildum fréttastofu stæði til að leggja til vantrauststillögu á hendur Sólveigu Önnu á fundinum.

Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 27. apríl klukkan 18 í félagsheimili Eflingar í Guðrúnartúni.

Í póstinum kemur einnig fram að skipulagsbreytingar á skrifstofum félagsins gangi samkvæmt áætlun og að ráðningarferli séu komin af stað. Nýlega var öllu starfsfólki félagsins sagt upp.

„Félagsmenn eiga skilið að fá útskýringar fyrir þessari hópuppsögn,“ sagði Agnieszka Ziólkowska, varaformaður Eflingar, í samtali við fréttastofu á þriðjudaginn. Hún er ein þeirra sem var sagt upp í hópuppsögninni.


Tengdar fréttir

Segir Agnieszku hafa reynt að þvinga fram fund ólöglega

Formaður Eflingar segir framferði varaformanns Eflingar fyrir neðan allar hellur í tengslum við kröfu um félagsfund og sakar hana um að reyna að knýja fram slíkan fund ólöglega. Þá muni hún fara eftir lögum félagsins og ekki reyna að koma í veg fyrir að félagsfundur verði haldinn. 

Segir upp öllu starfs­fólki Eflingar

Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×