Aðgerðastefna gegn rasisma og fordómum fyrir réttlátara samfélag Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar 25. apríl 2022 08:31 Það er sorgleg staðreynd að á Íslandi grasseri fordómar og rasismi. Slíkir fordómar og hatur hafa mikil og neikvæð áhrif á stóran hóp fólks á Íslandi. Það er ekki bara ógagnlegt að afneita vandamálinu og gaslýsa fólk sem upplifir slíka fordóma, heldur er það einnig særandi, skaðlegt og stór hluti vandamálsins. Rasismi og fordómar eru margþætt samfélagsvandamál sem fyrirfinnast í öllum lögum samfélagsins og stofnunum þess. En hvað getum við gert til þess að sporna við slíkum fordómum fyrir betra og réttlátara samfélag? Við hjá Pírötum í Hafnarfirði viljum aðgerðastefnu gegn rasisma og fordómum hjá Hafnarfjarðarbæ. Fræðsla er lykilatriði þegar kemur að því að uppræta fordóma og enginn einstaklingur í samfélaginu ætti að þurfa að upplifa fordóma vegna húðlitar, tungumáls, trúarbragða, uppruna eða vegna þess að viðkomandi hefur sótt um alþjóðlega vernd eða hefur stöðu flóttamanns. Við myndum vilja sjá fræðslu í menntastofnunum bæjarins. Það er aldrei of snemmt að byrja að fræða fólk um fjölbreytileika mannlífsins og það er heldur aldrei of seint. Samfélagið verður að læra að hlusta þegar einstaklingar stíga fram og segja reynslu sína af fordómum, niðurlægingu og rasisma. Það er hluti af því að læra og skilja en ekki hrökkva í vörn. Á dögunum kom upp mál þar sem lögregla á Íslandi hafði tvisvar afskipti af 16 ára unglingi, eingöngu vegna þess að einstaklingurinn er með dökkan húðlit og tiltekna hárgreiðslu. Málið einkenndist bæði af samfélagslegum og kerfisbundnum rasisma. Niðurstaðan og afleiðingarnar eru ömurlegar fyrir einstaklinginn sjálfan og hafa einnig áhrif á stóran hóp í samfélaginu sem getur speglað sig í þessum atburði. Í kjölfarið er ólíðandi að dómsmálaráðherra stígi fram og afneiti því að rasismi grasseri innan lögreglunnar þegar hið sanna er að rasismi er stórt samfélagsvandamál hérlendis líkt og í flestum vestrænum löndum. Það er því ekki að undra að rasismi skuli einnig vera vandamál innan lögreglunnar. Það er jafnframt ólíðandi að innviðaráðherra á Íslandi láti út úr sér rasísk ummæli og í kjölfarið snúist umræðan meira um tilfinningar viðkomandi ráðherra eða um fólk sem stígur fram til þess að verja téðan ráðherra. Í staðinn ætti að nýta tækifærið til umræðu um hversu umfangsmikill og almennur rasismi er á Íslandi og hversu mikinn skaða slík ummæli geta ollið, þá sér í lagi frá manneskju í valdastöðu. Aðgerðastefna gegn rasisma og fordómum myndi vinna þvert á stofnanir Hafnarfjarðarbæjar þar sem verkferlar yrðu t.a.m. virkjaðir ef einstaklingur verður fyrir slíkum fordómum. Aðgerðastefnan hefði forvarnargildi, símenntunargildi og hún væri lausnamiðaður liður í því að virkja verkferla þegar fólk upplifir rasisma og fordóma og mismunun á grundvelli þess. Fyrir réttlátara samfélag og betri líðan allra samfélagsþegna. Höfundur er mannfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Hafnarfjörður Kynþáttafordómar Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það er sorgleg staðreynd að á Íslandi grasseri fordómar og rasismi. Slíkir fordómar og hatur hafa mikil og neikvæð áhrif á stóran hóp fólks á Íslandi. Það er ekki bara ógagnlegt að afneita vandamálinu og gaslýsa fólk sem upplifir slíka fordóma, heldur er það einnig særandi, skaðlegt og stór hluti vandamálsins. Rasismi og fordómar eru margþætt samfélagsvandamál sem fyrirfinnast í öllum lögum samfélagsins og stofnunum þess. En hvað getum við gert til þess að sporna við slíkum fordómum fyrir betra og réttlátara samfélag? Við hjá Pírötum í Hafnarfirði viljum aðgerðastefnu gegn rasisma og fordómum hjá Hafnarfjarðarbæ. Fræðsla er lykilatriði þegar kemur að því að uppræta fordóma og enginn einstaklingur í samfélaginu ætti að þurfa að upplifa fordóma vegna húðlitar, tungumáls, trúarbragða, uppruna eða vegna þess að viðkomandi hefur sótt um alþjóðlega vernd eða hefur stöðu flóttamanns. Við myndum vilja sjá fræðslu í menntastofnunum bæjarins. Það er aldrei of snemmt að byrja að fræða fólk um fjölbreytileika mannlífsins og það er heldur aldrei of seint. Samfélagið verður að læra að hlusta þegar einstaklingar stíga fram og segja reynslu sína af fordómum, niðurlægingu og rasisma. Það er hluti af því að læra og skilja en ekki hrökkva í vörn. Á dögunum kom upp mál þar sem lögregla á Íslandi hafði tvisvar afskipti af 16 ára unglingi, eingöngu vegna þess að einstaklingurinn er með dökkan húðlit og tiltekna hárgreiðslu. Málið einkenndist bæði af samfélagslegum og kerfisbundnum rasisma. Niðurstaðan og afleiðingarnar eru ömurlegar fyrir einstaklinginn sjálfan og hafa einnig áhrif á stóran hóp í samfélaginu sem getur speglað sig í þessum atburði. Í kjölfarið er ólíðandi að dómsmálaráðherra stígi fram og afneiti því að rasismi grasseri innan lögreglunnar þegar hið sanna er að rasismi er stórt samfélagsvandamál hérlendis líkt og í flestum vestrænum löndum. Það er því ekki að undra að rasismi skuli einnig vera vandamál innan lögreglunnar. Það er jafnframt ólíðandi að innviðaráðherra á Íslandi láti út úr sér rasísk ummæli og í kjölfarið snúist umræðan meira um tilfinningar viðkomandi ráðherra eða um fólk sem stígur fram til þess að verja téðan ráðherra. Í staðinn ætti að nýta tækifærið til umræðu um hversu umfangsmikill og almennur rasismi er á Íslandi og hversu mikinn skaða slík ummæli geta ollið, þá sér í lagi frá manneskju í valdastöðu. Aðgerðastefna gegn rasisma og fordómum myndi vinna þvert á stofnanir Hafnarfjarðarbæjar þar sem verkferlar yrðu t.a.m. virkjaðir ef einstaklingur verður fyrir slíkum fordómum. Aðgerðastefnan hefði forvarnargildi, símenntunargildi og hún væri lausnamiðaður liður í því að virkja verkferla þegar fólk upplifir rasisma og fordóma og mismunun á grundvelli þess. Fyrir réttlátara samfélag og betri líðan allra samfélagsþegna. Höfundur er mannfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun