Fékk risastórt faðmlag frá Klopp eftir leik sem talaði um fáránleikann í stöðu Origi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2022 08:31 Jürgen Klopp faðmar Divock Origi í leikslok eftir sigur Liverpool á Everton í gær. Getty/Clive Brunskill Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er löngu búinn að læra það að spila Divock Origi í derby leikjunum á móti Everton. Origi launaði honum líka traustið á Anfield í gær. Klopp hefur oft ekki pláss fyrir Origi í byrjunarliði sínu og stundum ekki einu sinni í hópnum. „Fáránlegt,“ eins og Klopp sagði sjálfur í viðtali eftir leikinn. Divock Origi hefur nú skorað sex mörk í níu leikjum á móti Everton sem eru tvöfalt fleiri mörk en á móti öðru liði í enska boltanum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Origi fékk risastórt faðmlag frá Klopp eftir leik sem vildi helst ekki sleppa Belganum. Hann talaði líka vel um hann eftir leikinn. „Ef ég er alveg hreinskilinn þá er hann heimsklassa framherji. Hann er það og hann er ekki að spila reglulega. Hann kemst stundum ekki einu sinni á bekkinn sem er algjörlega fáránlegt,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali við Sky Sports eftir leik. 6 - Divock Origi has scored six goals against Everton in all competitions for Liverpool, which is twice as many goals as he's scored against any other side for the Reds. Inevitable. pic.twitter.com/swyFf6ckOO— OptaJoe (@OptaJoe) April 24, 2022 „Þegar við köllum á hann hann, ég meina, þegar við þurfum á honum að halda, þá er hann alltaf mættur. Hann er goðsögn og mun áfram verða goðsögn í mínum augum að eilífu,“ sagði Klopp. „Hvað hann gerði í dag. Hann átti þátt í báðum mörkunum. Miðað við allt sem við gerðum betur í seinni hálfleiknum þá höfðum við líklega ekki klárað þennan leik án Origi,“ sagði Klopp. „Hann er frábær fótboltamaður, heimsklassa framherji og okkar besti færaklárari. Allir hjá félaginu myndu segja það. Við sjáum það á æfingum. Það er virkilega erfið ákvörðun að velja hann ekki í liðið. Allir elska Divock hér,“ sagði Klopp. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira
Klopp hefur oft ekki pláss fyrir Origi í byrjunarliði sínu og stundum ekki einu sinni í hópnum. „Fáránlegt,“ eins og Klopp sagði sjálfur í viðtali eftir leikinn. Divock Origi hefur nú skorað sex mörk í níu leikjum á móti Everton sem eru tvöfalt fleiri mörk en á móti öðru liði í enska boltanum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Origi fékk risastórt faðmlag frá Klopp eftir leik sem vildi helst ekki sleppa Belganum. Hann talaði líka vel um hann eftir leikinn. „Ef ég er alveg hreinskilinn þá er hann heimsklassa framherji. Hann er það og hann er ekki að spila reglulega. Hann kemst stundum ekki einu sinni á bekkinn sem er algjörlega fáránlegt,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali við Sky Sports eftir leik. 6 - Divock Origi has scored six goals against Everton in all competitions for Liverpool, which is twice as many goals as he's scored against any other side for the Reds. Inevitable. pic.twitter.com/swyFf6ckOO— OptaJoe (@OptaJoe) April 24, 2022 „Þegar við köllum á hann hann, ég meina, þegar við þurfum á honum að halda, þá er hann alltaf mættur. Hann er goðsögn og mun áfram verða goðsögn í mínum augum að eilífu,“ sagði Klopp. „Hvað hann gerði í dag. Hann átti þátt í báðum mörkunum. Miðað við allt sem við gerðum betur í seinni hálfleiknum þá höfðum við líklega ekki klárað þennan leik án Origi,“ sagði Klopp. „Hann er frábær fótboltamaður, heimsklassa framherji og okkar besti færaklárari. Allir hjá félaginu myndu segja það. Við sjáum það á æfingum. Það er virkilega erfið ákvörðun að velja hann ekki í liðið. Allir elska Divock hér,“ sagði Klopp. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira