Ferskir vindar fyrir Garðabæ með Viðreisn Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 25. apríl 2022 15:00 Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ vaxa sem sanngjarnt samfélag. En hvað er sanngjarnt? Fyrir sveitarfélag sem stendur fjárhagslega vel, líkt og Garðabær, er sanngjarnt að öll lögbundin þjónusta sé framúrskarandi. Þá fyrst getum við talað um Garðabæ sem framúrskarandi sveitarfélag sem stendur vel. Að standa vel snýr jöfnum höndum að því að fara vel með fjármuni og forgangsraða skattpeningum í þágu lögbundinnar þjónustu og grunnþjónustu á við leikskóla. Garðabær stendur fjárhagslega vel þrátt fyrir tveggja ára heimsfaraldur sem setti strik í reikninginn og jók útgjöld til félagsþjónustu. Á sama tíma hægði verulega á mikilvægum verkefnum sem lúta að uppfærslu stjórnsýslunnar til nútímans. Fyrir litla stjórnsýslu er ekki hægt að hlaða verkefnum endalaust á og undir því álagi sem hlaust af heimsfaraldri þarfnaðist stjórnsýslan allra handa upp á dekk til að tryggja grunnþjónustu og bregðast við óvissunni frá degi til dags. Það gerði starfsfólk Garðabæjar svo sannarlega með afbrigðum vel. En á sama tíma hefur átt sér mikill og hraður vöxtur í sveitarfélaginu. Svo hraður að tímabært er að endurskoða burði stjórnsýslunnar miðað við þann mannafla sem hún hefur. Verkefnum fjölgar og ýmis þjónusta eykst samhliða íbúafjölgun. Innviðir velferðarþjónustu jafnt sem innviðir umhverfis- og skipulagsmála þurfa að valda slíkri fjölgun. Tryggjum þjónustu í hæstu gæðum Þrátt fyrir að standa fjárhagslega vel hefur ekki gengið jafnvel hjá Garðabæ að veita framúrskarandi þjónustu við þá sem minna mega sín. Það hefur ekki verið í forgangi að setja lögbundna þjónustu við fatlað fólk eða fjölskyldur þeirra í fyrsta sæti. Það hefur ekki heldur verið í forgangi að tryggja búsetu fyrir alla. Garðabær býr yfir afar rýru framboði af félagslegu húsnæði og er þar langt á eftir nágrannasveitarfélögum sínum, miðað við fjölda íbúa. Ítrekað fáum við þær staðreyndir upp á borð hvernig íbúar í Garðabæ, sem þurfa á slíku búsetuúrræði að halda, sitja eftir samanborið við íbúa annarra sveitarfélaga. Það er allt að átakanlegt að horfast í augu við þær staðreyndir, því við getum gert svo mikið betur. Á meðan Garðabær veitir lakari þjónustu en aðrir, getum við ekki staðið keik og talað uppfull af stolti, hátt og snjallt um að Garðabær standi svo vel og jafnvel framar öðrum sveitarfélögum. Sterk fjárhagsleg staða er hins vegar forsenda þess að hægt sé að veita betri þjónustu og styðja enn betur við fjölbreytileika samfélagsins. Garðabær framtíðar Við í Viðreisn viljum bretta upp ermar, auka markvisst framboð á félagslegu húsnæði og hækka þjónustustig við alla þá sem þurfa á félagsþjónustu að halda. Við viljum líka byggja upp gagnsærri og stafrænni stjórnsýslu, stýra innkaupum með faglegri hætti í gegnum opinber innkaup og grænum fjárfestingum og byggja upp innviði í takt við íbúaþróun. Við viljum hraðari uppbyggingu og tryggja íbúum raunverulegt val um umhverfisvænan lífsstíl með því að tryggja og styðja við almenningssamgöngur og öruggar samgöngur hjólandi og gangandi um allan Garðabæ. Líka til og frá úthverfanna okkar mikilvægu. Við í Viðreisn viljum öflugt nærsamfélag með blómlegri atvinnustarfsemi, þar sem börnum og ungmennum býðst skólaval í öflugum skólum Garðabæjar, þar sem stutt er við íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni í öllum hverfum. Við viljum Garðabæ sem valkost fyrir öll sem vilja búa í sveitarfélagi sem býr við náttúruperlur sem bjóða upp á stórkostlega möguleika til útivistar. Eftir setu mína í bæjarstjórn sl. fjögur ár veit ég að það skiptir máli að áherslur Viðreisnar hafi rödd við bæjarstjórnarborðið. Því fleiri sem við verðum, því sterkari verður rödd okkar. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Viðreisn Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ vaxa sem sanngjarnt samfélag. En hvað er sanngjarnt? Fyrir sveitarfélag sem stendur fjárhagslega vel, líkt og Garðabær, er sanngjarnt að öll lögbundin þjónusta sé framúrskarandi. Þá fyrst getum við talað um Garðabæ sem framúrskarandi sveitarfélag sem stendur vel. Að standa vel snýr jöfnum höndum að því að fara vel með fjármuni og forgangsraða skattpeningum í þágu lögbundinnar þjónustu og grunnþjónustu á við leikskóla. Garðabær stendur fjárhagslega vel þrátt fyrir tveggja ára heimsfaraldur sem setti strik í reikninginn og jók útgjöld til félagsþjónustu. Á sama tíma hægði verulega á mikilvægum verkefnum sem lúta að uppfærslu stjórnsýslunnar til nútímans. Fyrir litla stjórnsýslu er ekki hægt að hlaða verkefnum endalaust á og undir því álagi sem hlaust af heimsfaraldri þarfnaðist stjórnsýslan allra handa upp á dekk til að tryggja grunnþjónustu og bregðast við óvissunni frá degi til dags. Það gerði starfsfólk Garðabæjar svo sannarlega með afbrigðum vel. En á sama tíma hefur átt sér mikill og hraður vöxtur í sveitarfélaginu. Svo hraður að tímabært er að endurskoða burði stjórnsýslunnar miðað við þann mannafla sem hún hefur. Verkefnum fjölgar og ýmis þjónusta eykst samhliða íbúafjölgun. Innviðir velferðarþjónustu jafnt sem innviðir umhverfis- og skipulagsmála þurfa að valda slíkri fjölgun. Tryggjum þjónustu í hæstu gæðum Þrátt fyrir að standa fjárhagslega vel hefur ekki gengið jafnvel hjá Garðabæ að veita framúrskarandi þjónustu við þá sem minna mega sín. Það hefur ekki verið í forgangi að setja lögbundna þjónustu við fatlað fólk eða fjölskyldur þeirra í fyrsta sæti. Það hefur ekki heldur verið í forgangi að tryggja búsetu fyrir alla. Garðabær býr yfir afar rýru framboði af félagslegu húsnæði og er þar langt á eftir nágrannasveitarfélögum sínum, miðað við fjölda íbúa. Ítrekað fáum við þær staðreyndir upp á borð hvernig íbúar í Garðabæ, sem þurfa á slíku búsetuúrræði að halda, sitja eftir samanborið við íbúa annarra sveitarfélaga. Það er allt að átakanlegt að horfast í augu við þær staðreyndir, því við getum gert svo mikið betur. Á meðan Garðabær veitir lakari þjónustu en aðrir, getum við ekki staðið keik og talað uppfull af stolti, hátt og snjallt um að Garðabær standi svo vel og jafnvel framar öðrum sveitarfélögum. Sterk fjárhagsleg staða er hins vegar forsenda þess að hægt sé að veita betri þjónustu og styðja enn betur við fjölbreytileika samfélagsins. Garðabær framtíðar Við í Viðreisn viljum bretta upp ermar, auka markvisst framboð á félagslegu húsnæði og hækka þjónustustig við alla þá sem þurfa á félagsþjónustu að halda. Við viljum líka byggja upp gagnsærri og stafrænni stjórnsýslu, stýra innkaupum með faglegri hætti í gegnum opinber innkaup og grænum fjárfestingum og byggja upp innviði í takt við íbúaþróun. Við viljum hraðari uppbyggingu og tryggja íbúum raunverulegt val um umhverfisvænan lífsstíl með því að tryggja og styðja við almenningssamgöngur og öruggar samgöngur hjólandi og gangandi um allan Garðabæ. Líka til og frá úthverfanna okkar mikilvægu. Við í Viðreisn viljum öflugt nærsamfélag með blómlegri atvinnustarfsemi, þar sem börnum og ungmennum býðst skólaval í öflugum skólum Garðabæjar, þar sem stutt er við íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni í öllum hverfum. Við viljum Garðabæ sem valkost fyrir öll sem vilja búa í sveitarfélagi sem býr við náttúruperlur sem bjóða upp á stórkostlega möguleika til útivistar. Eftir setu mína í bæjarstjórn sl. fjögur ár veit ég að það skiptir máli að áherslur Viðreisnar hafi rödd við bæjarstjórnarborðið. Því fleiri sem við verðum, því sterkari verður rödd okkar. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar