Sterkari saman Jóhanna M. Þorvaldsdóttir skrifar 25. apríl 2022 15:31 Það eru ekki mörg sveitarfélög sem geta státað sig af því að hafa námsframboð á öllum skólastigum. Sveitarfélagið okkar, Borgarbyggð, býr svo vel að hafa fimm leikskóla, tvo grunnskóla, menntaskóla og tvo háskóla. Innra starf hvers skóla er einstakt þar sem þeir hafa í gegnum tíðina mótað eigin áherslur hver fyrir sig og í samstarfi við aðra. Eitt mikilvægasta verkefni sveitarstjórnar hverju sinni er að standa við bakið á og efla lærdómssamfélag hvers sveitarfélags fyrir sig sem skólarnir, nemendur, starfsfólk og íbúar mynda. Fjórða iðnbyltingin er nú í veldisvexti og á sama tíma er ofarlega á baugi mikilvægi þess að undirbúa nemendur fyrir störf framtíðarinnar sem í raun og veru enginn veit hvers eðlis verða. Því er mikilvægt að skólarnir séu vel búnir þegar kemur að tækni. Eitt tæki per nemanda í unglingadeild ætti að vera markmið næstu ára. Með aukinni áherslu á upplýsingatækni, upplýsingalæsi, ábyrga netnotkun, stafræna borgaravitund og notkun á tólum tæknarinnar í sveitarfélaginu öllu. Skólarnir þurfa frelsi og tækifæri til nýsköpunar í skólastarfi, til eflingar á innra starfi. Þar sem vinnuaðstaða og umhverfi nemenda og starfsfólks er til fyrirmyndar. Til þess þurfum við að skoða vandlega með öllum þeim aðilum sem skólasamfélagið mynda, hver þörfin er og hvernig við getum mætt henni. Í þessu samhengi er mikilvægt að hlusta á raddir nemenda því hver veit betur en þjónustuþegarnir sjálfir í hvers konar umhverfi, aðstæðum og með hvað hætti þeim hentar best að sinna námi sínu. Samfylkingin og Viðreisn stefna ekki að lokunum skóla í uppsveitum heldur vilja ýta undir uppbyggingu og fólksfjölgun á þeim svæðum. Þörf er fyrir frekari fjölgun lóða í þéttbýliskjörnum og raunar er nú þegar hafin skipulagsvinna að stóru hverfi við Reykholt. Verið er að klára gatnagerð á Varmalandi og á Hvanneyri á svæði sem búið er að skipuleggja. Þá er einnig unnið að því að finna fleiri ákjósanlegar lóðir, fyrir fjölgun íbúa og fjölbreytta atvinnustarfsemi. Það blasir því við að tækifærin til uppbyggingar í Borgarbyggð eru mörg en til þess að laða fólk að þarf öll grunnþjónusta að vera til staðar. Það er markmið Samfylkingar og Viðreisnar á næsta kjörtímabili að efla menntastefnu Borgarbyggðar og koma skólum sveitarfélagsins í fremstu röð. Það er mikilvægt að gera með uppbyggingu innviða og fagþekkingar skólasamfélagsins. Þar sem lýðræðisleg vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi þar sem raddir allra fá áheyrn. Höfundur er grunn- og framhaldsskólakennari og skipar 9. sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Borgarbyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það eru ekki mörg sveitarfélög sem geta státað sig af því að hafa námsframboð á öllum skólastigum. Sveitarfélagið okkar, Borgarbyggð, býr svo vel að hafa fimm leikskóla, tvo grunnskóla, menntaskóla og tvo háskóla. Innra starf hvers skóla er einstakt þar sem þeir hafa í gegnum tíðina mótað eigin áherslur hver fyrir sig og í samstarfi við aðra. Eitt mikilvægasta verkefni sveitarstjórnar hverju sinni er að standa við bakið á og efla lærdómssamfélag hvers sveitarfélags fyrir sig sem skólarnir, nemendur, starfsfólk og íbúar mynda. Fjórða iðnbyltingin er nú í veldisvexti og á sama tíma er ofarlega á baugi mikilvægi þess að undirbúa nemendur fyrir störf framtíðarinnar sem í raun og veru enginn veit hvers eðlis verða. Því er mikilvægt að skólarnir séu vel búnir þegar kemur að tækni. Eitt tæki per nemanda í unglingadeild ætti að vera markmið næstu ára. Með aukinni áherslu á upplýsingatækni, upplýsingalæsi, ábyrga netnotkun, stafræna borgaravitund og notkun á tólum tæknarinnar í sveitarfélaginu öllu. Skólarnir þurfa frelsi og tækifæri til nýsköpunar í skólastarfi, til eflingar á innra starfi. Þar sem vinnuaðstaða og umhverfi nemenda og starfsfólks er til fyrirmyndar. Til þess þurfum við að skoða vandlega með öllum þeim aðilum sem skólasamfélagið mynda, hver þörfin er og hvernig við getum mætt henni. Í þessu samhengi er mikilvægt að hlusta á raddir nemenda því hver veit betur en þjónustuþegarnir sjálfir í hvers konar umhverfi, aðstæðum og með hvað hætti þeim hentar best að sinna námi sínu. Samfylkingin og Viðreisn stefna ekki að lokunum skóla í uppsveitum heldur vilja ýta undir uppbyggingu og fólksfjölgun á þeim svæðum. Þörf er fyrir frekari fjölgun lóða í þéttbýliskjörnum og raunar er nú þegar hafin skipulagsvinna að stóru hverfi við Reykholt. Verið er að klára gatnagerð á Varmalandi og á Hvanneyri á svæði sem búið er að skipuleggja. Þá er einnig unnið að því að finna fleiri ákjósanlegar lóðir, fyrir fjölgun íbúa og fjölbreytta atvinnustarfsemi. Það blasir því við að tækifærin til uppbyggingar í Borgarbyggð eru mörg en til þess að laða fólk að þarf öll grunnþjónusta að vera til staðar. Það er markmið Samfylkingar og Viðreisnar á næsta kjörtímabili að efla menntastefnu Borgarbyggðar og koma skólum sveitarfélagsins í fremstu röð. Það er mikilvægt að gera með uppbyggingu innviða og fagþekkingar skólasamfélagsins. Þar sem lýðræðisleg vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi þar sem raddir allra fá áheyrn. Höfundur er grunn- og framhaldsskólakennari og skipar 9. sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun