Viðskipti innlent

Bein út­sending: Fram­tíð líf­tækni á Ís­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands, flytur opnunarávarp fundarins.
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands, flytur opnunarávarp fundarins.

Alvotech og Háskóli Íslands standa fyrir þriðja fundinum í fyrirlestraröðinni „Framtíð nýsköpunar“ milli klukkan 14 og 16 í dag. Fundurinn fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og verður hægt að fylgjast með honum í streymi í spilara að neðan.

Í tilkynningu segir að fundurinn í dag beri yfirskriftina „Líftækni á Íslandi – Hvert stefnum við?“.

„Að þessu sinni verður sjónum beint að framtíð líftækni á Íslandi, en líftækniiðnaðurinn hefur vaxið ört á undanförnum áratugum. Mikil uppbygging hefur átt sér stað og dýrmæt þekking skapast með öflugu samstarfi vísindasamfélags og atvinnulífs. Í þessum þriðja viðburði í fundarröðinni rýnum við í framtíð nýsköpunar í líftækni á Íslandi.“

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. 

  • Opnunarávarp flytur: Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands
  • Erindi flytja:
  • Kristín Björk Eiríksdóttir, deildarstjóri á lyfjavísindasviði hjá Alvotech – „Níu ár – og hvað svo?“
  • Björn Örvar, vísindastjóri hjá ORF Líftækni – „Er líftæknin á leið í kjötrækt?“
  • Friðrik Garðarsson, stofnandi og nýsköpunarstjóri EpiEndo Pharmaceuticals – „Kringumstæður til vaxtar og viðgangs nýsköpunarfyrirtækja í líftækni og lyfjaþróun á Íslandi og tækifæri þeirra til alþjóðasóknar“
  • Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland – „Frumkvöðlar og frumútboð: Skráningar lyfja- og líftæknifyrirtækja á Norðurlöndunum“
  • Fundarstjóri er Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech





Fleiri fréttir

Sjá meira


×