Hart tekist á í Pallborðinu: „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2022 15:40 Guðmundur Árni Stefánsson og Rósa Guðbjartsdóttir fóru um víðan völl í Pallborðinu í dag. Oft var bæði talað með munni og höndum. Vísir/Vilhelm „Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að,“ segir oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Bæjarstjórinn segir uppbyggingu í bænum svo mikla að hann sé í daglegu tali kallaður Kranafjörður. Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar, Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri auk Sigurðar Þ. Ragnarssonar oddvita Miðflokks tókust á í Pallborðinu á Vísi í dag sem Heimir Már Pétursson stýrði. Óhætt er að segja að tekist hafi verið á í þættinum enda styttist í kosningar. Gengið verður að kjörborðinu þann 14. maí. Sigurður sagði að lítil hreyfing hefði verið á lóðum í bænum á fyrri hluta kjörtímabilsins sem nú fer að líða undir lok. Hann gaf lítið fyrir afsakanir um að staðsetningar raflínu hefði gert bænum erfitt fyrir með uppbyggingu. Miðflokkurinn hefði teflt fram lausnum í bæjarstjórn sem meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hefði ekki hlustað á. Nú fyllist Facebook af færslum þess efnis að íbúðir spretti upp í Hafnarfirði sem Sigurður vill meina að máli falska mynd af gangi mála. „Við getum nú bara farið um bæinn Siggi minn og séð kranana. Bærinn er kallaður Kranafjörður. Það er ekkert eitthvað í framtíðinni. Það eru íbúðir sem eru komnar í sölu og eru komnar í sölu. Það eru þúsund íbúðir í byggingu núna,“ sagði Rósa. Oddvitarnir fóru um víðan völl í þættinum.Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni, sem var bæjarstjóri í Hafnarfirði á sínum tíma og snýr nú aftur í bæjarpólitíkina, sagði Rósu mála sykurhúðaða mynd. Leikskólamálin séu í molum, skuldir per einstakling séu himinháar og tími sé kominn fyrir jafnaðarmenn að taka til eftir íhaldið, eins og svo oft áður. „Við jafnaðarmenn að við þekkjum það að taka við af íhaldinu þegar það hefur gefist upp. Hafnfirðingar eru í rót jafnaðarmenn. Við erum tilbúin að taka bæinn upp á nýjan leik.“ Bað Guðmund um að tala ekki niður til hennar Nokkur hiti var í umræðunum og bað Rósa Guðmund í eitt skipti um að hætta að tala niður til hennar. Guðmundur kannaðist ekki við að gera neitt slíkt. „Það er dapurt að hlusta á fyrrverandi bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í Hafnarfirði koma hingað eftir þrjátíu ár og gera lítið úr því sem er að gerast. Það þarf ekki annað en að hjóla, keyra eða ganga um. Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað,“ sagði Rósa. „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt.“ Reikna má með hörðum kosningaslag í Hafnarfirðinum. Vísir/Vilhelm Þá væri fyndið að segja að Samfylkingin væri að taka til eftir Sjálfstæðisflokkinn. Voru þau Guðmundur Árni og Rósa á öndverðum meiði um hver tæki til eftir hvern í Hafnarfirði. Fjöldi verkamanna hafi flutt úr bænum „Ég held að Rósa ætti að fara sér hægt að hæla sér af byggingarkrönum í Hafnarfirði. Hafnarfjörður í fyrsta skipti frá 1938 var fólksfækkun í Hafnarfirði árið 2020. Tuttugu manns bættust við árið 2021. Þetta hefur aldrei gerst á okkar líftíma,“ sagði Guðmunudr Árni. „Það er erfitt að hlusta á veruleikann en hann er þessi. Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að.“ Rósa benti á að þessi tölfræði væri tekin saman á sama tíma og töluverður fjöldi erlendra verkamanna hefði flutt úr bænum á meðan kórónuveirufaraldurinn var í gangi. Pallborðið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Sjá meira
Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar, Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri auk Sigurðar Þ. Ragnarssonar oddvita Miðflokks tókust á í Pallborðinu á Vísi í dag sem Heimir Már Pétursson stýrði. Óhætt er að segja að tekist hafi verið á í þættinum enda styttist í kosningar. Gengið verður að kjörborðinu þann 14. maí. Sigurður sagði að lítil hreyfing hefði verið á lóðum í bænum á fyrri hluta kjörtímabilsins sem nú fer að líða undir lok. Hann gaf lítið fyrir afsakanir um að staðsetningar raflínu hefði gert bænum erfitt fyrir með uppbyggingu. Miðflokkurinn hefði teflt fram lausnum í bæjarstjórn sem meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hefði ekki hlustað á. Nú fyllist Facebook af færslum þess efnis að íbúðir spretti upp í Hafnarfirði sem Sigurður vill meina að máli falska mynd af gangi mála. „Við getum nú bara farið um bæinn Siggi minn og séð kranana. Bærinn er kallaður Kranafjörður. Það er ekkert eitthvað í framtíðinni. Það eru íbúðir sem eru komnar í sölu og eru komnar í sölu. Það eru þúsund íbúðir í byggingu núna,“ sagði Rósa. Oddvitarnir fóru um víðan völl í þættinum.Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni, sem var bæjarstjóri í Hafnarfirði á sínum tíma og snýr nú aftur í bæjarpólitíkina, sagði Rósu mála sykurhúðaða mynd. Leikskólamálin séu í molum, skuldir per einstakling séu himinháar og tími sé kominn fyrir jafnaðarmenn að taka til eftir íhaldið, eins og svo oft áður. „Við jafnaðarmenn að við þekkjum það að taka við af íhaldinu þegar það hefur gefist upp. Hafnfirðingar eru í rót jafnaðarmenn. Við erum tilbúin að taka bæinn upp á nýjan leik.“ Bað Guðmund um að tala ekki niður til hennar Nokkur hiti var í umræðunum og bað Rósa Guðmund í eitt skipti um að hætta að tala niður til hennar. Guðmundur kannaðist ekki við að gera neitt slíkt. „Það er dapurt að hlusta á fyrrverandi bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í Hafnarfirði koma hingað eftir þrjátíu ár og gera lítið úr því sem er að gerast. Það þarf ekki annað en að hjóla, keyra eða ganga um. Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað,“ sagði Rósa. „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt.“ Reikna má með hörðum kosningaslag í Hafnarfirðinum. Vísir/Vilhelm Þá væri fyndið að segja að Samfylkingin væri að taka til eftir Sjálfstæðisflokkinn. Voru þau Guðmundur Árni og Rósa á öndverðum meiði um hver tæki til eftir hvern í Hafnarfirði. Fjöldi verkamanna hafi flutt úr bænum „Ég held að Rósa ætti að fara sér hægt að hæla sér af byggingarkrönum í Hafnarfirði. Hafnarfjörður í fyrsta skipti frá 1938 var fólksfækkun í Hafnarfirði árið 2020. Tuttugu manns bættust við árið 2021. Þetta hefur aldrei gerst á okkar líftíma,“ sagði Guðmunudr Árni. „Það er erfitt að hlusta á veruleikann en hann er þessi. Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að.“ Rósa benti á að þessi tölfræði væri tekin saman á sama tíma og töluverður fjöldi erlendra verkamanna hefði flutt úr bænum á meðan kórónuveirufaraldurinn var í gangi.
Pallborðið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Sjá meira