Birta myndefni frá tökustaðnum þar sem Hutchins var skotin til bana Eiður Þór Árnason skrifar 26. apríl 2022 11:15 Lögreglan hefur meðal annars birt klippu þar sem Alec Baldwin sést æfa umrædda senu. Skjáskot Lögregluyfirvöld í Nýju-Mexíkó birtu í gær myndefni sem stuðst er við í rannsókn á dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Hutchins lést þann 21. október 2021 eftir að skot hljóp úr byssu sem leikarinn Alec Baldwin beindi að henni við tökur á kvikmyndinni Rust en auk hennar særðist leikstjórinn Joel Souza. Myndefnið, sem var meðal annars tekið með búkmyndavél, sýnir að sögn AP-fréttaveitunnar frá leit að skotvopninu sem leiddi lögreglumann á vettvangi að vopnaverði sem brast í grát. Annað myndbrot sýnir þegar Baldwin æfir það að draga byssu fljótt úr slíðri. Adan Mendoza, lögreglustjóri í Santa Fe í New Mexíkó, segir í yfirlýsingu að rannsókn málsins standi enn yfir og meðal annars sé beðið eftir skotvopnafræðiniðurstöðum og réttarfræðilegri greiningu frá bandarísku alríkislögreglunni. Að sögn Mendoza tók lögregluembættið ákvörðun um að birta öll gögn sem tengdust rannsókninni, þar á meðal ljósmyndir af byssunni. Horfa má á hluta af myndefninu og ljósmyndum sem lögreglan birti í spilaranum fyrir neðan. Reyndi að púsla saman atburðarásinni Í myndbandi sem tekið var af lögreglunni síðar þennan dag sést Baldwin hringja nokkur örvængingafull símtöl á meðan hann bíður eftir því að fá að ræða við lögreglu. „Þú hefur enga hugmynd um það hversu ótrúlegt þetta er og hversu skrítið þetta er,“ sést hann segja hann í síma. Í skýrslutölu sést Baldwin reyna að púsla saman atburðarásinni áður en hann virðist hafa áttað sig á því að Hutchins væri í lífshættu. Lýsir hann því meðal annars að byssan hefði átt að vera algjörlega tóm á meðan æfing stóð yfir og slökkt var á myndavélunum. Police have released footage of an interview conducted with actor Alec Baldwin from October 2021. Read more: https://t.co/H62y7BUECA pic.twitter.com/vgDI0Vqu1d— Sky News (@SkyNews) April 26, 2022 Áður hefur Baldwin lýst því yfir í samtali við fjölmiðla að hann hafi beint byssunni að Hutchins að hennar eigin ósk og ekki tekið í gikkinn áður en skotið hljóp úr byssunni sem banaði kvikmyndatökustjóranum. Þau voru stödd í lítilli kirkju að æfa senu þegar avikið átti sér stað. Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða Hutchins. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. Sektin sem um ræðir sú hæsta sem deildin gat gefið út en upphæðin samsvarar ríflega 17,5 milljónum króna. Þá kemur fram í niðurstöðunni að þeir sem sáu um myndina vissu af því að ekki væri farið eftir öryggiráðstöfunum þegar kom að notkun skotvopna. Framleiðendurnir segjast ósammála niðurstöðunni og ætla að áfrýja. Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16. febrúar 2022 08:39 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Hutchins lést þann 21. október 2021 eftir að skot hljóp úr byssu sem leikarinn Alec Baldwin beindi að henni við tökur á kvikmyndinni Rust en auk hennar særðist leikstjórinn Joel Souza. Myndefnið, sem var meðal annars tekið með búkmyndavél, sýnir að sögn AP-fréttaveitunnar frá leit að skotvopninu sem leiddi lögreglumann á vettvangi að vopnaverði sem brast í grát. Annað myndbrot sýnir þegar Baldwin æfir það að draga byssu fljótt úr slíðri. Adan Mendoza, lögreglustjóri í Santa Fe í New Mexíkó, segir í yfirlýsingu að rannsókn málsins standi enn yfir og meðal annars sé beðið eftir skotvopnafræðiniðurstöðum og réttarfræðilegri greiningu frá bandarísku alríkislögreglunni. Að sögn Mendoza tók lögregluembættið ákvörðun um að birta öll gögn sem tengdust rannsókninni, þar á meðal ljósmyndir af byssunni. Horfa má á hluta af myndefninu og ljósmyndum sem lögreglan birti í spilaranum fyrir neðan. Reyndi að púsla saman atburðarásinni Í myndbandi sem tekið var af lögreglunni síðar þennan dag sést Baldwin hringja nokkur örvængingafull símtöl á meðan hann bíður eftir því að fá að ræða við lögreglu. „Þú hefur enga hugmynd um það hversu ótrúlegt þetta er og hversu skrítið þetta er,“ sést hann segja hann í síma. Í skýrslutölu sést Baldwin reyna að púsla saman atburðarásinni áður en hann virðist hafa áttað sig á því að Hutchins væri í lífshættu. Lýsir hann því meðal annars að byssan hefði átt að vera algjörlega tóm á meðan æfing stóð yfir og slökkt var á myndavélunum. Police have released footage of an interview conducted with actor Alec Baldwin from October 2021. Read more: https://t.co/H62y7BUECA pic.twitter.com/vgDI0Vqu1d— Sky News (@SkyNews) April 26, 2022 Áður hefur Baldwin lýst því yfir í samtali við fjölmiðla að hann hafi beint byssunni að Hutchins að hennar eigin ósk og ekki tekið í gikkinn áður en skotið hljóp úr byssunni sem banaði kvikmyndatökustjóranum. Þau voru stödd í lítilli kirkju að æfa senu þegar avikið átti sér stað. Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða Hutchins. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. Sektin sem um ræðir sú hæsta sem deildin gat gefið út en upphæðin samsvarar ríflega 17,5 milljónum króna. Þá kemur fram í niðurstöðunni að þeir sem sáu um myndina vissu af því að ekki væri farið eftir öryggiráðstöfunum þegar kom að notkun skotvopna. Framleiðendurnir segjast ósammála niðurstöðunni og ætla að áfrýja.
Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16. febrúar 2022 08:39 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04
Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16. febrúar 2022 08:39