Birta myndefni frá tökustaðnum þar sem Hutchins var skotin til bana Eiður Þór Árnason skrifar 26. apríl 2022 11:15 Lögreglan hefur meðal annars birt klippu þar sem Alec Baldwin sést æfa umrædda senu. Skjáskot Lögregluyfirvöld í Nýju-Mexíkó birtu í gær myndefni sem stuðst er við í rannsókn á dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Hutchins lést þann 21. október 2021 eftir að skot hljóp úr byssu sem leikarinn Alec Baldwin beindi að henni við tökur á kvikmyndinni Rust en auk hennar særðist leikstjórinn Joel Souza. Myndefnið, sem var meðal annars tekið með búkmyndavél, sýnir að sögn AP-fréttaveitunnar frá leit að skotvopninu sem leiddi lögreglumann á vettvangi að vopnaverði sem brast í grát. Annað myndbrot sýnir þegar Baldwin æfir það að draga byssu fljótt úr slíðri. Adan Mendoza, lögreglustjóri í Santa Fe í New Mexíkó, segir í yfirlýsingu að rannsókn málsins standi enn yfir og meðal annars sé beðið eftir skotvopnafræðiniðurstöðum og réttarfræðilegri greiningu frá bandarísku alríkislögreglunni. Að sögn Mendoza tók lögregluembættið ákvörðun um að birta öll gögn sem tengdust rannsókninni, þar á meðal ljósmyndir af byssunni. Horfa má á hluta af myndefninu og ljósmyndum sem lögreglan birti í spilaranum fyrir neðan. Reyndi að púsla saman atburðarásinni Í myndbandi sem tekið var af lögreglunni síðar þennan dag sést Baldwin hringja nokkur örvængingafull símtöl á meðan hann bíður eftir því að fá að ræða við lögreglu. „Þú hefur enga hugmynd um það hversu ótrúlegt þetta er og hversu skrítið þetta er,“ sést hann segja hann í síma. Í skýrslutölu sést Baldwin reyna að púsla saman atburðarásinni áður en hann virðist hafa áttað sig á því að Hutchins væri í lífshættu. Lýsir hann því meðal annars að byssan hefði átt að vera algjörlega tóm á meðan æfing stóð yfir og slökkt var á myndavélunum. Police have released footage of an interview conducted with actor Alec Baldwin from October 2021. Read more: https://t.co/H62y7BUECA pic.twitter.com/vgDI0Vqu1d— Sky News (@SkyNews) April 26, 2022 Áður hefur Baldwin lýst því yfir í samtali við fjölmiðla að hann hafi beint byssunni að Hutchins að hennar eigin ósk og ekki tekið í gikkinn áður en skotið hljóp úr byssunni sem banaði kvikmyndatökustjóranum. Þau voru stödd í lítilli kirkju að æfa senu þegar avikið átti sér stað. Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða Hutchins. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. Sektin sem um ræðir sú hæsta sem deildin gat gefið út en upphæðin samsvarar ríflega 17,5 milljónum króna. Þá kemur fram í niðurstöðunni að þeir sem sáu um myndina vissu af því að ekki væri farið eftir öryggiráðstöfunum þegar kom að notkun skotvopna. Framleiðendurnir segjast ósammála niðurstöðunni og ætla að áfrýja. Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16. febrúar 2022 08:39 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Sjá meira
Hutchins lést þann 21. október 2021 eftir að skot hljóp úr byssu sem leikarinn Alec Baldwin beindi að henni við tökur á kvikmyndinni Rust en auk hennar særðist leikstjórinn Joel Souza. Myndefnið, sem var meðal annars tekið með búkmyndavél, sýnir að sögn AP-fréttaveitunnar frá leit að skotvopninu sem leiddi lögreglumann á vettvangi að vopnaverði sem brast í grát. Annað myndbrot sýnir þegar Baldwin æfir það að draga byssu fljótt úr slíðri. Adan Mendoza, lögreglustjóri í Santa Fe í New Mexíkó, segir í yfirlýsingu að rannsókn málsins standi enn yfir og meðal annars sé beðið eftir skotvopnafræðiniðurstöðum og réttarfræðilegri greiningu frá bandarísku alríkislögreglunni. Að sögn Mendoza tók lögregluembættið ákvörðun um að birta öll gögn sem tengdust rannsókninni, þar á meðal ljósmyndir af byssunni. Horfa má á hluta af myndefninu og ljósmyndum sem lögreglan birti í spilaranum fyrir neðan. Reyndi að púsla saman atburðarásinni Í myndbandi sem tekið var af lögreglunni síðar þennan dag sést Baldwin hringja nokkur örvængingafull símtöl á meðan hann bíður eftir því að fá að ræða við lögreglu. „Þú hefur enga hugmynd um það hversu ótrúlegt þetta er og hversu skrítið þetta er,“ sést hann segja hann í síma. Í skýrslutölu sést Baldwin reyna að púsla saman atburðarásinni áður en hann virðist hafa áttað sig á því að Hutchins væri í lífshættu. Lýsir hann því meðal annars að byssan hefði átt að vera algjörlega tóm á meðan æfing stóð yfir og slökkt var á myndavélunum. Police have released footage of an interview conducted with actor Alec Baldwin from October 2021. Read more: https://t.co/H62y7BUECA pic.twitter.com/vgDI0Vqu1d— Sky News (@SkyNews) April 26, 2022 Áður hefur Baldwin lýst því yfir í samtali við fjölmiðla að hann hafi beint byssunni að Hutchins að hennar eigin ósk og ekki tekið í gikkinn áður en skotið hljóp úr byssunni sem banaði kvikmyndatökustjóranum. Þau voru stödd í lítilli kirkju að æfa senu þegar avikið átti sér stað. Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða Hutchins. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. Sektin sem um ræðir sú hæsta sem deildin gat gefið út en upphæðin samsvarar ríflega 17,5 milljónum króna. Þá kemur fram í niðurstöðunni að þeir sem sáu um myndina vissu af því að ekki væri farið eftir öryggiráðstöfunum þegar kom að notkun skotvopna. Framleiðendurnir segjast ósammála niðurstöðunni og ætla að áfrýja.
Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16. febrúar 2022 08:39 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Sjá meira
Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04
Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16. febrúar 2022 08:39