Húsið er rúmir 426 fermetrar en kaupandinn er félagið Laug ehf. sem er í eigu Kristjáns Magnasonar og Jóhanns Guðlaugs Jóhannssonar. Jóhann er náinn samstarfsmaður Róberts samkvæmt Viðskiptablaðinu sem greindi fyrst frá sölunni.

Húsið var byggt árið 1990 en endurnýjað árin 2019-2021. Róbert keypti eignina árið 2017 fyrir 187,5 milljónir króna.
Samkvæmt fasteignaauglýsingunni sem birt var árið 2017, stendur húsið á lóð sem er 1.406 fermetrar að stærð og er með stórum, afgirtum og skjólsælum veröndum. Baðhús var byggt við húsið árið 2007. Í því má finna salerni, stóran heitan pott, vatnsgufubað og sturtuherbergi.

Mikil lofthæð er í húsinu og innbyggð lýsing í flestum loftum. Hússtjórnarkerfi er í húsinu, tveir gasarnar, ein kamína og einn arinn.


