Rússar vilja semja við Bandaríkjamenn um framtíð Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2022 19:20 Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ræddi stríðið í Úkraínu við Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í Moskvu í dag. AP/Maxim Shipenkov Rússnesk stjórnvöld telja sig ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Því sé til lítils að ræða frið við Úkraínumenn og krefjast Rússar þess vegna viðræðna við Bandaríkjamenn. Aðal framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reyndi að miðla málum í Moskvu í dag á þriggja daga ferð sinni til Rússlands og Úkraínu. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kom til fundar við Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Valdimir Putin Rússlandsforseta í Moskvu í dag til að reyna að bera klæði á vopnin og mun funda með ráðmönnum í Kænugarði síðar í vikunni. Hann segir stríðsaðila túlka stöðuna með mismundandi hætti. Ljóst er á orðum Lavrovs að Rússar telja sig opinberlega ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Bandaríkjamenn og aðrar vestrænar þjóðir stjórni Úkraínumönnum eins og strengjabrúðum. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði það loskins upphátt í dag að Rússar hafi engan áhuga á að semja við forseta Úkraínu um framtíð landsins heldur Bandaríkin. Enda fullyrða Rússar að þeir séu í stríði við þá í gegnum strengjabrúður Úkraínustjórnar.AP/Maxim Shipenkov „Þess vegna spyrja stjórnmála skýrendur okkar hvers vegna við ættum að tala við menn Zelenskyys. Við þurfum að tala við Bandaríkjamenn, semja við þá, ná einhvers konar samkomulagi,“ segir Lavorv. Þetta er í samræmi við fyrri yfirlýsingar Putins um að Úkraína og fleiri lönd austur Evrópu sem nú er jafnvel í NATO tilheyri áhrifasvæði Rússlands eins og þau voru skilgreind á tímum Sovétríkjanna og kalda stríðsins. Putin hefur ekki orðið við ítrekuðum óskum Volodymyrs Zelenskyys forseta Úkraínu um beinar viðræður forsetanna. Zelenskky segir segir söguna kenna mönnum að heimsveldisdraumar Putins væru dæmdir til að mistakast. Jafnvel þótt hann eyddi öllum auðlindum Rússa til framtíðar í að reyna að ná sigri í Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy líkir heimsveldisdraumum Putins við þúsund ára ríki Hitlers og segir slíka drauma dæmda til að mistakast.AP/forsetaembætti Úkraínu „Ef þú ætlar að byggja upp þúsund ára ríki muntu tapa. Ef þú ætlar að tortíma nágrönnum þínum muntu tapa. Ef þú vilt endurreisa gamalt heimsveldi muntu tapa. Og ef þú ferð gegn Úkraínumönnum muntu tapa,“ sagði Zelenskyy í síðasta miðnætur ávarpi sínu. Þrátt fyrir endalausar eldflaugaárásir, gífurlegan hernað, mannfall og tjón í Úkraínu kannast Rússneska valdastéttin ekki við að vera í stríði. Hún segist enn vera í sérstökum hernaðaraðgerðum til að frelsa úkraínsku þjóðina undan nasistum sem njóti stuðnings Vesturlanda. Lloyd Austin varnanrmálaráðherra Bandaríkjanna og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna funduðu með Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í Kænugarði á sunnudag.AP/forsetaembætti Úkraínu Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagðist í Moskvu í dag vita af óánægju Rússa með ýmislegt. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðadómstóllinn væru hins vegar til þess gerðar að leysa úr ágreiningi ríkja. „En eitt er rétt og augljóst og óumdeilt. Það eru engir úkraínskir hermenn á landi Rússneska sambandsríkisins en það er rússneskur her á landi Úkraínu,“ sagði Guterres. Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Finnar og Svíar stefna að NATO-umsókn samtímis Finnar og Svíar stefna að því að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu samtímis. Umsóknir ríkjanna gætu borist strax í næsta mánuði. 25. apríl 2022 21:52 „Á meðan rússneskur hermaður stígur fæti á úkraínska grund þá er ekkert nóg“ Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu heldur áfram en forsetinn þar í landi segir hermenn verjast innrásarliðinu víða. Bandaríkin hafa lofað Úkraínu frekari aðstoð en utanríkisráðherrann Vestanhafs segir að Rússar séu að tapa stríðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu segir þó ekkert duga til svo lengi sem rússneskir hermenn eru eftir í Úkraínu. 25. apríl 2022 21:01 Vaktin: Segir raunverulega hættu á kjarnorkustríði Fulltrúar Bandaríkjanna og Úkraínu ræddu meðal annars leiðir fyrir Úkraínu til að vinna stríðið við Rússa og tilhögun öryggismála til framtíðar, þegar þeir funduðu í Kænugarði í gær. 25. apríl 2022 06:52 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kom til fundar við Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Valdimir Putin Rússlandsforseta í Moskvu í dag til að reyna að bera klæði á vopnin og mun funda með ráðmönnum í Kænugarði síðar í vikunni. Hann segir stríðsaðila túlka stöðuna með mismundandi hætti. Ljóst er á orðum Lavrovs að Rússar telja sig opinberlega ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Bandaríkjamenn og aðrar vestrænar þjóðir stjórni Úkraínumönnum eins og strengjabrúðum. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði það loskins upphátt í dag að Rússar hafi engan áhuga á að semja við forseta Úkraínu um framtíð landsins heldur Bandaríkin. Enda fullyrða Rússar að þeir séu í stríði við þá í gegnum strengjabrúður Úkraínustjórnar.AP/Maxim Shipenkov „Þess vegna spyrja stjórnmála skýrendur okkar hvers vegna við ættum að tala við menn Zelenskyys. Við þurfum að tala við Bandaríkjamenn, semja við þá, ná einhvers konar samkomulagi,“ segir Lavorv. Þetta er í samræmi við fyrri yfirlýsingar Putins um að Úkraína og fleiri lönd austur Evrópu sem nú er jafnvel í NATO tilheyri áhrifasvæði Rússlands eins og þau voru skilgreind á tímum Sovétríkjanna og kalda stríðsins. Putin hefur ekki orðið við ítrekuðum óskum Volodymyrs Zelenskyys forseta Úkraínu um beinar viðræður forsetanna. Zelenskky segir segir söguna kenna mönnum að heimsveldisdraumar Putins væru dæmdir til að mistakast. Jafnvel þótt hann eyddi öllum auðlindum Rússa til framtíðar í að reyna að ná sigri í Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy líkir heimsveldisdraumum Putins við þúsund ára ríki Hitlers og segir slíka drauma dæmda til að mistakast.AP/forsetaembætti Úkraínu „Ef þú ætlar að byggja upp þúsund ára ríki muntu tapa. Ef þú ætlar að tortíma nágrönnum þínum muntu tapa. Ef þú vilt endurreisa gamalt heimsveldi muntu tapa. Og ef þú ferð gegn Úkraínumönnum muntu tapa,“ sagði Zelenskyy í síðasta miðnætur ávarpi sínu. Þrátt fyrir endalausar eldflaugaárásir, gífurlegan hernað, mannfall og tjón í Úkraínu kannast Rússneska valdastéttin ekki við að vera í stríði. Hún segist enn vera í sérstökum hernaðaraðgerðum til að frelsa úkraínsku þjóðina undan nasistum sem njóti stuðnings Vesturlanda. Lloyd Austin varnanrmálaráðherra Bandaríkjanna og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna funduðu með Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í Kænugarði á sunnudag.AP/forsetaembætti Úkraínu Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagðist í Moskvu í dag vita af óánægju Rússa með ýmislegt. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðadómstóllinn væru hins vegar til þess gerðar að leysa úr ágreiningi ríkja. „En eitt er rétt og augljóst og óumdeilt. Það eru engir úkraínskir hermenn á landi Rússneska sambandsríkisins en það er rússneskur her á landi Úkraínu,“ sagði Guterres.
Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Finnar og Svíar stefna að NATO-umsókn samtímis Finnar og Svíar stefna að því að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu samtímis. Umsóknir ríkjanna gætu borist strax í næsta mánuði. 25. apríl 2022 21:52 „Á meðan rússneskur hermaður stígur fæti á úkraínska grund þá er ekkert nóg“ Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu heldur áfram en forsetinn þar í landi segir hermenn verjast innrásarliðinu víða. Bandaríkin hafa lofað Úkraínu frekari aðstoð en utanríkisráðherrann Vestanhafs segir að Rússar séu að tapa stríðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu segir þó ekkert duga til svo lengi sem rússneskir hermenn eru eftir í Úkraínu. 25. apríl 2022 21:01 Vaktin: Segir raunverulega hættu á kjarnorkustríði Fulltrúar Bandaríkjanna og Úkraínu ræddu meðal annars leiðir fyrir Úkraínu til að vinna stríðið við Rússa og tilhögun öryggismála til framtíðar, þegar þeir funduðu í Kænugarði í gær. 25. apríl 2022 06:52 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Finnar og Svíar stefna að NATO-umsókn samtímis Finnar og Svíar stefna að því að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu samtímis. Umsóknir ríkjanna gætu borist strax í næsta mánuði. 25. apríl 2022 21:52
„Á meðan rússneskur hermaður stígur fæti á úkraínska grund þá er ekkert nóg“ Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu heldur áfram en forsetinn þar í landi segir hermenn verjast innrásarliðinu víða. Bandaríkin hafa lofað Úkraínu frekari aðstoð en utanríkisráðherrann Vestanhafs segir að Rússar séu að tapa stríðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu segir þó ekkert duga til svo lengi sem rússneskir hermenn eru eftir í Úkraínu. 25. apríl 2022 21:01
Vaktin: Segir raunverulega hættu á kjarnorkustríði Fulltrúar Bandaríkjanna og Úkraínu ræddu meðal annars leiðir fyrir Úkraínu til að vinna stríðið við Rússa og tilhögun öryggismála til framtíðar, þegar þeir funduðu í Kænugarði í gær. 25. apríl 2022 06:52