Vaktin: Segja Rússa ætla mögulega að opna nýja víglínu í vestri Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 27. apríl 2022 06:41 Úkraínskur hermaður framkvæmir viðhald á skriðdreka í austurhluta landsins. AP/Evgeniy Maloletka Samkvæmt Reuters hefur rússneska orkufyrirtækið Gazprom staðið við hótanir sínar frá í gær og skrúfað fyrir gasflutning til Póllands og Búlgaríu, þar sem ríkin hafa neitað að fara að kröfum Rússa og greiða fyrir gasið í rúblum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn segja að Rússar hafi í huga að nota Transnistríu til að ráðast inn í Moldóvu eða opna nýja víglínu í Úkraínu. Undanfarna daga hafa nokkrar árásir verið gerðar í sjálfstjórnarhéraðinu í Moldóvu þar sem aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússlandi fara með völd. Stjórnvöld í Póllandi segjast hafa handtekið einn ríkisborgara Rússlands og einn ríkisborgara Hvíta-Rússlands fyrir njósnir. Hafa einstaklingarnir verið úrskurðaðir í þriggja mánaða gæsluvarðhald. Elizabeth Truss, utanríkisráðherra Bretlands, mun í dag kalla eftir því að bandamenn Úkraínu auki við hergagnaframleiðslu til að hjálpa Úkraínumönnum í stríðinu gegn Rússum. Mun hún segja að sigur Rússa myndi hafa hörmulegar afleiðingar um allan heim. Sprengingar heyrðust í borginni Belgorod í Rússlandi í morgun, skammt frá landamærunum að Úkraínu. Viðbragðsaðilar unnu á sama tíma að því að slökkva eld í vopnageymslum í borginni. Viðræður Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Sergei Lavrov utanríkisráðherra í gær skiluðu litlu. Engin fyrirheit voru gefin um vopnahlé til að rýma átakasvæði. Pútín sagði ástandið í Maríupól, sem hefur verið lögð í rúst, „dapurlegt“ og „flókið“. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segist ekki telja að Pútín muni grípa til þess ráðs að nota kjarnorkuvopn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn segja að Rússar hafi í huga að nota Transnistríu til að ráðast inn í Moldóvu eða opna nýja víglínu í Úkraínu. Undanfarna daga hafa nokkrar árásir verið gerðar í sjálfstjórnarhéraðinu í Moldóvu þar sem aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússlandi fara með völd. Stjórnvöld í Póllandi segjast hafa handtekið einn ríkisborgara Rússlands og einn ríkisborgara Hvíta-Rússlands fyrir njósnir. Hafa einstaklingarnir verið úrskurðaðir í þriggja mánaða gæsluvarðhald. Elizabeth Truss, utanríkisráðherra Bretlands, mun í dag kalla eftir því að bandamenn Úkraínu auki við hergagnaframleiðslu til að hjálpa Úkraínumönnum í stríðinu gegn Rússum. Mun hún segja að sigur Rússa myndi hafa hörmulegar afleiðingar um allan heim. Sprengingar heyrðust í borginni Belgorod í Rússlandi í morgun, skammt frá landamærunum að Úkraínu. Viðbragðsaðilar unnu á sama tíma að því að slökkva eld í vopnageymslum í borginni. Viðræður Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Sergei Lavrov utanríkisráðherra í gær skiluðu litlu. Engin fyrirheit voru gefin um vopnahlé til að rýma átakasvæði. Pútín sagði ástandið í Maríupól, sem hefur verið lögð í rúst, „dapurlegt“ og „flókið“. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segist ekki telja að Pútín muni grípa til þess ráðs að nota kjarnorkuvopn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira