Vaktin: Segja Rússa ætla mögulega að opna nýja víglínu í vestri Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 27. apríl 2022 06:41 Úkraínskur hermaður framkvæmir viðhald á skriðdreka í austurhluta landsins. AP/Evgeniy Maloletka Samkvæmt Reuters hefur rússneska orkufyrirtækið Gazprom staðið við hótanir sínar frá í gær og skrúfað fyrir gasflutning til Póllands og Búlgaríu, þar sem ríkin hafa neitað að fara að kröfum Rússa og greiða fyrir gasið í rúblum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn segja að Rússar hafi í huga að nota Transnistríu til að ráðast inn í Moldóvu eða opna nýja víglínu í Úkraínu. Undanfarna daga hafa nokkrar árásir verið gerðar í sjálfstjórnarhéraðinu í Moldóvu þar sem aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússlandi fara með völd. Stjórnvöld í Póllandi segjast hafa handtekið einn ríkisborgara Rússlands og einn ríkisborgara Hvíta-Rússlands fyrir njósnir. Hafa einstaklingarnir verið úrskurðaðir í þriggja mánaða gæsluvarðhald. Elizabeth Truss, utanríkisráðherra Bretlands, mun í dag kalla eftir því að bandamenn Úkraínu auki við hergagnaframleiðslu til að hjálpa Úkraínumönnum í stríðinu gegn Rússum. Mun hún segja að sigur Rússa myndi hafa hörmulegar afleiðingar um allan heim. Sprengingar heyrðust í borginni Belgorod í Rússlandi í morgun, skammt frá landamærunum að Úkraínu. Viðbragðsaðilar unnu á sama tíma að því að slökkva eld í vopnageymslum í borginni. Viðræður Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Sergei Lavrov utanríkisráðherra í gær skiluðu litlu. Engin fyrirheit voru gefin um vopnahlé til að rýma átakasvæði. Pútín sagði ástandið í Maríupól, sem hefur verið lögð í rúst, „dapurlegt“ og „flókið“. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segist ekki telja að Pútín muni grípa til þess ráðs að nota kjarnorkuvopn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn segja að Rússar hafi í huga að nota Transnistríu til að ráðast inn í Moldóvu eða opna nýja víglínu í Úkraínu. Undanfarna daga hafa nokkrar árásir verið gerðar í sjálfstjórnarhéraðinu í Moldóvu þar sem aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússlandi fara með völd. Stjórnvöld í Póllandi segjast hafa handtekið einn ríkisborgara Rússlands og einn ríkisborgara Hvíta-Rússlands fyrir njósnir. Hafa einstaklingarnir verið úrskurðaðir í þriggja mánaða gæsluvarðhald. Elizabeth Truss, utanríkisráðherra Bretlands, mun í dag kalla eftir því að bandamenn Úkraínu auki við hergagnaframleiðslu til að hjálpa Úkraínumönnum í stríðinu gegn Rússum. Mun hún segja að sigur Rússa myndi hafa hörmulegar afleiðingar um allan heim. Sprengingar heyrðust í borginni Belgorod í Rússlandi í morgun, skammt frá landamærunum að Úkraínu. Viðbragðsaðilar unnu á sama tíma að því að slökkva eld í vopnageymslum í borginni. Viðræður Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Sergei Lavrov utanríkisráðherra í gær skiluðu litlu. Engin fyrirheit voru gefin um vopnahlé til að rýma átakasvæði. Pútín sagði ástandið í Maríupól, sem hefur verið lögð í rúst, „dapurlegt“ og „flókið“. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segist ekki telja að Pútín muni grípa til þess ráðs að nota kjarnorkuvopn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira