Borgaryfirvöld samþykkja Kænugarð og Kýiv-torg skammt frá sendiráði Rússa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. apríl 2022 12:38 Eyþór Arnalds er meðal þeirra sem hafa talað fyrir nafnabreytingunni og sagði á dögunum við hæfi að Reykvíkingar styddu sjálfstæðisbaráttu Úkraínumanna með þeim táknræna hætti að breyta nafninu á Garðastræti í Kænugarðsstræti. Stöð 2/Egill Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi í morgun að nefna torgið á horni Garðastrætis og Túngötu Kænugarð. Til að koma til móts við óskir um notkun úkraínsks heitis höfuðborgarinnar mun það einnig verða kallað Kýiv-torg. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en þar segir að tillögunni hafi verið vísað til borgarráðs og þá hafi umhverfis- og skipulagssviði verið falið að hefja undirbúning að gerði skiltis fyrir torgið, sem á ensku verður kallað „Kyiv Square“. Í greinargerð með tillögunni segir að hún byggi á hugmyndum um að endurnefna götur, til að mynda Garðastræti og/eða Túngötu, og kenna við Úkraínu eða höfuðborgina Kænugarð til að sýna stuðning með Úkraínumönnum. Þess ber að geta að sendiráð Rússlands stendur við Garðastræti. Torgið á horni Garðastrætis og Túngötu verður framvegis kennt við Kænugarð/Kýiv, höfuðborg Úkraínu. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti einróma á fundi sínum í morgun að torgið fái heitið Kænugarður en undirheiti verði Kýiv-torg. https://t.co/ubryG8WR1r pic.twitter.com/aXaU0iYwFZ— Reykjavík (@reykjavik) April 27, 2022 „Eftir skoðun þykir rétt að leggja til að torgið á norðausturhorni beggja þessara gatna, Garðastrætis og Túngötu, verði kennt við Kænugarð eða Kýiv. Nafnið „Kænugarður“ vísar sögulegs nafns borgarinnar á íslensku og undirstrikar yfir árþúsunda langa sögu hennar. Þá skapar heitið ákveðin hughrif þar sem að torgið er um leið garður,“ segir í greinargerðinni. „Hér er Reykjavík að senda skýr skilaboð um stuðning við úkraínsku þjóðina og minna um leið á ævaforna tengingu milli Íslands og Kænugarðs. Staðsetningin er viðeigandi við horn Garðastrætis og Túngötu en við þær götur eru einmitt skrifstofur og sendiráð erlendra ríkja,“ er haft eftir Eyþóri Laxdal Arnalds borgarfulltrúa í tilkynningu borgarinnar. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Reykjavík Borgarstjórn Sendiráð á Íslandi Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin eykur hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en þar segir að tillögunni hafi verið vísað til borgarráðs og þá hafi umhverfis- og skipulagssviði verið falið að hefja undirbúning að gerði skiltis fyrir torgið, sem á ensku verður kallað „Kyiv Square“. Í greinargerð með tillögunni segir að hún byggi á hugmyndum um að endurnefna götur, til að mynda Garðastræti og/eða Túngötu, og kenna við Úkraínu eða höfuðborgina Kænugarð til að sýna stuðning með Úkraínumönnum. Þess ber að geta að sendiráð Rússlands stendur við Garðastræti. Torgið á horni Garðastrætis og Túngötu verður framvegis kennt við Kænugarð/Kýiv, höfuðborg Úkraínu. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti einróma á fundi sínum í morgun að torgið fái heitið Kænugarður en undirheiti verði Kýiv-torg. https://t.co/ubryG8WR1r pic.twitter.com/aXaU0iYwFZ— Reykjavík (@reykjavik) April 27, 2022 „Eftir skoðun þykir rétt að leggja til að torgið á norðausturhorni beggja þessara gatna, Garðastrætis og Túngötu, verði kennt við Kænugarð eða Kýiv. Nafnið „Kænugarður“ vísar sögulegs nafns borgarinnar á íslensku og undirstrikar yfir árþúsunda langa sögu hennar. Þá skapar heitið ákveðin hughrif þar sem að torgið er um leið garður,“ segir í greinargerðinni. „Hér er Reykjavík að senda skýr skilaboð um stuðning við úkraínsku þjóðina og minna um leið á ævaforna tengingu milli Íslands og Kænugarðs. Staðsetningin er viðeigandi við horn Garðastrætis og Túngötu en við þær götur eru einmitt skrifstofur og sendiráð erlendra ríkja,“ er haft eftir Eyþóri Laxdal Arnalds borgarfulltrúa í tilkynningu borgarinnar.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Reykjavík Borgarstjórn Sendiráð á Íslandi Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin eykur hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira