Umfjöllun og viðtöl: Afturelding 1-4 Selfoss | Sigur í fyrsta leik Sifjar með íslensku liði síðan 2009 Sindri Már Fannarsson skrifar 27. apríl 2022 21:10 Sif Atladóttir var að leika sinn fyrsta leik með íslensku félagsliði í 13 ár. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Selfoss vann í kvöld verðskuldaðan 1-4 sigur á Aftureldingu í fyrsta leik liðanna í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Mörk Selfyssinga skoruðu Unnur Dóra Bergsdóttir, Barbara Sól Gísladóttir og Brenna Lovera sem setti tvö. Mark Aftureldingar skoraði Sigrún Gunndís Harðardóttir. Leikurinn fór af stað með látum og Selfyssingar komust yfir eftir einungis tveggja mínútna leik. Þær létu ekki þar við sitja heldur bætti Brenna Lovera við öðru markinu á 10. mínútu og eftir það var orðið ansi erfitt fyrir Aftureldingu að komast inn í leikinn. Selfoss fór að herja á mark Aftureldingar og voru þær nálægt því að setja þriðja markið fyrir hálfleik þegar Susanna Joy átti þrumuskot í samskeytin. Allt fór þó fyrir ekki og staðan í hálfleik var 2-0. Í byrjun seinni hálfleiks fengu Afturelding von á ný þegar þær fengu vítaspyrnu. Það víti var varið en Helgi Ólafsson dómari sagði að endurtaka þyrfti vítið, og í seinni tilraun tókst Sigrúnu Gunndísi að skora. Sú von entist þó ekki lengi því Selfoss svaraði því marki alveg samstundis. Tveimur mínútum síðar skoraði Brenna Lovera annað markið sitt í leiknum og dró vindinn úr seglum Aftureldingar. Lokanaglinn í kistuna kom svo frá Barböru Sól Gísladóttur þegar rúmar 20 mínútur voru eftir á klukkunni. Selfoss reyndu hvað þær gátu að bæta mörkum við en 1-4 urðu lokatölur. Af hverju vann Selfoss? Selfoss voru einfaldlega betri á öllum vígstöðvum og þá sérstaklega í sókninni. Þær höfðu meiri kraft fram á við og sköpuðu sér mun fleiri og betri færi. Vörnin var einnig sterk og kæfði flesta sóknartilraunir Mosfellinga í fæðingu. Sókn Aftureldingar var bitlaus og miðjan vann ekki marga bolta, svo Selfoss komst nánast alltaf í sókn þegar þær voru með boltann. Hverjar stóðu upp úr? Brenna Lovera var stjarna leiksins. Varnarmenn Aftureldingar virtust ekki geta stoppað hana. Hún var alltaf á réttum stað og kom sér í fjölmörg dauðafæri og nýtti tvö þeirra. Ákveðinn hápunktur í leiknum var stuttu áður en henni var skipt út af þegar hún gerði sér lítið fyrir og sólaði tvö varnarmenn Aftureldingar upp úr skónum áður en hún tók skot sem var varið í horn. Eva Ýr Helgadóttir átti einnig margar góðar vörslur þrátt fyrir að hafa fengið á sig fjögur mörk og það er henni að þakka að tapið varð ekki stærra. Hvað gekk illa? Bæði varnar- og sóknarleikur Aftureldingar var heldur slappur. Þær hleyptu inn fjórum mörkum sem hefðu auðveldlega getað verið fleiri. Einnig voru þær bitlausar fram á við, misstu oftast boltann fljótlega eftir að þær komust fram yfir miðju og sköpuðu sér afar fá færi úr opnum leik. Hvað gerist næst? Selfoss fer næst til Eyja á þriðjudaginn og keppir við ÍBV, en þær gerðu 1-1 jafntefli við stjörnuna á Hásteinsvelli í gær. Afturelding fer hins vegar í Laugardalinn að keppa við Þrótt Reykjavík sama dag, en Þróttur töpuðu 2-0 fyrir Íslandsmeisturum Vals í gærkvöldi. „Vorum pínu stressuð í byrjun leiks“ Bjarki Már Sverrisson, þjálfari AftureldingarAfturelding Bjarki Már, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tapið í kvöld en var ánægður með mætinguna í Varmá. „Það jákvæðasta út úr þessu er bara fólkið sem mætti á völlinn, fyrst og fremst. Við vorum pínu stressuð í byrjun leiks og svona lið eins og Selfoss refsar þér fyrir það,“ sagði Bjarki í viðtali við Vísi eftir leik. Bjarki er bjartsýn fyrir komandi tímabili og telur lið sitt geta byggt ofan á frammistöðuna í þessum leik. „Heldur betur, mjög jákvæður. Við eigum bara eftir að eflast eftir þessa frammistöðu hérna í dag og verða miklu betri. Núna er skrekkurinn farinn úr okkur og núna sjáum við hvernig þetta er. Það er munur á efstu deild og fyrstu deild og það er bara fínt að fá hann í fyrsta leik í sumar.“ „Við getum mögulega tekið þátt í einhverri toppbaráttu“ Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.Selfoss Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, gat leyft sér að brosa yfir öflugri byrjun á leiktímabilinu. „Bara, góða byrjun, ágætis spilamennska. Mér fannst við reyna að hreyfa boltann ágætlega og vera með góðar skiptinga á milli staða á leikmönnum og bara skoða fjögur mörk í fyrsta leik. Búið að vera streita í okkur og við erum búin að vera að breyta svolítið aðferðafræðinni í því sem við erum að gera hérna og förum bara glöð heim,“ sagði Björn við Vísi eftir leikinn. Björn segir það of snemmt að fara að tala um einhverja mögulega toppbaráttu síns liðs eftir sigur fyrstu í umferð deildarinnar en Selfyssingum er spáð góðu gengi á tímabilinu. „Ég ætla ekkert að vera að reikna eitthvað svoleiðis út frá þessum fyrsta leik. Það var alveg streita hjá Aftureldingu líka í sínum fyrsta leik, þær eru með meidda leikmenn og það sem að skiptir okkur máli í því sem við erum að gera er bara að bæta leikinn okkar á milli leikja og að við sjáum framfarir í því sem við erum að gera. Ef við gerum það þá getum við strítt öllum liðum og við getum mögulega tekið þátt í einhverri toppbaráttu. En við erum ekkert að horfa í það akkúrat núna. Við erum bara að reyna að bæta okkur sem leikmenn og einstaklinga og breyta leikstílnum okkar,“ svaraði Björn, aðspurður út í það hvort Selfoss gæti blandað sér í toppbaráttuna. Besta deild kvenna Afturelding UMF Selfoss
Selfoss vann í kvöld verðskuldaðan 1-4 sigur á Aftureldingu í fyrsta leik liðanna í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Mörk Selfyssinga skoruðu Unnur Dóra Bergsdóttir, Barbara Sól Gísladóttir og Brenna Lovera sem setti tvö. Mark Aftureldingar skoraði Sigrún Gunndís Harðardóttir. Leikurinn fór af stað með látum og Selfyssingar komust yfir eftir einungis tveggja mínútna leik. Þær létu ekki þar við sitja heldur bætti Brenna Lovera við öðru markinu á 10. mínútu og eftir það var orðið ansi erfitt fyrir Aftureldingu að komast inn í leikinn. Selfoss fór að herja á mark Aftureldingar og voru þær nálægt því að setja þriðja markið fyrir hálfleik þegar Susanna Joy átti þrumuskot í samskeytin. Allt fór þó fyrir ekki og staðan í hálfleik var 2-0. Í byrjun seinni hálfleiks fengu Afturelding von á ný þegar þær fengu vítaspyrnu. Það víti var varið en Helgi Ólafsson dómari sagði að endurtaka þyrfti vítið, og í seinni tilraun tókst Sigrúnu Gunndísi að skora. Sú von entist þó ekki lengi því Selfoss svaraði því marki alveg samstundis. Tveimur mínútum síðar skoraði Brenna Lovera annað markið sitt í leiknum og dró vindinn úr seglum Aftureldingar. Lokanaglinn í kistuna kom svo frá Barböru Sól Gísladóttur þegar rúmar 20 mínútur voru eftir á klukkunni. Selfoss reyndu hvað þær gátu að bæta mörkum við en 1-4 urðu lokatölur. Af hverju vann Selfoss? Selfoss voru einfaldlega betri á öllum vígstöðvum og þá sérstaklega í sókninni. Þær höfðu meiri kraft fram á við og sköpuðu sér mun fleiri og betri færi. Vörnin var einnig sterk og kæfði flesta sóknartilraunir Mosfellinga í fæðingu. Sókn Aftureldingar var bitlaus og miðjan vann ekki marga bolta, svo Selfoss komst nánast alltaf í sókn þegar þær voru með boltann. Hverjar stóðu upp úr? Brenna Lovera var stjarna leiksins. Varnarmenn Aftureldingar virtust ekki geta stoppað hana. Hún var alltaf á réttum stað og kom sér í fjölmörg dauðafæri og nýtti tvö þeirra. Ákveðinn hápunktur í leiknum var stuttu áður en henni var skipt út af þegar hún gerði sér lítið fyrir og sólaði tvö varnarmenn Aftureldingar upp úr skónum áður en hún tók skot sem var varið í horn. Eva Ýr Helgadóttir átti einnig margar góðar vörslur þrátt fyrir að hafa fengið á sig fjögur mörk og það er henni að þakka að tapið varð ekki stærra. Hvað gekk illa? Bæði varnar- og sóknarleikur Aftureldingar var heldur slappur. Þær hleyptu inn fjórum mörkum sem hefðu auðveldlega getað verið fleiri. Einnig voru þær bitlausar fram á við, misstu oftast boltann fljótlega eftir að þær komust fram yfir miðju og sköpuðu sér afar fá færi úr opnum leik. Hvað gerist næst? Selfoss fer næst til Eyja á þriðjudaginn og keppir við ÍBV, en þær gerðu 1-1 jafntefli við stjörnuna á Hásteinsvelli í gær. Afturelding fer hins vegar í Laugardalinn að keppa við Þrótt Reykjavík sama dag, en Þróttur töpuðu 2-0 fyrir Íslandsmeisturum Vals í gærkvöldi. „Vorum pínu stressuð í byrjun leiks“ Bjarki Már Sverrisson, þjálfari AftureldingarAfturelding Bjarki Már, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tapið í kvöld en var ánægður með mætinguna í Varmá. „Það jákvæðasta út úr þessu er bara fólkið sem mætti á völlinn, fyrst og fremst. Við vorum pínu stressuð í byrjun leiks og svona lið eins og Selfoss refsar þér fyrir það,“ sagði Bjarki í viðtali við Vísi eftir leik. Bjarki er bjartsýn fyrir komandi tímabili og telur lið sitt geta byggt ofan á frammistöðuna í þessum leik. „Heldur betur, mjög jákvæður. Við eigum bara eftir að eflast eftir þessa frammistöðu hérna í dag og verða miklu betri. Núna er skrekkurinn farinn úr okkur og núna sjáum við hvernig þetta er. Það er munur á efstu deild og fyrstu deild og það er bara fínt að fá hann í fyrsta leik í sumar.“ „Við getum mögulega tekið þátt í einhverri toppbaráttu“ Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.Selfoss Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, gat leyft sér að brosa yfir öflugri byrjun á leiktímabilinu. „Bara, góða byrjun, ágætis spilamennska. Mér fannst við reyna að hreyfa boltann ágætlega og vera með góðar skiptinga á milli staða á leikmönnum og bara skoða fjögur mörk í fyrsta leik. Búið að vera streita í okkur og við erum búin að vera að breyta svolítið aðferðafræðinni í því sem við erum að gera hérna og förum bara glöð heim,“ sagði Björn við Vísi eftir leikinn. Björn segir það of snemmt að fara að tala um einhverja mögulega toppbaráttu síns liðs eftir sigur fyrstu í umferð deildarinnar en Selfyssingum er spáð góðu gengi á tímabilinu. „Ég ætla ekkert að vera að reikna eitthvað svoleiðis út frá þessum fyrsta leik. Það var alveg streita hjá Aftureldingu líka í sínum fyrsta leik, þær eru með meidda leikmenn og það sem að skiptir okkur máli í því sem við erum að gera er bara að bæta leikinn okkar á milli leikja og að við sjáum framfarir í því sem við erum að gera. Ef við gerum það þá getum við strítt öllum liðum og við getum mögulega tekið þátt í einhverri toppbaráttu. En við erum ekkert að horfa í það akkúrat núna. Við erum bara að reyna að bæta okkur sem leikmenn og einstaklinga og breyta leikstílnum okkar,“ svaraði Björn, aðspurður út í það hvort Selfoss gæti blandað sér í toppbaráttuna.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti