Umfjöllun,viðtöl og myndir: Haukar 31-30 KA | Haukar í undanúrslit eftir oddaleik á Ásvöllum Andri Már Eggertsson skrifar 27. apríl 2022 22:38 Haukar fögnuðu sigri eftir mikla dramatík Vísir/Hulda Margrét Haukar leika í undanúrslitum í Olís-deilda karla í handbolta gegn ÍBV eftir eins marks sigur á KA í æsispennandi oddaleik á Ásvöllum, 31-30. Allir þrír leikir liðanna unnust með eins marks mun. Tímabilið var undir í kvöld þar sem tapliðið færi í sumarfrí. Fyrri hálfleikur var í járnum og áttu bæði lið stutt áhlaup. Vörn KA gaf tóninn strax í upphafi leiks þar sem hávörnin tók þrjá bolta á stuttum tíma. Patrekur Stefánsson, leikmaður KA, lét mikið fyrir sér fara í fyrri hálfleik. Hann var allt í öllu sóknarlega og skoraði 5 mörk. Haukar komust tveimur mörkum yfir þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum og þá tók Jónatan Magnússon, þjálfari KA, fyrsta leikhlé kvöldsins. Gestirnir duttu í gang eftir leikhlé Jónatans og gerðu þrjú mörk í röð og var staðan 11-12. Stefán Huldar Stefánsson varði 12 skotVísir/Hulda Margrét Haukar voru einu marki yfir í hálfleik 15-14. Bæði lið fengu litla sem enga markvörslu en Stefán Huldar Stefánsson, markmaður Hauka, og Bruno Bernat, markmaður KA, skelltu í lás um tíma í seinni hálfleik. Óðinn Þór Ríkharðsson hefur farið á kostum í einvíginu og voru augljós skilaboð frá þjálfarateymi Hauka að það átti að loka betur á hann. Óðinn tók aðeins fimm skot úr opnum leik en með vítum skoraði hann 9 mörk úr 11 skotum. Óðinn Þór gerði 9 mörk í kvöldVísir/Hulda Margrét Seinni hálfleikur byrjaði eins og fyrri hálfleikur. Allt í járnum og liðin skiptust á mörkum. Adam Haukur Bamruk kom síðan inn á og breytti leiknum fyrir Hauka. Þegar tíu mínútur voru eftir voru heimamenn fjórum mörkum yfir og Adam Haukur var allt í öllu sóknarlega og svo skellti Stefán Huldar í lás í markinu. Jónatan Magnússon, þjálfari KA, tók leikhlé og þá snérist taflið við. Bruno Bernat skellti í lás, sóknarleikur KA datt í gang og gestirnir jöfnuðu 29-29 þegar tæplega tvær mínútur voru eftir. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Adam Haukur gerði tvö síðustu mörk Hauka. KA átti síðustu sóknina þar sem hendin var kominn upp og leikurinn í þann mund að klárast þegar Einar Birgir Stefánsson fékk boltann á línunni en skaut framhjá og þar við sat. Haukar unnu 31-30 og fara í undanúrslit þar sem ÍBV bíður. Lokasókn KAVísir/Hulda Margrét Af hverju unnu Haukar? Einvígið endaði 83-82 fyrir Haukum þegar mörkin úr öllum leikjunum eru lögð saman. Einar Birgir Stefánsson fékk síðasta skotið í leiknum þar sem hann hefði getað jafnað en skot hans fór framhjá og Haukar fögnuðu sigri. Hverjir stóðu upp úr? Adam Haukur Bamruk kom inn á þar sem Darri Aronsson var ekki að finna sig. Adam þakkaði traustið og dró vagninn fyrir Hauka. Adam gerði 8 mörk úr jafn mörgum skotum. Stefán Huldar Stefánsson, markmaður Hauka, varði 12 skot sem er ekki merkilegt en boltarnir í seinni hálfleik töldu mikið þar sem áhlaup Hauka byrjaði þegar hann fór að verja. Það sama má segja um Bruno Bernat, markmann KA, sem varði aðeins átta skot en tók þrjá mikilvæga bolta undir lok leiks sem varð til þess að KA jafnaði leikinn. Hvað gekk illa? Allan Norðberg átti afar slakann leik. Allan tók aðeins eitt skot í fyrri hálfleik en endaði á að gera 2 mörk úr 4 skotum og sat á bekknum þegar allt var undir í seinni hálfleik. Darri Aronsson hefur oft átt betri leiki. Darri tók 4 skot og klikkaði úr þeim öllum. Hvað gerist næst? KA er farið í sumarfrí en Haukar mæta ÍBV í undanúrslitum. Fyrsti leikur er á Ásvöllum þann 1. maí klukkan 16:00. Óðinn: Frábært að koma í KA og spila handbolta með vinum sínum Óðinn skoraði 29 mörk í einvíginu gegn HaukumVísir/Hulda Margrét Óðinn Þór Ríkharðsson, leikmaður KA, var svekktur eftir að hafa dottið úr leik gegn Haukum og spilaði þar með sinn síðasta leik á Íslandi í bili þar sem hann mun spila með Kadetten Schaffhausen í Sviss á næstu leiktíð. „Það er erfitt að segja hvað skildi liðin að. Einvígið endar 83-82. Þetta er eitt færi, ein markvarsla, einn dómur, í svona einvígi eru það litlu hlutirnir sem skipta máli,“ sagði Óðinn um hvað vantaði upp á í þessu einvígi. Óðinn var mjög ánægður með hvernig KA kom til baka og tókst að jafna leikinn eftir að hafa verið fjórum mörkum undir. „Þetta er alltaf að gerast hjá okkur, við missum oft lið fram úr okkur en komum alltaf til baka. Þrátt fyrir að við vorum að spila á töluvert færri mönnum en Haukar fannst mér við vera með meiri orku sem er magnað miðað við álagið á mínum mönnum.“ Óðinn Þór verður ekki með KA á næsta tímabili en hann mun spila með Kadetten Schaffhausen í Sviss. Óðinn var mjög ánægður með tíma sinn í KA, „Það var mjög gaman að koma í KA og spila handbolta með vinum sínum. Þetta var geggjaður tími, það er allt frábært í kringum félagið, KA er með frábæra stuðningsmenn, allir í liðinu eru snillingar og stjórn KA er nánast eins og her það eru svo margir, sem er frábært,“ sagði Óðinn Þór að lokum ánægður með tíma sinn í KA. Jónatan: Arnar Freyr verður ekki með okkur á næsta tímabili Jónatan Magnússon var í sárum eftir leikVísir/Hulda Margrét Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var mjög niðurlútur eftir grátlegt tap gegn Haukum. „Ég er ótrúlega sár og svekktur að vera úr leik eftir þetta einvígi því það vantaði afar lítið upp á. Mér fannst við frábærir, það sem við lögðum í leikinn var gott. Það sem er svekkjandi eftir þriggja leikja einvígi er að þetta liggur á einu skoti,“ sagði Jónatan afar svekktur eftir leik. Jónatan átti erfitt með tilfinningarnar sínar eftir leik enda afar svekkjandi að fara í sumarfrí eftir eins frábæra frammistöðu og hans lið sýndi. „Ég er sár, svekktur og sorgmæddur. Ég verð að viðurkenna það að ég er ótrúlega leiður í hjartanu og er ég afar stoltur af félaginu í heild.“ Jónatan verður með KA á næsta tímabili en einhverjar breytingar verða í leikmannahópi KA. „Ég mun þjálfa KA á næsta tímabili og vona að flestir verði áfram, við missum Óðinn en ætlum að reyna byggja ofan á það sem við höfum gert og halda áfram þessari vegferð okkar.“ „Þú ert góður í stærðfræði, Arnar Freyr Ársælsson er að fara og þess vegna fengum við Dag Gautason í liðið en Einar Rafn Eiðsson er með samning,“ sagði Jónatan aðspurður hvort Arnar Freyr sé að fara frá félaginu.“ Myndir: Stuðningsmenn Hauka fjölmenntu í kvöldVísir/Hulda Margrét KA-menn voru í sárum eftir leikVísir/Hulda Margrét Adam fór á kostum og skoraði 8 mörkVísir/Hulda Margrét Anton Gylfi að gefa Ihor Kopyshynskyi brottvísunVísir/Hulda Margrét Allan Nordberg gerði 2 mörk í kvöldVísir/Hulda Margrét Olís-deild karla Haukar KA
Haukar leika í undanúrslitum í Olís-deilda karla í handbolta gegn ÍBV eftir eins marks sigur á KA í æsispennandi oddaleik á Ásvöllum, 31-30. Allir þrír leikir liðanna unnust með eins marks mun. Tímabilið var undir í kvöld þar sem tapliðið færi í sumarfrí. Fyrri hálfleikur var í járnum og áttu bæði lið stutt áhlaup. Vörn KA gaf tóninn strax í upphafi leiks þar sem hávörnin tók þrjá bolta á stuttum tíma. Patrekur Stefánsson, leikmaður KA, lét mikið fyrir sér fara í fyrri hálfleik. Hann var allt í öllu sóknarlega og skoraði 5 mörk. Haukar komust tveimur mörkum yfir þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum og þá tók Jónatan Magnússon, þjálfari KA, fyrsta leikhlé kvöldsins. Gestirnir duttu í gang eftir leikhlé Jónatans og gerðu þrjú mörk í röð og var staðan 11-12. Stefán Huldar Stefánsson varði 12 skotVísir/Hulda Margrét Haukar voru einu marki yfir í hálfleik 15-14. Bæði lið fengu litla sem enga markvörslu en Stefán Huldar Stefánsson, markmaður Hauka, og Bruno Bernat, markmaður KA, skelltu í lás um tíma í seinni hálfleik. Óðinn Þór Ríkharðsson hefur farið á kostum í einvíginu og voru augljós skilaboð frá þjálfarateymi Hauka að það átti að loka betur á hann. Óðinn tók aðeins fimm skot úr opnum leik en með vítum skoraði hann 9 mörk úr 11 skotum. Óðinn Þór gerði 9 mörk í kvöldVísir/Hulda Margrét Seinni hálfleikur byrjaði eins og fyrri hálfleikur. Allt í járnum og liðin skiptust á mörkum. Adam Haukur Bamruk kom síðan inn á og breytti leiknum fyrir Hauka. Þegar tíu mínútur voru eftir voru heimamenn fjórum mörkum yfir og Adam Haukur var allt í öllu sóknarlega og svo skellti Stefán Huldar í lás í markinu. Jónatan Magnússon, þjálfari KA, tók leikhlé og þá snérist taflið við. Bruno Bernat skellti í lás, sóknarleikur KA datt í gang og gestirnir jöfnuðu 29-29 þegar tæplega tvær mínútur voru eftir. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Adam Haukur gerði tvö síðustu mörk Hauka. KA átti síðustu sóknina þar sem hendin var kominn upp og leikurinn í þann mund að klárast þegar Einar Birgir Stefánsson fékk boltann á línunni en skaut framhjá og þar við sat. Haukar unnu 31-30 og fara í undanúrslit þar sem ÍBV bíður. Lokasókn KAVísir/Hulda Margrét Af hverju unnu Haukar? Einvígið endaði 83-82 fyrir Haukum þegar mörkin úr öllum leikjunum eru lögð saman. Einar Birgir Stefánsson fékk síðasta skotið í leiknum þar sem hann hefði getað jafnað en skot hans fór framhjá og Haukar fögnuðu sigri. Hverjir stóðu upp úr? Adam Haukur Bamruk kom inn á þar sem Darri Aronsson var ekki að finna sig. Adam þakkaði traustið og dró vagninn fyrir Hauka. Adam gerði 8 mörk úr jafn mörgum skotum. Stefán Huldar Stefánsson, markmaður Hauka, varði 12 skot sem er ekki merkilegt en boltarnir í seinni hálfleik töldu mikið þar sem áhlaup Hauka byrjaði þegar hann fór að verja. Það sama má segja um Bruno Bernat, markmann KA, sem varði aðeins átta skot en tók þrjá mikilvæga bolta undir lok leiks sem varð til þess að KA jafnaði leikinn. Hvað gekk illa? Allan Norðberg átti afar slakann leik. Allan tók aðeins eitt skot í fyrri hálfleik en endaði á að gera 2 mörk úr 4 skotum og sat á bekknum þegar allt var undir í seinni hálfleik. Darri Aronsson hefur oft átt betri leiki. Darri tók 4 skot og klikkaði úr þeim öllum. Hvað gerist næst? KA er farið í sumarfrí en Haukar mæta ÍBV í undanúrslitum. Fyrsti leikur er á Ásvöllum þann 1. maí klukkan 16:00. Óðinn: Frábært að koma í KA og spila handbolta með vinum sínum Óðinn skoraði 29 mörk í einvíginu gegn HaukumVísir/Hulda Margrét Óðinn Þór Ríkharðsson, leikmaður KA, var svekktur eftir að hafa dottið úr leik gegn Haukum og spilaði þar með sinn síðasta leik á Íslandi í bili þar sem hann mun spila með Kadetten Schaffhausen í Sviss á næstu leiktíð. „Það er erfitt að segja hvað skildi liðin að. Einvígið endar 83-82. Þetta er eitt færi, ein markvarsla, einn dómur, í svona einvígi eru það litlu hlutirnir sem skipta máli,“ sagði Óðinn um hvað vantaði upp á í þessu einvígi. Óðinn var mjög ánægður með hvernig KA kom til baka og tókst að jafna leikinn eftir að hafa verið fjórum mörkum undir. „Þetta er alltaf að gerast hjá okkur, við missum oft lið fram úr okkur en komum alltaf til baka. Þrátt fyrir að við vorum að spila á töluvert færri mönnum en Haukar fannst mér við vera með meiri orku sem er magnað miðað við álagið á mínum mönnum.“ Óðinn Þór verður ekki með KA á næsta tímabili en hann mun spila með Kadetten Schaffhausen í Sviss. Óðinn var mjög ánægður með tíma sinn í KA, „Það var mjög gaman að koma í KA og spila handbolta með vinum sínum. Þetta var geggjaður tími, það er allt frábært í kringum félagið, KA er með frábæra stuðningsmenn, allir í liðinu eru snillingar og stjórn KA er nánast eins og her það eru svo margir, sem er frábært,“ sagði Óðinn Þór að lokum ánægður með tíma sinn í KA. Jónatan: Arnar Freyr verður ekki með okkur á næsta tímabili Jónatan Magnússon var í sárum eftir leikVísir/Hulda Margrét Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var mjög niðurlútur eftir grátlegt tap gegn Haukum. „Ég er ótrúlega sár og svekktur að vera úr leik eftir þetta einvígi því það vantaði afar lítið upp á. Mér fannst við frábærir, það sem við lögðum í leikinn var gott. Það sem er svekkjandi eftir þriggja leikja einvígi er að þetta liggur á einu skoti,“ sagði Jónatan afar svekktur eftir leik. Jónatan átti erfitt með tilfinningarnar sínar eftir leik enda afar svekkjandi að fara í sumarfrí eftir eins frábæra frammistöðu og hans lið sýndi. „Ég er sár, svekktur og sorgmæddur. Ég verð að viðurkenna það að ég er ótrúlega leiður í hjartanu og er ég afar stoltur af félaginu í heild.“ Jónatan verður með KA á næsta tímabili en einhverjar breytingar verða í leikmannahópi KA. „Ég mun þjálfa KA á næsta tímabili og vona að flestir verði áfram, við missum Óðinn en ætlum að reyna byggja ofan á það sem við höfum gert og halda áfram þessari vegferð okkar.“ „Þú ert góður í stærðfræði, Arnar Freyr Ársælsson er að fara og þess vegna fengum við Dag Gautason í liðið en Einar Rafn Eiðsson er með samning,“ sagði Jónatan aðspurður hvort Arnar Freyr sé að fara frá félaginu.“ Myndir: Stuðningsmenn Hauka fjölmenntu í kvöldVísir/Hulda Margrét KA-menn voru í sárum eftir leikVísir/Hulda Margrét Adam fór á kostum og skoraði 8 mörkVísir/Hulda Margrét Anton Gylfi að gefa Ihor Kopyshynskyi brottvísunVísir/Hulda Margrét Allan Nordberg gerði 2 mörk í kvöldVísir/Hulda Margrét