Theodóra Alfreðs kynnir nýja línu af speglum Helgi Ómarsson skrifar 28. apríl 2022 13:31 Theodóra Alfreðsdóttir Aðsend/David Wilman Theódóra Alfreðsdóttir vöruhönnuður kynnir glænýja línu af speglum á Hönnunarmars í Mikado á Hverfisgötu. Markmið verkefnisins miðar að því að vekja áhuga á framleiðsluhluta hönnunarferlisins, gera skilning á efnum og umbreytingu þeirra aðgengilegri og auka þekkingu á þeim hlutum sem eru í okkar nær umhverfi. Speglar eftir Theodóru Alfreðsdóttur frumsýndir á Hönnunarmars 2022David Wilman Speglar voru ekki planið Hún segir ekki hafa planað að vinna sérstaklega með spegla en að upphafspunkturinn hafi leitt hana áfram. „Í þessu tilfelli var ég að skoða brot í pappa til að byrja með sem ég færði svo yfir í stálplötur, sem bjóða svo upp á margar spennandi yfirborðs meðhöndlanir. Meðal annars að vera pússaðar svo vel að þær breytast í raun í spegla. Það sem mér fannst mest spennandi var að gera eitthvað þar sem eiginleikar efnisins fengju að njóta sín til fulls, en speglarnir byrja sem flatar speglaplötur, sem eru svo beygðar en engu bætt við eða fjarlægt, svo það fer ekkert til spillis, og svo er partur af þeim burstaður. Þar af leiðandi eru eiginleikar stálplatnanna nýttir til þess að búa til bæði karakter og "fúnksjón" hlutarins.“ Speglar eftir Theodóru Alfreðsdóttur frumsýndir á Hönnunarmars 2022David Wilman Skemmtilegt að sjá loka lokaafurðina Theodóra segir að undirbúningurinn sé búinn að vera skemmtilegur en stressandi. „Mér finnst alltaf dálítið óþægilegt þegar ég get ekki gert allt sjálf og þarf að treysta á aðra, til dæmis með að þeir klári eitthvað innan ákveðins tíma. En svo er alltaf ótrúlega skemmtilegt þegar maður sér lokaafurðina.“ Speglar eftir Theodóru Alfreðsdóttur frumsýndir á Hönnunarmars 2022David Wilman Dagskráin pökkuð Theódóru leiðist ekki í lífið en það er nóg á döfinni. „Það er náttúrulega ýmislegt að gerast á HönnunarMars hjá mér. Ég verð með sýningu í Mikado þar sem ég er að kynna þessa nýju spegla, svo er ég að taka þátt í samsýningunni Hæ/Hi þar sem íslenskir og bandarískir hönnuðir voru fengnir til þess að vinna innan sama þema. Einnig er ég að fagna því með Fólk Reykjavík að vegglampar sem ég hannaði fyrir þau eru nú komnir á markað og síðast en ekki síst þá er ég að taka þátt í Design Diplomacy, þar sem ég verð í samtali við bandarískan hönnuð í bandaríska sendiráðinu föstudaginn 6.maí en það er skipulagt af HönnunarMars teyminu.“ Svo er ég ótrúlega spennt að sjá myndir frá sumarherferð Cubitt sem er breskt gleraugna og sólgleraugna merki, en ég var listrænn stjórnandi fyrir herferðina og hún er að koma út núna í byrjum maí.“ Speglar eftir Theodóru Alfreðsdóttur frumsýndir á Hönnunarmars 2022David Wilman HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022. HönnunarMars Tengdar fréttir „Þessi dagur er fyrir þá sem eru í leit að innblæstri“ „DesignTalks snýst um að sýna fjölbreytt litróf hönnunar og arkitektúrs og velta upp flötum á því hvernig þessar greinar geta tekið þátt í samtalinu um áskoranir dagsins í dag og í umbótunum sjálfum, mótun framtíðarinnar,“ segir Hlín Helga Guðlaugsdóttir stjórnandi DesignTalks ráðstefnunnar. 26. apríl 2022 17:30 Sígildri hönnun hampað á mjólkurfernum Í tilefni af HönnunarMars, sem í ár breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 4. til 8. maí, hefur Mjólkursamsalan endurvakið klassíska íslenska hönnun á mjólkurfernunum. 25. apríl 2022 14:32 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Markmið verkefnisins miðar að því að vekja áhuga á framleiðsluhluta hönnunarferlisins, gera skilning á efnum og umbreytingu þeirra aðgengilegri og auka þekkingu á þeim hlutum sem eru í okkar nær umhverfi. Speglar eftir Theodóru Alfreðsdóttur frumsýndir á Hönnunarmars 2022David Wilman Speglar voru ekki planið Hún segir ekki hafa planað að vinna sérstaklega með spegla en að upphafspunkturinn hafi leitt hana áfram. „Í þessu tilfelli var ég að skoða brot í pappa til að byrja með sem ég færði svo yfir í stálplötur, sem bjóða svo upp á margar spennandi yfirborðs meðhöndlanir. Meðal annars að vera pússaðar svo vel að þær breytast í raun í spegla. Það sem mér fannst mest spennandi var að gera eitthvað þar sem eiginleikar efnisins fengju að njóta sín til fulls, en speglarnir byrja sem flatar speglaplötur, sem eru svo beygðar en engu bætt við eða fjarlægt, svo það fer ekkert til spillis, og svo er partur af þeim burstaður. Þar af leiðandi eru eiginleikar stálplatnanna nýttir til þess að búa til bæði karakter og "fúnksjón" hlutarins.“ Speglar eftir Theodóru Alfreðsdóttur frumsýndir á Hönnunarmars 2022David Wilman Skemmtilegt að sjá loka lokaafurðina Theodóra segir að undirbúningurinn sé búinn að vera skemmtilegur en stressandi. „Mér finnst alltaf dálítið óþægilegt þegar ég get ekki gert allt sjálf og þarf að treysta á aðra, til dæmis með að þeir klári eitthvað innan ákveðins tíma. En svo er alltaf ótrúlega skemmtilegt þegar maður sér lokaafurðina.“ Speglar eftir Theodóru Alfreðsdóttur frumsýndir á Hönnunarmars 2022David Wilman Dagskráin pökkuð Theódóru leiðist ekki í lífið en það er nóg á döfinni. „Það er náttúrulega ýmislegt að gerast á HönnunarMars hjá mér. Ég verð með sýningu í Mikado þar sem ég er að kynna þessa nýju spegla, svo er ég að taka þátt í samsýningunni Hæ/Hi þar sem íslenskir og bandarískir hönnuðir voru fengnir til þess að vinna innan sama þema. Einnig er ég að fagna því með Fólk Reykjavík að vegglampar sem ég hannaði fyrir þau eru nú komnir á markað og síðast en ekki síst þá er ég að taka þátt í Design Diplomacy, þar sem ég verð í samtali við bandarískan hönnuð í bandaríska sendiráðinu föstudaginn 6.maí en það er skipulagt af HönnunarMars teyminu.“ Svo er ég ótrúlega spennt að sjá myndir frá sumarherferð Cubitt sem er breskt gleraugna og sólgleraugna merki, en ég var listrænn stjórnandi fyrir herferðina og hún er að koma út núna í byrjum maí.“ Speglar eftir Theodóru Alfreðsdóttur frumsýndir á Hönnunarmars 2022David Wilman HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
HönnunarMars Tengdar fréttir „Þessi dagur er fyrir þá sem eru í leit að innblæstri“ „DesignTalks snýst um að sýna fjölbreytt litróf hönnunar og arkitektúrs og velta upp flötum á því hvernig þessar greinar geta tekið þátt í samtalinu um áskoranir dagsins í dag og í umbótunum sjálfum, mótun framtíðarinnar,“ segir Hlín Helga Guðlaugsdóttir stjórnandi DesignTalks ráðstefnunnar. 26. apríl 2022 17:30 Sígildri hönnun hampað á mjólkurfernum Í tilefni af HönnunarMars, sem í ár breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 4. til 8. maí, hefur Mjólkursamsalan endurvakið klassíska íslenska hönnun á mjólkurfernunum. 25. apríl 2022 14:32 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Þessi dagur er fyrir þá sem eru í leit að innblæstri“ „DesignTalks snýst um að sýna fjölbreytt litróf hönnunar og arkitektúrs og velta upp flötum á því hvernig þessar greinar geta tekið þátt í samtalinu um áskoranir dagsins í dag og í umbótunum sjálfum, mótun framtíðarinnar,“ segir Hlín Helga Guðlaugsdóttir stjórnandi DesignTalks ráðstefnunnar. 26. apríl 2022 17:30
Sígildri hönnun hampað á mjólkurfernum Í tilefni af HönnunarMars, sem í ár breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 4. til 8. maí, hefur Mjólkursamsalan endurvakið klassíska íslenska hönnun á mjólkurfernunum. 25. apríl 2022 14:32