Spilltasti og óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar Gunnar Smári Egilsson skrifar 28. apríl 2022 08:30 Skoðanakönnun Maskínu í vikunni leiddi í ljós að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er sá stjórnmálamaður sem flestir landsmanna vantreysta. Ekki bara núna heldur í gegnum alla Íslandssöguna. Aldrei áður hefur vantraust á stjórnmálamann mælst 71%. Jafnvel þótt við leituðum til annarra landa er hæpið að við finnum viðlíka höfnun þjóðar á nokkrum stjórnmálamanni. Þegar Richard M. Nixon flaug í þyrlu frá Hvíta húsinu, eftir að hafa sagt af sér vegna Watergate-hneykslisins, treystu hlutfallslega fleiri Bandaríkjamenn Nixon en Íslendingar Bjarna í dag. Og mun færri vantreystu Nixon en Bjarna. Vantraust Íslendinga á Bjarna er því heimssögulega stórt og merkilegt. En hvers vegna treysta svona fáir Bjarna, manni sem hefur líklega verið valdamesti maður landsins síðustu níu ár? Það er vegna þess að stjórnmálaferill Bjarna hefur verið litaður hverju hneykslinu á fætur öðru. Vantraustið núna varð ekki skyndilega til, það hefur vaxið upp af fjölmörgum hneykslismálum. Sem hvert um sig hefði líklega leitt til afsagnar ráðherra og þingmanns í nágrannalöndum okkar. Til að skýra þetta mikla vantraust sem landsmenn hafa á Bjarna Benediktssyni er hér stutt yfirlit yfir stjórnmálaferil hans. Það ætti að skýra fyrir óminnugum hvers vegna Bjarni er nú staddur í pólitísku alkuli, stjórnmálamaður sem ekki nýtur traust til nokkurra verka. Bjarni er nefnilega ekki bara óvinsælasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar heldur líklega einnig spilltasti stjórnmálamaður sögunnar. Þess vegna treystir fólk honum ekki. Hin makalausi stjórnmálaferill Bjarna Benediktssonar 10. maí 2003:Bjarni Benediktsson kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 12. febrúar 2008:Bjarni skrifar undir veðsamninga dagsetta aftur á bak í tímann til að bjarga Milestone, félagi Wernersbræðra, frá gjaldþroti. Með þessum gjörningi voru færðir 10 milljarða króna frá Glitni til eigenda bankans þvert á lánareglur bankans. Bjarni var stjórnarformaður Vafnings. Upphæðin jafngildir 18.500 m.kr. í dag. 6. október 2008: Bjarni innleysti 50 m.kr. eign sína í sjóði 9 í Glitni og bjargaði sér þannig frá miklu tapi, öfugt við meginþorra þeirra sem lagt höfðu sparnað sinn inn í þennan sjóð. Upphæðin jafngildir 82 m.kr. á núvirði. Bjarni sat í efnahags- og skattanefnd á þessum tíma og fékk þar upplýsingar um gríðarlega alvarlega stöðu Glitnis. 29. mars 2009: Bjarni Benediktsson kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins. 8. apríl 2009: Bjarni lýsir því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn muni endurgreiða svimandi háa styrki sem Hrunfyrirtæki veittu flokknum á árunum fyrir Hrun, m.a. 55 m.kr. inn í þrotabú FL-Group og Landsbankans. Við þetta hefur ekki verið staðið, nema að litlu leyti. Upphæðin jafngildir um 87 m.kr. í dag. 1. desember 2010: Máttur tekinn til gjaldþrotaskipta. Máttur var fjárfestafélag Engeyingar og Wernersbræðra sem átti hluti í Glitni, Icelandair og fleiri félögum. Við gjaldþrotið töpuðust um 33 milljarðar króna á núvirði. Bjarni var stjórnarmaður í Mætti. 21. janúar 2013: Skiptum á þrotabúi EM 13 lokið, en félagið hét áður BNT og var hluti af fyrirtækjasamstæðu N1, sem fjölskylda Bjarna var leiðandi hluthafi í. Bjarni var stjórnarformaður BNT. Engar eignir fundust í búinu en 4,3 milljarða kröfur sem lýst var við fall félagsins 2008/2009. Á núvirði jafngildir þetta um 6.800 m.kr. Samtals nam tap vegna gjaldþrota fyrirtækja sem tengdust þessari fyrirtækjasamsteypu Engeyinga og Wernersbræðra vel yfir 200 milljörðum á núvirði. 21. nóvember 2014: Hanna Birna Kristjánsdóttir segir af sér sem innanríkisráðherra eftir að aðstoðarmaður hennar, Gísli Freyr Valdórsson, var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að leka trúnaðargögnum um hælisleitendur úr innanríkisráðuneytinu í fjölmiðla. Fram að þessu hafði Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn hafnað öllum fréttum um lekann úr ráðuneytinu og lýst yfir stuðningi við Hönnu Birnu og Gísla Frey. 25. nóvember 2014: Landsbankinn selur hlut sinn í greiðslumiðlunarfélaginu Borgun án útboðs til fáeinna aðila, þar á fyrirtækis í eigu ættingja Bjarna. Það fyrirtæki hagnaðist gríðarlega á þessum viðskiptum þar sem Landsbankinn gætti ekki að yfirvofandi greiðslu Visa inn í Borgun. Söluverðið var því langt undir raunvirði. Við söluna á Borgun til Salt pay högnuðust ættingjar Bjarna enn meir. 31. ágúst 2015: Visir greinir frá því að Bjarni hafi verið skráður á stefnumótavefinn Ashley Madisson undir nafninu IceHot 1. 3. apríl 2016: Kastljós Ríkisútvarpsins í samstarfi við aðrir miðla afhjúpa að Bjarni hafi átt þriðjungshlut í félaginu Falson&Co. sem skráð var á Seychelles-eyjum. Þær eyjar eru þekkt skattaskjól. Bjarni átti hlut í félaginu vegna fasteignaviðskipta í Dubai sem hann tók þátt í árið 2006. 13. september 2016: Bjarni fær afhenta skýrslu starfshóps um aflandseignir Íslendinga en kýs að halda henni leyndri fyrir þingi og þjóðinni til að forðast umræðu um þessi mál fyrir kosningarnar það haustið. Skýrslan verður ekki opinber fyrr en við ráðherraskipti í fjármálaráðuneytinu, þegar Benedikt Jóhannsson tekur við af Bjarna. 15. maí 2017: Bjarni knýr í gegn samþykki þingmanna Viðreisnar og Bjartrar framtíðar við skipan Sigríðar Andersen á fimmtán dómurum í Landsrétt. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir síðan þessa skipun ólöglega og Sigríður segir þá af sér sem dómsmálaráðherra. 14. september 2017: Í ljós kemur að Benedikt, faðir Bjarna, hafði veitt manni, sem nauðgaði stjúpdóttur sinni í tólf ár, umsögn svo hann gæti fengið uppreist æru. Stundin og síðan aðrir fjölmiðlar og Alþingismenn höfðu vikurnar og mánuðina á undan leitað upplýsinga um þetta mál en engin svör fengið. Sigríður Andersen hafði hins vegar greint Bjarna sjálfum frá þessu einum og hálfum mánuði fyrr. 17. október 2017: Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Þórólfur Halldórsson, sem telja verður innvígðan og innmúraðan Sjálfstæðisflokksmann, setur lögbann á umfjöllun Stundarinnar um þátttöku Bjarna í vafasömum fjármálagjörningum fyrir Hrun. 20. nóvember 2018: Í samtali Miðflokksmanna við tvo þingmenn Flokks fólksins á Klausturbar kemur fram að Bjarni hafði fullvissað Gunnar Braga Sveinsson þegar Gunnar var utanríkisráðherra um að Sjálfstæðisflokkurinn myndi launa honum það með góðri stöðu ef Gunnar skipaði Geir H. Haarde sem sendiherra Íslands í Washington. 12. nóvember 2019: Kveikur Ríkisútvarpsins afhjúpar viðskiptahætti Samherja í Namibíu og tengsl fyrirtækisins við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins. Bjarni lýsti yfir trausti á Kristjáni. 23. desember 2020: Bjarna er vísað úr Ásmundarsal ásamt öðrum gestum í samkvæmi sem braut gegn sóttvarnarreglum vegna kórónafaraldursins. 25. september 2021: Lög eru brotin við talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi, en þar er formaður kjörstjórnar er innmúraður og innvígður Sjálfstæðisflokksmaður. Meirihluti kjörbréfanefndar Alþingis undir forystu Birgis Ármannssonar leggur til að ekki verði kosið aftur. 14. febrúar 2022: Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, innmúruð og innvígð Sjálfstæðisflokkskona, boðar blaðamenn sem fjölluðu um skæruliðadeild Samherja til yfirheyrslu. Bjarni lýsir yfir stuðningi við þessa boðun og skammar fjölmiðla fyrir að fjalla um málið sem aðför að réttindum blaðamanna. 6. apríl 2022: Listi yfir kaupendur afhjúpar að Bjarni og bankasýslan höfðu selt í lokuðu útboði hlutabréf almennings í Íslandsbanka með afslætti til föður Bjarna og margra af helstu leikenda í Hruninu. Þjóðin búin að fá nóg Salan á hlut almennings í Íslandsbanka fyllti mælinn hjá miklum meirihluta þjóðarinnar. Könnun sýndi að 7% fólks var ánægt með framkvæmd Bjarna og bankasýslunnar en 83% fólks ósátt. Það er fátítt að svona afgerandi afstaða komi fram. Það er hyldjúp gjá milli þjóðar og stjórnvalda. Almenningur hefur brugðið á það ráð að mótmæla þessum gjörningi, spillingunni sem hann afhjúpaði og því að Bjarni Benediktsson sitji áfram sem fjármálaráðherra. Næstu mótmæli verða á laugardaginn, 30. apríl kl. 14, bæði á Austurvelli í Reykjavík og Ráðhústorginu á Akureyri. Á Facebook má lesa dagskrána í viðburði (sjá hér: https://www.facebook.com/events/499758751846511/). Ég hvet alla landsmenn til að segja hug sinn um bankasöluna og vantraust sitt á Bjarna, ekki síst með því að mótmæla með öðrum sem eru sama sinnis. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Skoðanakönnun Maskínu í vikunni leiddi í ljós að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er sá stjórnmálamaður sem flestir landsmanna vantreysta. Ekki bara núna heldur í gegnum alla Íslandssöguna. Aldrei áður hefur vantraust á stjórnmálamann mælst 71%. Jafnvel þótt við leituðum til annarra landa er hæpið að við finnum viðlíka höfnun þjóðar á nokkrum stjórnmálamanni. Þegar Richard M. Nixon flaug í þyrlu frá Hvíta húsinu, eftir að hafa sagt af sér vegna Watergate-hneykslisins, treystu hlutfallslega fleiri Bandaríkjamenn Nixon en Íslendingar Bjarna í dag. Og mun færri vantreystu Nixon en Bjarna. Vantraust Íslendinga á Bjarna er því heimssögulega stórt og merkilegt. En hvers vegna treysta svona fáir Bjarna, manni sem hefur líklega verið valdamesti maður landsins síðustu níu ár? Það er vegna þess að stjórnmálaferill Bjarna hefur verið litaður hverju hneykslinu á fætur öðru. Vantraustið núna varð ekki skyndilega til, það hefur vaxið upp af fjölmörgum hneykslismálum. Sem hvert um sig hefði líklega leitt til afsagnar ráðherra og þingmanns í nágrannalöndum okkar. Til að skýra þetta mikla vantraust sem landsmenn hafa á Bjarna Benediktssyni er hér stutt yfirlit yfir stjórnmálaferil hans. Það ætti að skýra fyrir óminnugum hvers vegna Bjarni er nú staddur í pólitísku alkuli, stjórnmálamaður sem ekki nýtur traust til nokkurra verka. Bjarni er nefnilega ekki bara óvinsælasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar heldur líklega einnig spilltasti stjórnmálamaður sögunnar. Þess vegna treystir fólk honum ekki. Hin makalausi stjórnmálaferill Bjarna Benediktssonar 10. maí 2003:Bjarni Benediktsson kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 12. febrúar 2008:Bjarni skrifar undir veðsamninga dagsetta aftur á bak í tímann til að bjarga Milestone, félagi Wernersbræðra, frá gjaldþroti. Með þessum gjörningi voru færðir 10 milljarða króna frá Glitni til eigenda bankans þvert á lánareglur bankans. Bjarni var stjórnarformaður Vafnings. Upphæðin jafngildir 18.500 m.kr. í dag. 6. október 2008: Bjarni innleysti 50 m.kr. eign sína í sjóði 9 í Glitni og bjargaði sér þannig frá miklu tapi, öfugt við meginþorra þeirra sem lagt höfðu sparnað sinn inn í þennan sjóð. Upphæðin jafngildir 82 m.kr. á núvirði. Bjarni sat í efnahags- og skattanefnd á þessum tíma og fékk þar upplýsingar um gríðarlega alvarlega stöðu Glitnis. 29. mars 2009: Bjarni Benediktsson kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins. 8. apríl 2009: Bjarni lýsir því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn muni endurgreiða svimandi háa styrki sem Hrunfyrirtæki veittu flokknum á árunum fyrir Hrun, m.a. 55 m.kr. inn í þrotabú FL-Group og Landsbankans. Við þetta hefur ekki verið staðið, nema að litlu leyti. Upphæðin jafngildir um 87 m.kr. í dag. 1. desember 2010: Máttur tekinn til gjaldþrotaskipta. Máttur var fjárfestafélag Engeyingar og Wernersbræðra sem átti hluti í Glitni, Icelandair og fleiri félögum. Við gjaldþrotið töpuðust um 33 milljarðar króna á núvirði. Bjarni var stjórnarmaður í Mætti. 21. janúar 2013: Skiptum á þrotabúi EM 13 lokið, en félagið hét áður BNT og var hluti af fyrirtækjasamstæðu N1, sem fjölskylda Bjarna var leiðandi hluthafi í. Bjarni var stjórnarformaður BNT. Engar eignir fundust í búinu en 4,3 milljarða kröfur sem lýst var við fall félagsins 2008/2009. Á núvirði jafngildir þetta um 6.800 m.kr. Samtals nam tap vegna gjaldþrota fyrirtækja sem tengdust þessari fyrirtækjasamsteypu Engeyinga og Wernersbræðra vel yfir 200 milljörðum á núvirði. 21. nóvember 2014: Hanna Birna Kristjánsdóttir segir af sér sem innanríkisráðherra eftir að aðstoðarmaður hennar, Gísli Freyr Valdórsson, var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að leka trúnaðargögnum um hælisleitendur úr innanríkisráðuneytinu í fjölmiðla. Fram að þessu hafði Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn hafnað öllum fréttum um lekann úr ráðuneytinu og lýst yfir stuðningi við Hönnu Birnu og Gísla Frey. 25. nóvember 2014: Landsbankinn selur hlut sinn í greiðslumiðlunarfélaginu Borgun án útboðs til fáeinna aðila, þar á fyrirtækis í eigu ættingja Bjarna. Það fyrirtæki hagnaðist gríðarlega á þessum viðskiptum þar sem Landsbankinn gætti ekki að yfirvofandi greiðslu Visa inn í Borgun. Söluverðið var því langt undir raunvirði. Við söluna á Borgun til Salt pay högnuðust ættingjar Bjarna enn meir. 31. ágúst 2015: Visir greinir frá því að Bjarni hafi verið skráður á stefnumótavefinn Ashley Madisson undir nafninu IceHot 1. 3. apríl 2016: Kastljós Ríkisútvarpsins í samstarfi við aðrir miðla afhjúpa að Bjarni hafi átt þriðjungshlut í félaginu Falson&Co. sem skráð var á Seychelles-eyjum. Þær eyjar eru þekkt skattaskjól. Bjarni átti hlut í félaginu vegna fasteignaviðskipta í Dubai sem hann tók þátt í árið 2006. 13. september 2016: Bjarni fær afhenta skýrslu starfshóps um aflandseignir Íslendinga en kýs að halda henni leyndri fyrir þingi og þjóðinni til að forðast umræðu um þessi mál fyrir kosningarnar það haustið. Skýrslan verður ekki opinber fyrr en við ráðherraskipti í fjármálaráðuneytinu, þegar Benedikt Jóhannsson tekur við af Bjarna. 15. maí 2017: Bjarni knýr í gegn samþykki þingmanna Viðreisnar og Bjartrar framtíðar við skipan Sigríðar Andersen á fimmtán dómurum í Landsrétt. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir síðan þessa skipun ólöglega og Sigríður segir þá af sér sem dómsmálaráðherra. 14. september 2017: Í ljós kemur að Benedikt, faðir Bjarna, hafði veitt manni, sem nauðgaði stjúpdóttur sinni í tólf ár, umsögn svo hann gæti fengið uppreist æru. Stundin og síðan aðrir fjölmiðlar og Alþingismenn höfðu vikurnar og mánuðina á undan leitað upplýsinga um þetta mál en engin svör fengið. Sigríður Andersen hafði hins vegar greint Bjarna sjálfum frá þessu einum og hálfum mánuði fyrr. 17. október 2017: Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Þórólfur Halldórsson, sem telja verður innvígðan og innmúraðan Sjálfstæðisflokksmann, setur lögbann á umfjöllun Stundarinnar um þátttöku Bjarna í vafasömum fjármálagjörningum fyrir Hrun. 20. nóvember 2018: Í samtali Miðflokksmanna við tvo þingmenn Flokks fólksins á Klausturbar kemur fram að Bjarni hafði fullvissað Gunnar Braga Sveinsson þegar Gunnar var utanríkisráðherra um að Sjálfstæðisflokkurinn myndi launa honum það með góðri stöðu ef Gunnar skipaði Geir H. Haarde sem sendiherra Íslands í Washington. 12. nóvember 2019: Kveikur Ríkisútvarpsins afhjúpar viðskiptahætti Samherja í Namibíu og tengsl fyrirtækisins við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins. Bjarni lýsti yfir trausti á Kristjáni. 23. desember 2020: Bjarna er vísað úr Ásmundarsal ásamt öðrum gestum í samkvæmi sem braut gegn sóttvarnarreglum vegna kórónafaraldursins. 25. september 2021: Lög eru brotin við talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi, en þar er formaður kjörstjórnar er innmúraður og innvígður Sjálfstæðisflokksmaður. Meirihluti kjörbréfanefndar Alþingis undir forystu Birgis Ármannssonar leggur til að ekki verði kosið aftur. 14. febrúar 2022: Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, innmúruð og innvígð Sjálfstæðisflokkskona, boðar blaðamenn sem fjölluðu um skæruliðadeild Samherja til yfirheyrslu. Bjarni lýsir yfir stuðningi við þessa boðun og skammar fjölmiðla fyrir að fjalla um málið sem aðför að réttindum blaðamanna. 6. apríl 2022: Listi yfir kaupendur afhjúpar að Bjarni og bankasýslan höfðu selt í lokuðu útboði hlutabréf almennings í Íslandsbanka með afslætti til föður Bjarna og margra af helstu leikenda í Hruninu. Þjóðin búin að fá nóg Salan á hlut almennings í Íslandsbanka fyllti mælinn hjá miklum meirihluta þjóðarinnar. Könnun sýndi að 7% fólks var ánægt með framkvæmd Bjarna og bankasýslunnar en 83% fólks ósátt. Það er fátítt að svona afgerandi afstaða komi fram. Það er hyldjúp gjá milli þjóðar og stjórnvalda. Almenningur hefur brugðið á það ráð að mótmæla þessum gjörningi, spillingunni sem hann afhjúpaði og því að Bjarni Benediktsson sitji áfram sem fjármálaráðherra. Næstu mótmæli verða á laugardaginn, 30. apríl kl. 14, bæði á Austurvelli í Reykjavík og Ráðhústorginu á Akureyri. Á Facebook má lesa dagskrána í viðburði (sjá hér: https://www.facebook.com/events/499758751846511/). Ég hvet alla landsmenn til að segja hug sinn um bankasöluna og vantraust sitt á Bjarna, ekki síst með því að mótmæla með öðrum sem eru sama sinnis. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun