„Við erum öll ólík en það er mjög hvetjandi að vinna saman“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. apríl 2022 13:30 Halldóra Sif, Ýr Þrastar og Sævar Markús eru öll hönnuðir og reka saman tískuverslunina Apotek Atelier. Instagram @apotekatelier Verslunin Apotek Atelier var opnuð í nóvember síðastliðnum á Laugavegi 16 og selur íslenska og vandaða hönnun. Rýmið er rekið af þremur íslenskum fatahönnuðum, Halldóru Sif með Sif Benedicta, Ýr Þrastardóttur með Another Creation og Sævari Markúsi sem hannar undir eigin nafni. Þau verða með þríhyrnt samverk á HönnunarMars, nokkurs konar heimildarmynd um Apotek Atelier, og verður það sýnt í Bíó Paradís laugardaginn 7. maí. Blaðamaður heyrði í þríeykinu og fékk að skyggnast inn í sköpunargleði þeirra. Verslunin Apotek Atelier er staðsett á Laugavegi 16 en heimildarmynd um verslunina verður sýnd í Bíó Paradís sem hluti af HönnunarMars.Aðsend Hvaðan kom hugmyndin að þessu þríhyrnda samverki? Hefur þetta verið lengi í bígerð? Við opnuðum Apotek Atelier verslunina og stúdíó í nóvember á síðasta ári. Þá kom upp sú hugmynd að við myndum gera eitthvað öll saman á HönnunarMars en við vorum ekkert alveg viss hvað það myndi vera í fyrstu. View this post on Instagram A post shared by Apotek Atelier (@apotekatelier) Við lögðum mikla vinnu í rýmið á versluninni og gerðum mest allt sjálf ásamt aðstoð frá fagfólki, máluðum rýmið mjög litríkt, gerðum til dæmis búðarborðið upp og hönnuðum fataslár með hillum fyrir rýmið. Við erum öll fatahönnuðir og/eða fylgihlutahönnuðir, þannig að allt í versluninni, fötin, handtöskur, skart og fleira, er eftir okkur, sem og verslunin sjálf. Okkur langaði að sameina hönnun okkar þriggja í verki sem endurspeglar samstarfið og er á sama tíma heimild um búðina og hönnunina okkar. View this post on Instagram A post shared by Apotek Atelier (@apotekatelier) Hvaðan sækið þið innblástur í listsköpun ykkar? Halldóra Sif: Ég sæki mikinn innblástur í bækur, nytjamarki, kvikmyndir, myndlist og arkitektúr. Einnig þegar ég ferðast til framandi landa. Ég eyði oft miklum tíma í rannsóknarvinnu fyrir mood af nýjum línum en hrífst gjarnan að 20’s og 70’s áratugunum. Ég nota mikið falleg gömul föt til þess að búa til ný snið og nota þau sem innblástur til þess að finna skemmtilega detaila með fallegu finishing! View this post on Instagram A post shared by Apotek Atelier (@apotekatelier) Ýr: Ég hef alltaf verið hrifin af sterkum kvenfyrirmyndum og er með nokkur icon sem mér finnst gaman að skoða fyrir innblástur. Svo er ég líka mikið að sækja innblástur í efni og eiginleika þess. Ég geri oft rannsóknarvinnu á því hvernig snið ég hef í huga en svo breytist það mjög gjarnan þegar ég fæ efni í hendurnar til að vinna með. Einnig er ég mikið núna í seinni tíð farin að hugsa um þægindi og vil helst hanna föt sem geta gengið hversdagslega en eru samt vönduð og falleg. View this post on Instagram A post shared by Apotek Atelier (@apotekatelier) Sævar: Ég sæki innblástur ansi víða en myndlist, antíkmunir, vönduð efni, handverk og að rannsaka hin ýmsu tímabil er eitthvað sem veitir mér mikinn innblástur. Ég viða að mér mjög miklu efni þegar ég er að vinna fatalínur og rannsaka mjög mikið sem getur verið ansi tímafrekt, en þetta vinnur svo allt saman, munstur, efni, snið, litir og svo framvegis. Ég hef mest verið að gera mjög kvenlegan fatnað, með áherslu á klassíska sníðagerð, en er að þróa ýmislegt nýtt, herrafatnað, flóknari snið, ilmkerti og annað sem ég hef verið að vinna að. View this post on Instagram A post shared by Sævar Markús (@saevarmarkus) Sækið þið innblástur frá hvert öðru? Við erum öll mjög ólík en það er mjög hvetjandi að vinna saman og við veitum hvort öðru örugglega innblástur dagsdaglega. Það sem sameinar okkur líklega er að við hrífumst að svipuðum tímabilum eins og Art Deco og Art Nouveau. Einnig erum við öll hrifinn af slow fashion. Við viljum frekar gera færri vandaða flíkur og vörur heldur en að fjöldaframleiða. View this post on Instagram A post shared by Apotek Atelier (@apotekatelier) Hvað er á döfinni hjá Apotek Atelier? Við erum alltaf að hanna eitthvað nýtt og koma með nýja stíla. Það eru að koma nýjar handtöskur, belti og jakkaföt frá Sif Benedicta. Einnig ný prent í silkislæður, kjólum og silkitoppum. Sævar er að koma með nýja kjóla og skyrtur í nýjum fallegum mynstrum. Einnig mun koma kasmír prjón, kápur, jakkar, buxur og ýmislegt annað á næstu mánuðum frá honum. Ýr var að koma með ný prent í göllum og nýja fallega leðurjakka. View this post on Instagram A post shared by Apotek Atelier (@apotekatelier) Annað sem þið viljið taka fram? Endilega gerið ykkur glaðan dag og kíkið á kvikmyndasýninguna okkar í Bíó Paradís þann 7. maí klukkan 18:30. Stikla úr kvikmyndinni.Aðsend HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022. HönnunarMars Tíska og hönnun Menning Verslun Tengdar fréttir „Þessi dagur er fyrir þá sem eru í leit að innblæstri“ „DesignTalks snýst um að sýna fjölbreytt litróf hönnunar og arkitektúrs og velta upp flötum á því hvernig þessar greinar geta tekið þátt í samtalinu um áskoranir dagsins í dag og í umbótunum sjálfum, mótun framtíðarinnar,“ segir Hlín Helga Guðlaugsdóttir stjórnandi DesignTalks ráðstefnunnar. 26. apríl 2022 17:30 Litagleði hjá Sif Benedictu og Drífu Líftóru Þriðja lína Sif Benedikta var frumsýnd á HönnunarMars og er þetta í fyrsta skipti sem merkið sýnir fatnað. Drífa Líftóra sýndi einnig nýja handþrykkta línu á þessari flottu tískusýningu. 23. maí 2021 11:00 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Þau verða með þríhyrnt samverk á HönnunarMars, nokkurs konar heimildarmynd um Apotek Atelier, og verður það sýnt í Bíó Paradís laugardaginn 7. maí. Blaðamaður heyrði í þríeykinu og fékk að skyggnast inn í sköpunargleði þeirra. Verslunin Apotek Atelier er staðsett á Laugavegi 16 en heimildarmynd um verslunina verður sýnd í Bíó Paradís sem hluti af HönnunarMars.Aðsend Hvaðan kom hugmyndin að þessu þríhyrnda samverki? Hefur þetta verið lengi í bígerð? Við opnuðum Apotek Atelier verslunina og stúdíó í nóvember á síðasta ári. Þá kom upp sú hugmynd að við myndum gera eitthvað öll saman á HönnunarMars en við vorum ekkert alveg viss hvað það myndi vera í fyrstu. View this post on Instagram A post shared by Apotek Atelier (@apotekatelier) Við lögðum mikla vinnu í rýmið á versluninni og gerðum mest allt sjálf ásamt aðstoð frá fagfólki, máluðum rýmið mjög litríkt, gerðum til dæmis búðarborðið upp og hönnuðum fataslár með hillum fyrir rýmið. Við erum öll fatahönnuðir og/eða fylgihlutahönnuðir, þannig að allt í versluninni, fötin, handtöskur, skart og fleira, er eftir okkur, sem og verslunin sjálf. Okkur langaði að sameina hönnun okkar þriggja í verki sem endurspeglar samstarfið og er á sama tíma heimild um búðina og hönnunina okkar. View this post on Instagram A post shared by Apotek Atelier (@apotekatelier) Hvaðan sækið þið innblástur í listsköpun ykkar? Halldóra Sif: Ég sæki mikinn innblástur í bækur, nytjamarki, kvikmyndir, myndlist og arkitektúr. Einnig þegar ég ferðast til framandi landa. Ég eyði oft miklum tíma í rannsóknarvinnu fyrir mood af nýjum línum en hrífst gjarnan að 20’s og 70’s áratugunum. Ég nota mikið falleg gömul föt til þess að búa til ný snið og nota þau sem innblástur til þess að finna skemmtilega detaila með fallegu finishing! View this post on Instagram A post shared by Apotek Atelier (@apotekatelier) Ýr: Ég hef alltaf verið hrifin af sterkum kvenfyrirmyndum og er með nokkur icon sem mér finnst gaman að skoða fyrir innblástur. Svo er ég líka mikið að sækja innblástur í efni og eiginleika þess. Ég geri oft rannsóknarvinnu á því hvernig snið ég hef í huga en svo breytist það mjög gjarnan þegar ég fæ efni í hendurnar til að vinna með. Einnig er ég mikið núna í seinni tíð farin að hugsa um þægindi og vil helst hanna föt sem geta gengið hversdagslega en eru samt vönduð og falleg. View this post on Instagram A post shared by Apotek Atelier (@apotekatelier) Sævar: Ég sæki innblástur ansi víða en myndlist, antíkmunir, vönduð efni, handverk og að rannsaka hin ýmsu tímabil er eitthvað sem veitir mér mikinn innblástur. Ég viða að mér mjög miklu efni þegar ég er að vinna fatalínur og rannsaka mjög mikið sem getur verið ansi tímafrekt, en þetta vinnur svo allt saman, munstur, efni, snið, litir og svo framvegis. Ég hef mest verið að gera mjög kvenlegan fatnað, með áherslu á klassíska sníðagerð, en er að þróa ýmislegt nýtt, herrafatnað, flóknari snið, ilmkerti og annað sem ég hef verið að vinna að. View this post on Instagram A post shared by Sævar Markús (@saevarmarkus) Sækið þið innblástur frá hvert öðru? Við erum öll mjög ólík en það er mjög hvetjandi að vinna saman og við veitum hvort öðru örugglega innblástur dagsdaglega. Það sem sameinar okkur líklega er að við hrífumst að svipuðum tímabilum eins og Art Deco og Art Nouveau. Einnig erum við öll hrifinn af slow fashion. Við viljum frekar gera færri vandaða flíkur og vörur heldur en að fjöldaframleiða. View this post on Instagram A post shared by Apotek Atelier (@apotekatelier) Hvað er á döfinni hjá Apotek Atelier? Við erum alltaf að hanna eitthvað nýtt og koma með nýja stíla. Það eru að koma nýjar handtöskur, belti og jakkaföt frá Sif Benedicta. Einnig ný prent í silkislæður, kjólum og silkitoppum. Sævar er að koma með nýja kjóla og skyrtur í nýjum fallegum mynstrum. Einnig mun koma kasmír prjón, kápur, jakkar, buxur og ýmislegt annað á næstu mánuðum frá honum. Ýr var að koma með ný prent í göllum og nýja fallega leðurjakka. View this post on Instagram A post shared by Apotek Atelier (@apotekatelier) Annað sem þið viljið taka fram? Endilega gerið ykkur glaðan dag og kíkið á kvikmyndasýninguna okkar í Bíó Paradís þann 7. maí klukkan 18:30. Stikla úr kvikmyndinni.Aðsend HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
HönnunarMars Tíska og hönnun Menning Verslun Tengdar fréttir „Þessi dagur er fyrir þá sem eru í leit að innblæstri“ „DesignTalks snýst um að sýna fjölbreytt litróf hönnunar og arkitektúrs og velta upp flötum á því hvernig þessar greinar geta tekið þátt í samtalinu um áskoranir dagsins í dag og í umbótunum sjálfum, mótun framtíðarinnar,“ segir Hlín Helga Guðlaugsdóttir stjórnandi DesignTalks ráðstefnunnar. 26. apríl 2022 17:30 Litagleði hjá Sif Benedictu og Drífu Líftóru Þriðja lína Sif Benedikta var frumsýnd á HönnunarMars og er þetta í fyrsta skipti sem merkið sýnir fatnað. Drífa Líftóra sýndi einnig nýja handþrykkta línu á þessari flottu tískusýningu. 23. maí 2021 11:00 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Þessi dagur er fyrir þá sem eru í leit að innblæstri“ „DesignTalks snýst um að sýna fjölbreytt litróf hönnunar og arkitektúrs og velta upp flötum á því hvernig þessar greinar geta tekið þátt í samtalinu um áskoranir dagsins í dag og í umbótunum sjálfum, mótun framtíðarinnar,“ segir Hlín Helga Guðlaugsdóttir stjórnandi DesignTalks ráðstefnunnar. 26. apríl 2022 17:30
Litagleði hjá Sif Benedictu og Drífu Líftóru Þriðja lína Sif Benedikta var frumsýnd á HönnunarMars og er þetta í fyrsta skipti sem merkið sýnir fatnað. Drífa Líftóra sýndi einnig nýja handþrykkta línu á þessari flottu tískusýningu. 23. maí 2021 11:00