Skepta heldur tónleika á Íslandi í sumar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. apríl 2022 12:46 Skepta kom fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves árið 2015 fyrir troðfullt Listasafn Reykjavíkur. getty/Joseph Okpako/WireImage Einn stærsti tónlistarmaður Bretlands, rapparinn Skepta, er væntanlegur til landsins til að halda sínu fyrstu sólótóleika á Íslandi. Hann er ein stærsta stjarna rappheimsins sem hefur haldið tónleika á Íslandi. Skepta er einn af helstu frumkvöðlum hinnar svokölluðu grime-tónlistastefnu sem er einkennandi fyrir Bretland. Hún hefur náð sífellt meiri vinsældum með árunum og er óhætt að segja að Skepta hafi á undanförnum árum stimplað sig inn sem vinsælasta rappara stefnunnar og einn af stærstu tónlistarmönnum Bretlands. Almennt er litið á hann sem konung bresku rappsenunnar. „Það má segja að hann sé svona fyrsti breski rapparinn sem svona brýst út fyrir landsteina Bretlands og gerir það gott,“ segir Snorri Ástráðsson einn þeirra sem heldur utan um tónleikana en það er viðburðafyrirtækið Garcia Events sem stendur fyrir þeim. Stærsti rappari sem kemur til landsins í langan tíma Skepta kom fram á Iceland Airwaves árið 2015 en mun í sumar halda sína fyrstu sólótónleika á Íslandi. Þeir verða haldnir í Vodafonehöllinni þann 1. júlí næstkomandi. Snorri segir miðasalan verði á tix.is og að það opni fyrir skráningu í forsölu strax í dag. Almenn miðasala opnast svo 3. maí. Miðinn mun kosta 6.990 krónur. Skepta á sér stóran aðdáendahóp meðal yngri kynslóðarinnar á Íslandi sem má líklega að einhverju leyti rekja til þess þegar hann kom til landsins á Airwaves en hann hefur einnig slegið í gegn með ýmsum slögurum á borð við Shutdown, It Ain't Safe og That's not me, svo fáein séu nefnd. Einnig hefur hann komið fram á plötum einhverra stærstu tónlistarmanna heims, til dæmis með eftirminnilegu lagi á einni plötu Drake, sem hefur verið vinsælasti tónlistarmaður heims um skeið. „Hann hefur alltaf verið í mikilli spilun á skemmtistöðum Reykjavíkur og í daglegu lífi fólks þannig ég held að hann eigi bara mjög sterkan aðdáendahóp hér heima og svo er hann líka bara mjög spennandi tónlistarmaður sem allir hafa svo sem heyrt um. Þannig ég held að það verði enginn svikinn af að skella sér í Valshöllina 1. júlí,“ segir Snorri. Og nú kemur Skepta aftur til Íslands sjö árum frá því hann var hér síðast en nú til að halda sína eigin tónleika. „Það má segja að þetta sé jú vissulega uppi með stærstu röppurum sem hafa komið til Íslands að spila. Allavega síðustu fimm, sex eða sjö ár,“ segir Snorri. Já, tvímælalaust einn stærsti rappari sem hefur haldið tónleika hér á landi í mörg ár og óhætt að gera ráð fyrir að íslensk ungmenni gleðjist mjög yfir því tækifæri að sjá hann flytja lög sín með eigin augum. Tónlist Reykjavík Íslandsvinir Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Skepta er einn af helstu frumkvöðlum hinnar svokölluðu grime-tónlistastefnu sem er einkennandi fyrir Bretland. Hún hefur náð sífellt meiri vinsældum með árunum og er óhætt að segja að Skepta hafi á undanförnum árum stimplað sig inn sem vinsælasta rappara stefnunnar og einn af stærstu tónlistarmönnum Bretlands. Almennt er litið á hann sem konung bresku rappsenunnar. „Það má segja að hann sé svona fyrsti breski rapparinn sem svona brýst út fyrir landsteina Bretlands og gerir það gott,“ segir Snorri Ástráðsson einn þeirra sem heldur utan um tónleikana en það er viðburðafyrirtækið Garcia Events sem stendur fyrir þeim. Stærsti rappari sem kemur til landsins í langan tíma Skepta kom fram á Iceland Airwaves árið 2015 en mun í sumar halda sína fyrstu sólótónleika á Íslandi. Þeir verða haldnir í Vodafonehöllinni þann 1. júlí næstkomandi. Snorri segir miðasalan verði á tix.is og að það opni fyrir skráningu í forsölu strax í dag. Almenn miðasala opnast svo 3. maí. Miðinn mun kosta 6.990 krónur. Skepta á sér stóran aðdáendahóp meðal yngri kynslóðarinnar á Íslandi sem má líklega að einhverju leyti rekja til þess þegar hann kom til landsins á Airwaves en hann hefur einnig slegið í gegn með ýmsum slögurum á borð við Shutdown, It Ain't Safe og That's not me, svo fáein séu nefnd. Einnig hefur hann komið fram á plötum einhverra stærstu tónlistarmanna heims, til dæmis með eftirminnilegu lagi á einni plötu Drake, sem hefur verið vinsælasti tónlistarmaður heims um skeið. „Hann hefur alltaf verið í mikilli spilun á skemmtistöðum Reykjavíkur og í daglegu lífi fólks þannig ég held að hann eigi bara mjög sterkan aðdáendahóp hér heima og svo er hann líka bara mjög spennandi tónlistarmaður sem allir hafa svo sem heyrt um. Þannig ég held að það verði enginn svikinn af að skella sér í Valshöllina 1. júlí,“ segir Snorri. Og nú kemur Skepta aftur til Íslands sjö árum frá því hann var hér síðast en nú til að halda sína eigin tónleika. „Það má segja að þetta sé jú vissulega uppi með stærstu röppurum sem hafa komið til Íslands að spila. Allavega síðustu fimm, sex eða sjö ár,“ segir Snorri. Já, tvímælalaust einn stærsti rappari sem hefur haldið tónleika hér á landi í mörg ár og óhætt að gera ráð fyrir að íslensk ungmenni gleðjist mjög yfir því tækifæri að sjá hann flytja lög sín með eigin augum.
Tónlist Reykjavík Íslandsvinir Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið